Ofviðrið í jan 1952

 

Ég "bloggaði"um daginn um "Flying Enterprise"og örlög þess.Dagurinn var 4 janúar 1952. Suður á Atlantshafi geysaði ofviðri "Flying Enterprise" á hliðinni suður þar og Gullfaxi Flugfélagsins var veðurtepptur í Prestvík.Frá Akranesi reru 4 bátar aðfaranótt  hins 5 jan þrátt fyrir slæmt útlit.En spáin var :"Suðaustan kaldi fram á morgun,en þá líkur fyrir að hvessti á SA með snjókomu.Bátarnir voru:Sigrún,Fram,Valur og Ásmundur.Haldið var á svokallaða"Norðurslóð"ca 20-30 sml NV frá Akranesi.Á Sigrúnu AK 71 sem var nýlegur 65 tonna bátur byggður í Danmörk 1946(í eigu Sigurðar Hallbjarnarsonar h.f á Akranesi)byrjuðu menn að leggja línuna eftir 3ja tíma stím og tók það um 1 tíma.Þegar því lauk og verið var að setja út endabaujuna vildi ekki betur til en svo að færið lenti í skrúfuna .Guðmundur ((Jónsson) skipstjóri  stöðvaði vélina af bragði,færið skorið frá og síðan haldið að næsta flotholti.Þegar hér var komið var komið SA hvassviðri og sjór allmikill.

 Guðmundur Jónsson t.v stóð við stýrið allan tímann sem þeir börðust við ofviðrið og hvað sem á gekk sást honum aldrei bregða.T.h áhöfnini á mb Sigrúnu.Fremriröð frá v Þórður Sigurðsson stm.Guðmundur Jónsson skipstj.Gunnar Jörundsson 1sti vélstj.Aftari röð frá v.Ásgeir Ásgeirsson matsv.Trausti Jónsson hás.Kristján Fredriksen 2ar vélstj.Myndin sem tekin  var af þeim félögum nokkru eftir hrakningarnar er tekin úr bók Sveins Sæmundssonar"Menn í sjávarháska"

Meðan Sigrún sigldi að næsta bóli og mennirnir fengu kaffi herti veðrið  mikið.Vindurinn hafði snúist og og var nú komið SV rok sjólagið versnaði þegar SV stormurinn skall á austanöldunni.Þetta er að hluta tekið úr bók Sveins Sæmundsonar.Menn í sjávarháska(útgefinni1966)Síðan er lýst  ótrúlegum baráttu skipverja fyrir lífi sínu.Skipið fékk á sig hvern brotsjóinn á fætur öðrum.En með ósegjanlegum dugnaði og miklum sjómannshæfileikum tókst Guðmundi og skipshöfn hans að halda bátnum á floti.á einum stað stendur m.a:"Veðrið var nú orðið ofsalegt og sjólag með versta,sem gerist.Brotsjóir risu og hnigu."Brú bátsins fylltist og talstöð varð óvirk.Þessa nótt bar Sigrúnu SV yfir Faxaflóa og kl 6 á sunnudagsmorgunn höfðu bátsverjar landkenningu.þeir sáu vita aftur út og taldi Guðmundur að um Garðskagavita væri að ræða.Þeir myndu því vera í Miðnessjó.Síðan segir m.a:"Ennþá var veðurofsinn slíkur að Guðmundur taldi óráðlegt að snúa skipinu undan,Með morgunskímunni lægði veðrið heldur,þótt enn væri stórviðri.

                       

Ekkert sást til lands vegna særoks og myrkurs er þeir hófu undirbúning að siglingu heim á leið..Þeir tóku rúmdýnurnar,gegnvættu þær í olíu og bundu færi um.Um áttaleytið snéri Guðmundur skipinu undan og hélt með mjög hægri ferð skáhallt undan veðrinu með stefnu næst norðri.Um leið létu bátsverjar dýnurnar fyrir borð og festu færin afturá.Olían smitaði og lægði sjóina sem komu æðandi á eftir skipinu,en þessa naut of skamma stund við"Þórður(Sigurðsson stm)hafði brotist upp á brúarþakið til að reyna að sjá til lands.Allt í einu reið brotsjór á skipið stb og kastaði því á hliðina .Kristján(Fredriksen 2 vélstj)sem staddur var í stýrishúsinu sér er Þórð tekur út  af þaki stýrishússins og lætur Guðmund vita um að Þórð hefði tekið fyrir borð.Svo segir m.a:"það sem skeði á næstu mínútunum er næstum því yfirnáttúrlegt"Síðan segir frá þegar þeim tekst með harðfylgi að bjarga Þórði sem var orðinn meðvitundarlaus þegar þeir náðu honum.En lífgunartilraunir báru árangur og komst Þórður fljótlega til meðvitundar aftur og hresstist brátt.,

 

Síðan hélt ferðinni áfram í æðandi brotsjóum.Þegar bjart var orðið var rokið hið sama,V/B Sigrún sigldi með hægri ferð skáhallt undan veðrinu og snögglega versnaði sjólagið til muna og taldi Guðmundur þá komna í Garðskagaröstina.Þarna varð darraðardansinn en ferlegri en þar sem þeir höfðu verið fyrr um morgunninn.Þeir höfðu fengið á sig 3 brotsjói í þessum róðri.Síðan segir í bók Sveins:"Hverjar sem hugsanir skipstjórans hafa verið er þeir sigldu austur yfir Garðskagaröst í trylltum ham,þá sá honum enginn bregða,né heldur í annan tíma í þessum hrakningum.Eftir nokkurn tíma breyttist sjólagið aftur til hins betra og Guðmundur og menn hans sáu að allt hafði verið rétt sem hann hafði sagt um siglinguna"Rétt á eftir fann Varðskipið Þór bátinn og fylgdi honum til Akranes,Og síðan segir:"Og þegar Sigrún renndi inn á lygnuna fyrir innan enda hafnargarðsins á Akranesi um kl 17 á sunnudag voru um 2 hundruð manns komnir á bryggjuna til þess að taka á móti mönnunum sem svo sannarlega voru heimtir úr helju"

 

 mb Sigrún AK 71 að koma til hafnar á Akranesi sunnudag 6 jan 1952.Ílla útleikin.Myndin tekin úr bók Sveins

Af hinum bátunum er það að segja að M/B Valur kom aldrei að landi.

Valur AK sem fórst í veðrinu.Myndin tekin úr bók Jóns Björnssonar Íslensk skip 

En það skeði fleira í þessu fárviðri.V/S Eldborg MB 3 lá við bryggju í Borgarnesi er veðrið skall á.Áhöfninni tókst með harðfylgi að koma vélinni í gang og stýra skipinu upp í svokallaða "Samlagsfjöru"Það er óvíst um leikslok hefði skipið lent í sjálfu Brákarsundinu og í bardaga við Brákarsundsbrúna,.Ég fylgdist með þessu eftir að birti laugardaginn 5 jan. úr svefnherbergisglugga foreldra minna.

  null             Ég átti heima í húsinu sem ber yfir hvalbakinn á Eldborg á myndinni t,v á strandstað í Borgarnesi í Jan 1952.Til gamans þá fæddist ekki ófrægari maður en Ólafur Thors í þessu húsi.Sem var ráðherra þegar Sjómannadeginum var komið á fyrir 69 árum.

 

     Ég gæti verið einn af"guttunum"á myndinni til hægri.Myndirnar af Eldborginni á strandstað teknar úr bók"Hassa"um Eldborgina

 

Svo er veðrinu hafði slotað 7 jan þá var ég ásamt fleirum staddur við strandstað Eldborgar:Sést þá ekki hvar kemur skip inn fjörðinn og fer nokkuð óvanalega leið en rambar samt framhjá verstu skerjunum.Ástæðan sennilega sú að sjávarhæðin var mikin eftir þetta mikla SV rok.Nema hvað skipið nálgast nú þorpið á réttri leið.Menn með vit á skipum sögðu þetta togara og töldu að þarna færi rammviltur"tjalli"Þegar skipið er komið ca þvert af Rauðanesi(nes nokkuð vestar í firðinum en þorpið)snarbeygir það í bb og strandar á nesinu.

         Faxi ex Arinbjörn Hersir. Myndin úr bók Jóns Björnssonar

 

Slysavarnarmenn voru farnir að tygja sig til ferðar á strandstað og bjarga mönnum þegar uppgötvaðist að þarna var á ferðinni B/V Faxi(áður Arinbjörn Hersir)sem strokið hafði úr Hafnarfjarðarhöfn.Hann hafði sem sé slitnað þar frá bryggju og siglt aleinn yfir alla boða og sker inn í Borgarfjörð.Ótrúlegt.Kristján Gíslason vélsmiður sá kunni skipabjörgunarmaður náði svo báðum skipunum út óskemmdum.

 Hinn kunni skipstjóri Sigurjón Einarsson oft kenndur við B/V Garðar keypti ásamt Jóni Gíslasyni útgerðarmanni í Hafnarfirði togaran Arinbjörn Hersir og skírðu hann Faxa,Á myndinni sést hann í brúarglugganum og skipshöfnin fyrir framan spilið.Sigurjón var einn af helstu baráttumaður fyrir Sjómannadeginum sem ósvífnir"auraapar"vilja nú feigan.Myndin úr æfiminningum Sigurjóns

Í sambandi við þessa frásögn hér að framan þá finnst mér það lýsa auðvirðilegri lákúru við minningu þeirra manna sem þarna börðust við ofureflið og höfðu sigur í þetta sinn með dugnaði.snilldar sjómennsku og ósérhlífni.Og fleiri dæmi má nefna um menn sem höfðu sigur þar má nefna t.d hrakningar M/B Kristjáns 1940.Björgu 1948.og fl og fl.

         

Að ég tali nú ekki um þá sem þarna létu lífið sem og í öðrum sjóslysum. Hvernig nokkrir menn blindir af fégræðgi ætla sér að eyðileggja þann minningardag sem Sjómannadagurinn er,um hetjulega baráttu sem oftar enn ekki enduðu með ósigri.Þótt sumir af þeim"drullist"til að gera vel við sitt fólk á einhverjum bæjarhátíðum Mér finst það stéttarfélögum sjómanna og bæjaryfirvöldum á þeim stöðum sem útgerð er,það til háborinnar skammar að leyfa þessum mönnum að fótumtroða minninguna um þá menn sem lögðu lífið að veði til að framfleyta þessari þjóð.Og sannarlega lögðu grunnin að auði þessara "aurafífla"

 

Sjómannadagurinn á ekkert frekar að vera einhver skemmtihátið sjómanna heldur og ekki síst minningardagur um þá sem ekki höfðu þá gæfu með sér að ná landi.Kært kvödd.

Ps:þær myndir sem engar skýringar eru við eru teknar af netinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

mjög góð grein og niðurlag greinarinnar er með þeim hætti að ætti að vekja menn til umhugsunar um þá virðingu sem, við sýnum arfleyfð okkar og þeim sem hafa skapað grundvöll þeirra lífsgæða sem við njótum í dag.

Jóhann Elíasson, 11.9.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Ólafur góð grein hjá þér og innlegg.

Veit ekki betur en Óli Garðar og Faxi hafi verið sitt hvort skipið, Óli Garðar endaði sína daga í Fossvoginum þar sem hann var rifin niður í brotajárn.

Kv. Sigurjón Vigfússon           S 555-0101

Rauða Ljónið, 11.9.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ja nú var Óli Ragg tekinn í "landhelgi"Eftir ábendingu Sigurjóns hér að ofan,sem er sonarsonur hinns kunna afla-og baráttumanns Sigurjóns Einarssonar þá fór ég að athuga málið betur.Þá kemst ég að því að ég hef miskilið frásögn Sigurjóns þegar hann er að tala um skipin Óla Garða og Faxa.Hélt að hann væri að tala um eitt og sama skipið.En það var öðrunær hann var að tala um 2 skip.Hann segir bara ekki hvað Faxi hét áður en þeir Jón keyptu hann.Eftir við tal við Sigurjón Vigfússon rifjaðist upp fyrir mér að menn töluðu líka um á sínum tíma að Gamli Arinbjörn Hersir væri komin til fundar við Egill Skallagrímsson,sem hann baðst griða fyrir hjá Eiríki konungi á Norðimbralandi manns Gunnhildar þeirrar sem "lét seið efla og lét það seiða að Egill Skallagrímsson  skyldi aldrei ró bíða á Íslandi"eins og segir í Egilssögu.Ég er búinn að rétta þetta til í blogginu og biðst afsökunnar á þessum misstökum.

Ólafur Ragnarsson, 11.9.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kvitta fyrir gott eins og alltaf

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.9.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, aftur Óli Ragg  hér er síða með Enskum og Íslenskum togurum  myndir.  

http://www.fleetwood-trawlers.connectfree.co.uk/gallery.html

Kv, Sigurjón Vigfússon 

redlion@isl.is 

Rauða Ljónið, 11.9.2007 kl. 21:57

6 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Ólafur, Georg bloggvinur þinn benti mér á að skoða síðuna þína, virkilega athyglisverð og skemmtileg síða.

kveðja, 

Grétar Ómarsson, 12.9.2007 kl. 23:50

7 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Heill og sæll. Mjög áhugavert. Skoða má gamlar myndir af skagabátum meðal annars þeim sem hér eru nefndir á vef ljósmyndasafns Akraness. Þar er sérstakur flokkur yfir báta og skip.

Í sumar átti ég þeirrar ánægju aðnjótandi að taka við stórgjöf frá Hafsteini Jóhannssyni kafara en það voru myndir sem hann gaf safninu af bátum sem hann tók á sjöunda áratugnun. Gerði það sem formaður menningar- og safnanefndar Akraness. Vonandi komast þær sem fyrst á vefinn.

Enn og aftur takk fyrir. Sendu mér svo símanúmerið þitt Óli. Er með tölvupóst magnushafsteins@simnet.is

Magnús Þór Hafsteinsson, 12.9.2007 kl. 23:56

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mjög skemmtileg skrif hjá þér Óli og ekki skemma myndirnar þau. Takk fyrir kærlega og endilega meira af svo góðu.........

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.9.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband