30.9.2007 | 03:38
Óvinur í undirdjúpum
Fyrir sléttum 66 árum voru 2 öldungar,ef maður getur sagt svo á ferðinni í N-Atlantshafinu.Þarna voru á ferðini íslenskur,fv enskur togari sem hét Jarl GK 272 og enskur togari King Erik GY 474.
Jarlinn tv.T.h gamall enskur togari
Jarlinn var smíðaður í Englandi 1890 en hafði verið keyptur til Íslands 1925 af "Hrogn & Lýsi"og hlotið nafnið Anders RE 263.1930 var hann seldur h/f Hlé í Reykjavík og fék þá nafnið Hlér RE 263 1930 var hann svo aftur seldur og nú voru kaupendur Kolbeinn Finnsson og Þorvaldur Jakobsson.1935 kaupir Helgi Pálsson á Akureyri skipið og skýrir Jarlinn EA 590.1940 kaupir sameignarfélagið Jarlinn í Reykjavík skipið og það heldur nafni en fær einkennisstafina GK 272.Meðal eiganda voru Óskar Halldórsson og Björn Ólafsson.Eftir að skipið kom til Íslands hafði það verið notaða sem línuveiðari.Leiðir þeirra Eiríks Kóngs og Jarlsins lágu kannske ekki saman en báðir voru á leið til Íslands frá Fletwwood.Báðir höfðu komið með fisk handa stríðshrjáðu fólki á Englandi.l/v Jarlinn var undir stjórn gamalreynds skipstjóra Jóhannesar Jónssonar 64 ára að aldri.
Til vinstri King Erik undir sænskum merkjum.Til hægri um borð í gömlum togara
ST King Erik var undir stjórn Francis H Davidson 40 ára."Kóngurinn"hafði mátt muna sinn fífil fegurri.hann var smíðaður hjá Cochrane & Cooper Ltd,Selby 1899,fyrir Viking Steam Fishing Co Ldt í Grimsby og var skírður King Erik GY10 1904 var hann seldur Frank Barret í Grimsby.1905 gerður út frá Noregi en skráður í Strömstad í Svíþjóð.Einkennisstafir SD33.1911 skift um ketil í skipinu.1915 skipið fært aftur til Englands og skráð í Grimsby GY474.1915 skipið tekið í þjónustu sjóhersins.Var við tundurduflaslæðingu.1919 skipinu skilað aftur.1920 skipið selt:Direct Fish Supplies Ltd Grimsby.1922 selt:T.W Bascom,Grimsby og 1940 selt Boston Deep Sea Fishing &Ice Co Ldt .Fleetwood.
Þarna voru þeir félagarnir á leiðinni til Íslands annar til Vestmannaeyja(Jarlinn)til að lesta fisk en hinn að fiska hann sjálfur.Árið 1941 var höggvið stórt skarð í Íslenska sjómannastétt.Morðárasir þýskra kafbáta höfðu kostað margan sjómanninn lífið,
Til vinstri"Dauðaslóðin"eins og leiðin til Fleetwood var kölluð.Til hægri innsiglingin til Fletwood.Myndin til vinstri er fengin að"láni"úr bók Hassa um Eldborgina.Faðir minn sigldi á Eldborg á stríðsárunum en hvort hann var með í það skifti sem sýnt er á myndinni veit ég ekki.
Má þar nefna sem smádæmi árásin á Fróða,Reykjaborginni sökkt sem og Pétursey.,M/S Hekla skotin í kaf..Og það mætti lengi telja.En snúum okkur aftur að fyrrgreindum félögum.U 141 var þýskur kafbátur undir stjórn hins 30 ára gamla Phillipp Schuler(1911-1943)Kapitanlautinants.Báturinn hafði verið byggður í Baubelehrung U-Boote Ostsee Kiel 1940.Hann var fyrst undir stjórn Heinz Otto Schultze.(1915-1943)
Til v Schultze 1sti Kaptainlautinant á U 141.t h kafbátur að koma úr kafi
Þann 5 sept 1941 rétt fyrir miðnætti (Kl 2330) sér kapt.Schuler lítið fiskiskip í sjónpípunni.Skip með fána hlutlausrar þjóðar málaðan vel sjáanlegan á báðum síðum.En þetta friðsama fiskiskip hafði fært óvininum fisk á borðin og því var Schuler ekki lengi að dæma það til dauða og 11 íslenska sjómenn.1 búm svo var það búið.
Til v laskaður þýskur kafbátur kemur til hafnar.T.h rústir af kafbátalæginu við Elbe
Mennirnir,ef einhverjir hafa lifað af sprenginguna ofurseldir N-Atlandshafinu.Siðar akkúrat 1 sólarhring síðar sér Schuler annað lítið fiskiskip og nú frá óvininum sjálfum og annað búmm og sagan endurtekur sig.
þessi góðlátlegi maður á myndinni t.v var Kaptainlautinant á U 141 þegar Jarlinn og King Erik voru skotnir niður.Philipp Schuler.T.h kafbátalægið í Brest
Maður spyr sig hvernig getur "Sjómaður"gert collegum sínum svona lagað.En þegar alið hefur verið á hatri og keyrt á þjóðernishyggju þá getur svonalagað gerst.Ég held að menn 60 árum síðar geti af einhverju leiti skilið þessa kafbátamenn.Það er hægt með gengdarlausum áróðri fyrir einhverju að fá svonalagað fram hjá mönnum.Er nokkuð betra að skjóta menn með ofansjávar tundurskeytum eins og gert er fyrir"málstaðinn"í dag.Við höfum því láni að fagna í dag að það bíða engir kafbátar sjómannanna okkar á N-Atlantshafinu í dag,
Til v U-141 var af þessari gerð kafbáta(IId) t. h Dönitz aftari maðurinnn(1891-1980)Flotaforingi.Átti hugmyndina að "Úlfahópunum" svokölluðu Kafbátar biðu í smáflokkum eftir skipalestum og gerðu svo eins mikinn usla og hægt var
En öldurnar eru hinar sömu. og allslags nýjar hættur sem þeir verða að varast þó á stórum og fullkomnum skipum séu.Ég skora á alla sjómenn í dag að hlusta vel á og tileinka sér hvað þeir eru að kenna þeir"Sæbjargarmenn"Góð vísa eins og þeir kenna er aldrei of oft kveðin.Maður hefði kannske einhvern tíma sagt"Grjót haldiði kjaf.. og hlustið á þessa menn".En svona blíðkast maður með aldrinum.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:43 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Óli góð grein og það er gott að halda minningu þessara atburða á lofti þó þeir séu óhugnalegir. Það hlítur að hafa tekið á taugarnar hjá íslensku og auðvitað ensku sjómönnunum að sigla yfir hafið og vita af þessum brjálæðingum í undirdjúpunum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.9.2007 kl. 09:43
Þróun er orð sem táknar langt ferli tegundanna og beinist að því að gera þær hæfari til að takast á við umhverfi sitt. Hjá öllum tegundum nema manninum er þróunin ómeðvituð.
Þegar maðurinn hóf að takast á við það verkefni að stýra eigin þróun sýnist margt hafa farið úr böndum.
Árni Gunnarsson, 30.9.2007 kl. 10:06
Þakkirnar sem þessir menn fengu hjá ýmsum stjórnmálforingjum voru nú ekki allar til sóma. Þegar þessir sjómenn fengu í gegn ákveðið launaálag vegna siglingar á Bretland á þessum manndrápstímum, þá lét einn af þessum pólitíkusum þau niðrandi orð falla í garð þessara manna og kallaði álag þetta "hræðslupeninga " Kjarkmaður þessi pólitíkus, fjarri allri áhættu. Faðir minn sigldi meira og minna með fisk á Bretland árin 1940-1943...það voru ekki alltaf áhyggjulausir tímar á því heimilinu þessi árin.
Þetta eru áhugaverðar samantektir hjá þér Ólafur R. takk fyrir það
Sævar Helgason, 30.9.2007 kl. 23:21
Áhugaverð samantekt og hugleiðing Óli, takk fyrir hana....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.10.2007 kl. 11:45
Já Sævar!Það er með einsdæmum hvernig þessi þjóð,sem átti allt undir sjósókn komið,hefur komið fram við sína sjómenn.Ég þakka þér fyrir að minnast á"hræðslupeningana"Ég man eftir að lesið um þá.Nú virðist margt benda til að sjómenn verði óþarfir.Komnir í"útrýmingarhættu"Einhverstaða stendur í kvæði:"--að flytja þjóðinni auð/sækja barninu brauð/færa björgina í grunn undir framtíðarhöll.Framtíðarhöllin er af öðrum toga í dag.Íslenskir sjómenn hafa lagt laufblöð í óvisnanlegan heiðurssveig um karlmennsku og manndóm.Nú virðist allt benda til að þeir fari að verða óþarfir.Þessvegna tel ég að við þessir sem höfðu þetta að aðalatvinnu VERÐUM að standa vörð um minningu þessara manna.Myndum"hollvinafélag"sjómannadagsins t.d Mér finnst það íslenskum yfirvöldum í sjávarútvegsmálum til eilífðar skammar að happaskipið "B/V Ingólfur Arnarsson" skildi seldur í teskeiðar til Spánar.Gera menn í dag,sér grein fyrir að þegar þetta hann kom fánum prýddur inn á höfnina í Reykjavík þ 18 febrúar 1947 þá var þetta alfullkomnasta fiskiskip í heimi t.d fyrsta fiskiskip í heimi með radartæki.Svo svo til að bíta höfuðið af skömminni var ekki minnst á þetta á síðasta Sjómannadag eða yfirhöfuð á þessu ári.Svo þakka ég hlý orð hér að framan í athugasemdunum
Ólafur Ragnarsson, 1.10.2007 kl. 12:48
Sæll, Óli Ragg sendi þér linka, pósturinn minn er redlion@isl.is
Hræðslupeningarnir voru skattlagðir sérstaklega 1946 - 1947 á skattaskrána frá þessum árum það er getið um t,d pabba og afa.
Sv Sigurjón
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_World_War_II_ships
http://home.cc.umanitoba.ca/~wyatt/wrecks.html
http://members.iinet.net.au/~gduncan/maritime-1b.html
http://www.wilhelmgustloff.com/
Rauða Ljónið, 2.10.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.