Póli-tík

 

 

    null              

 

"Ein gagnlegasti lærdómur sem lífið hefur kennt mér er að þöngulhausarnir hafa oft rétt fyrir sér".Þetta á ekki ómerkari maður en Sir Winston Churchill að hafa sagt einhverju sinni.Síðustu daga/vikur hafa framámenn í þjóðfélaginu sem hlynntir eru Bakkafjöruhöfn farið"hamförum"í áróðri sínum fyrir þessum framkvæmdum.M.a aðstoðarmaður ráðherra samgangna og stjóri bæjarmála í Eyjum.

                           

Báðir þessara manna hafa aðeins nefnd einn mann til sögunnar sem andstæðing þessara framkvæmda þ.e.a.s Grétar Mar.Stjóri bæjarmála í Eyjum endar grein sem hann skrifar í "Fréttir"(bæjarmálablað í Eyjum) með þessum orðum."Dómsdagsspár sjálfskipaðra sérfræðinga eru ekki til þess fallnar að verða til stoðar,frekar en innantómir fagurgalar.Vöndum okkur því ábyrgðin er mikil:"Í sama blaði skrifar einn sá maður sem ég myndi telja hafa meira vit á Bakkafjörumálinu en fyrrgreindir meðmælendur málsins til samans og ég veit að Grétar fyrirgefur mér þó að ég fullyrði að fyrrgreindur maður hafi meira vit á staðháttum þarna en hann.

 

                                        

Þessi maður sem hefur ekki setið á sínum skoðunum á þessu máli segir m.a. í þessari grein sinni""Verði farið af stað með litla 500 metra sinnum 10 metra háa sjávarnargarða sem hannaðir eru samkvæmt skýrslu Siglingarstofnunar,er betur heima setið en af stað farið.Þar sem litla ferjuhöfnin verður sífellt full af sandi eða ófær vegna veðurs og brims þar sem hún er staðsett inni í brimgarðinum og nær ekki út fyrir rifið.Ætla starfsmenn og hönnuðir Siglingarstofnunar að vera ábyrgir fyrir því að frátafirnar á ferjusiglingum Herjólfs í Bakkafjöru,í litla og ófullkomna höfn,verði ekki meiri en nú eru á siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar""Svo mörg voru orð þessa þaulvana skipstjórnarmanns sem stundað hefur sjó úr Eyjum um árabil.

 

Ég hef ekki skilið þennan"Dómdagsspámannsstimpill"sem Grétar Mar er búinn að fá á sig frá títt fyrrnefndum 2 herramönnum.En það getur hreinlega komið honum vel.Það má taka það svo að hann sé eini maðurinn sem kannske hægt sé að taka mark á.Hinir séu ekki svara verðir.Mér fannt það dálítið broslegt að stjórn bæjarmála í Eyjum hélt blaðamannafund um borð í einu af hinum nýju og glæsilegu fiskiskipum sem nýlega eru komin þangað.Hvers eigandi lét þau orð falla um tilvonandi framkvæmdir í samgöngumálum,að þau væru það sem danir kalla"humbug"Hann tók samt ekki svona til orða en ég man ekki lengur orðið sem hann notaði en ég man að meiningin var á þessa vegu.Ég hef haft mínar áhyggur af þessari tilvonandi höfn sem ég byggi á minni reynslu frá höfnum þar sem mikið brim er útifyrir.

 

                              

Og ég veit að ég deili þeim áhyggum með mér,miklu reyndari skipstjórnarmönnum um að í miklu brimi gæti maður rekið"afturendann" svo niður að stýri og skrúfur löskuðust og skipið yrði stjórnlaust.Við skulum hafa það hugfast að tilvonandi skipstjóri verður að koma inn í höfn sem hvorki hann né aðrir  þekkir og með skip sem hann er ekkert farinn að þekkja á.Ég á góðan kunninga í Siglingastofnun sem er hlynntur málinu og ég hef hlustað á hans rök og get fallist á nokkuð af þeim.Einnig hlustaði ég á aðalhönnuð hafnarinnar í sjónvarpinu í gær,að mig minnir og mér fannst hann komast vel frá því viðtali.Og ég veit að hann hefur beðið samstarfsmenn sína að skrifa niður öll rök fyrir framkvæmdinni hvort þau séu með eða á móti sem falla er menn skoða líkanið.Þessi maður var ekki með neina sleggudóma um menn sem ekki eru sammála honum og kalla þá"Dómsdagsspámenn"

                          

Það er oft svo að þegar menn vantar rök þá grípa þeir til skítkasts.Ég skora á menn að ræða þessi mál án nokkura fordóma eða hnútukasta.Fá álit sem flestra skipstjórnarmanna og þá á ég við skipstjórnarmenn hvaðanæfa að.Hvað segja t.d.skipstjórar sem siglt hafa mikið á ströndinni hérlendis.Hvað segja t.d. ferjuskipstjórar frá Hanstholm og fleiri höfnum sem aðstæður gætu gætu verið líkar þessari fyrirhugaðri höfn.Hvað segja t.d.núverandi  og fv skipstjórar á"Herjólfi"Við skulum láta stóru orðin og flokkadrættina(og kannske sumarhúsamálin)víkja fyrir málefnalegri umræðu.

 

                 

Myndirnar eru allar teknar án leyfis af "Shipspotting.com"nema Bakkafjöruuppdrættirnir

Bertrand Russel á að hafa sagt eitt sinn"Það versta við veröldina er að þeir heimsku eru ávallt vissir í sinni sök en þeir vitru eru fullir efasemda""Kannske full djúpt í árinni tekið og þó.Ég vil enda þessar vagngaveltur mínar með orðum Bæjarstjóra í Eyjum er hann segir:""Vöndum okkur því ábyrgðin er mikil""Undir þau orð tek ég.Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband