Um Daginn og veginn

 

 

Þegar ég var að alast upp var þáttur í,þá svo sannarlega Útvarpi allra landsmanna.(Allavega þannig séð að engin önnur útvarpstöð náði eyrum flestra landsmanna)þáttur sem bar nafnið Um daginn og veginn.Þá fluttu ýmsir þekktir menn sína sýn á mál líðandi stundar.Ekki ætla ég mér að fara að vera með neitt spekingatal en bágt á maður með að halda kja... yfir nýliðnum atburðum.Skelfing er nú að hlusta á Borgarstjóra Reykjavíkur reyna að snúa sér út úr þessum fíflagangi með Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy.

 

Auminga maðurinn,hvernig hann hefur snarsnúist  og reynt hreinlega stamað sig út spurningum fjölmiðla.Gamli góði"Villi"hreinlega gerði í buxurnar í þessu máli og á erfitt með að koma sér úr skítagallanum.Hvernig er það eiginlega með þessa menn.Skelfing öfundar einfaldur maður eins og ég,sem hef gert helling af mistökum og orðið að viðurkenna þau, þessa menn sem aldrei verða á nein mistök.Ég er farinn að halda að þeir séu haldnir einhverri utanaðkomandi ljómun sem við hin,allavega ég þekkjum ekki.

 

"Ég hef ekki gert misstök"fólkið kemst misjafnlega vel frá málum sínum.En gamli góði "Villi"klikkaði á því.,Ég myndi ráðleggja honum að fá Peter O Toole hinn heimsfræga leikara til að kenna sér að leika sakleysinga.Mér finnst Peter alveg frábær er hann er að leika einhverja sakleysinga eða mann af"Ég geri ekki mistök"gerðinni.Birni Inga tókst aðeins betur upp í hlutverki sakleysingans þegar hann þóttist ekkert vita.En skelfing er er þessi farsi að verða leiðinlegur aðallega vegna þess að enn og aftur koma kjörnir leiðtogar landsins fram fyrir þjóðina og ljúga blákallt framan í"sauðsvartan"almúgann.

 

 

Og þeir munu gera það meðan volgt er í þeim hla......Svo er það mál verkamannana frá Litháen.Ég ætla ekki að draga taum starfsmannaleigunnar sem auðsjáanlega er sek í málinu.En ég er hugsi yfir hvað kemur til með að ske með þessa blessaða menn sem kærðu þegar heim verður komið.Mun íslensk verkamannafélög fylgast með hvað verður með þá í framtíðinni.Ég er viss um að það verður ekki tekið á þeim með neinum"silkihönskum"þegar heim er komið.Þarna er farið að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann.

 

FF lagði á það áherslu á það í kosningabaráttunni að taka vel á móti þeim verkamönnum sem hingað leituðu vinnu.Ein samflokkssystir Gissurs Péturssonar(að ég held)var við að fara úr öllum límingum í ræðustól Alþingis eftir að Guðjón Arnar hafði hvatt til þess í setningarræðu á Landsfundi FF.Það væri gaman að heyra álit hennar á þessu kærumáli.Ég fullyrti í bloggi í vor að Vinnumálastofnun hefði ekki hugmynd um hve margir erlendir verkamenn væru í landinu og ég stend við þá fullyrðingu.

 

Mér hefur fundist Gissur Pétursson hálf einmanalegur og stundum eins og  barinn hun.... í viðtölum undanfarið.Það er að koma betur og betur í ljós það sem FF varaði sem mest við í vor og fékk á sig"Rassista"stimpil fyrir.Við höfum tekið illa á móti innfluttu vinnuafli og nú ber íslenskum yfirvöldum hvort sem er Verkalýðsforustan eða opinberir aðilar að fylgast með málum þessara Litháa.Að þeir lendi ekki á svörtum listum í heimalandi sínu og verði útilokaðir frá vinnu í framtíðinni.Mér dettur stundum í hug þegar ég heyri hvað sumir af svokölluðum leiðtogum bera á borð fyri okkur almenning orð eins ágæts skipstjóra um vitgrannan háseta sinn."ef svona heimskur hundur hefði fæðst í minni sveit þá hefði hann verið skotinn"Þeir mega þó eiga það fyrirmenn þessarar starfsmannaleigu að þeir fást ekki til að koma ljúandi í fjölmiðla.Það er meira en sagt verður um suma.Kært kvödd

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Ólafur, mikið rosalega er ég sammála þér í ollum dráttum. góð grein hjá þér. Góða nótt og vakna þú hress í morgunnsárið.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.10.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála þér og til að bæta við, þá held ég, að Gissur Pétursson líti á þetta sem þægilega "hvíldarstöðu" og viti bara ekkert hvað er að gerast í landinu, hvorki hjá Vinnumálastofnun eða annars staðar.  Þessi Orkuveitufarsi er afskaplega skrítinn svo ekki verði númeira sagt.  Fyrir það fyrsta þá hefur OR verið rekin með umtalverðumHAGNAÐI undanfarin ár en það er ekki markmið opinberra fyrirtækja, að vera rekin með hagnaði, OR hefur í mörg ár verið rekin sem hlutafélag og því hljóta menn að spyrja:  "ER BÚIÐ AÐ VERA AÐ UNDIRBÚA EINKAVÆÐINGU OR LENGI?  En hvar eru allar þær opinberu stofnanir sem eiga að "vernda" þjóðina gegn svona yfirgangi?

Jóhann Elíasson, 9.10.2007 kl. 07:32

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Jóhann ríkið og sveitafélögin eru ekki lengur þjónustuaðili fyrir fólkið í landinu eða svo finnst mér.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi Þór, ég kláraði ekki setninguna nógu og vel að sjálfsögðu á að reka opinber fyrirtæki "réttu" megin við núllið, en það er markmið opinberra fyrirtækja, sem flest eru þjónustufyrirtæki, að veita þjónustu á kostnaðarverði og þú ert alvarlega að misskilja hlutverk hins opinbera ef þú segir að ríkið og sveitarfélögin séu ekki þjónustuaðilar við fólkið í landinu, í hvað fara skattar og útsvar ef ekki til að greiða fyrir þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita?  Ég vil endilega benda þér á að íhuga málin vel áður en þú sendir eitthvað frá þér ég trúi ekki öðru en þú hafir skrifað þessa athugasemd í fljótfærni.

Jóhann Elíasson, 9.10.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Það sem ég meina Jóhann það er það að við erum orðinn þrælar kerfisins, auðvita eiga þjóðvegir, menntakerfið, heilbyrgiskerfi að ógleymdu orkugeirann að vera rekið af hinu opinbera, mér hefur fundist eins og hlutverk opinbera stofnanna hafi breyst. Ég er ekki að miskilja þig en ég sló þessu svona fram því reynslan mín af heilbrigðiskerinu er ekki góð og svo sér maður hvernig fjármálaheimurinn stjórnar landi og þjóð. Með kæri kveðju úr Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 22:51

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef greinilega verið fljótfær þarna og gert þér rangt til og biðst afsökunar á því (af einlægni).  Ég þekki engan sem ekki hefur slæma reynslu af heilbrigðiskerfinu, sem segir okkur það að það er meingallað, þarna er farið illa með skattana okkar og á ÖLLUM sviðum hins opinbera kerfis, en samt sem áður er engin ástæða til að afhenda "allt" einkafjármagni.  Ég er þér sammála,Helgi Þór Gunnarsson, að flest í þessu landi lýtur stjórn "peningavaldsins" en stjórnendur fjármagnsins og "græðginnar" verða að gera greinarmun á opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum.

Jóhann Elíasson, 9.10.2007 kl. 23:31

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Jóhann Elíasson afsökunarbeiðnin er tekin til greina(af einlægni), ég sé að við eru nokkuð miklir skoðunarbræður. Kær kveðja til þín og Ólafs.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.10.2007 kl. 19:53

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur báðum innlitið.Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband