24.8.2007 | 00:56
Ferðasaga 4
Ég skildi við ykkur í Galvestone,eftir mikið"skuespil"þar.Næsta höfn var Puerto Limos i Costa Rica.Á leiðinni kom skeyti frá útgerðinni um næstu lestun en hún var "Full//bekvem last af Greenheart lumber.Georgtown/Glasgow"Einnig kom skeyti þar sem okkur var hælt í hástert yfir góða skipulagningu á þeirm farmi sem við vorum að klára að losa,Og ég veit að skipið fékk fleiri svona túra eftir að ég hætti.Og er faktíst í "timecharter"hjá sömu aðilum.
Kvöld í Carrabean Frá Costa Rica Myndir teknar í óleyfi af "Netinu"
Við komu til Puerto Limos að kveldi 2nnars jóladags og vorum aðeins 2 tíma í höfn.Við fengum leiðindaveður til Georgstown og komum þangað 5 jan 2004.Greenheart er trjátegund sem (að ég held)aðeins vex í Guyana og í Belize.Þetta er mjög harður viður og er svo þungur í sér að hann sekkur.Greenheart er t.d.notað í undirstöður járnbrautarteina og í bryggjur.Hann mun vera á válista S.Þ um tré í útrýmingarhættu.Það er mikið hægt að skrifa um Georgtown.Og ekki á færi svona staula eins og ég er í skrifum.
Þinghúsið í Georgtown Fiskimaður á Demerara River Brú yfir Demerara River
Myndir af netinu
Georgtown liggur við Demerara River.1966 fékk landið sjálfstæði.Fyrst voru sósjalískar stjórnir við völd sem hafa kannske ekki tekið málin nógu föstum tökum.Og ef Skotinn (eigandi farmsinns)vinur minn er traust heimild náðu nokkrir"gæðingar"tökin á öllu sem máli skifti Auðsjáanlega hefur verið gróska í öllu þarna það bera hálfhrunin mannvirki á öllum sviðum merki um.Hver á aðalsökina ætla ég mér ekki að dæma um.Eigandi,farmsins fyrrnefndur Skoti var staddur þarna.Bara til að fá farminn keyptan þurfti hann að setja peninga inn á bankareikninga í Sviss einskonar mútur.Síðan þurfti hann að semja um verðið og borga farminn áður en afhending ætti sér stað.
Bryggjumyndir frá Georgtown.Mínar myndir
Oft þyrfti hann að bíða eftir afhendingu.Þarna fer maður ekki í land öðruvísi en með vopnuðum verði.Glæpir eru mjög algengir þarna.Almenningur sýpur dauðan úr skel meðan auðmennirnir velta sér uppúr peningum.Mig minnir að verkamenn vinni sér inn 5 dali á dag.En verðlag er í lægra lagi og vegna þess fór ég einn daginn aðeins í land til að kaupa mér T- shirts og stuttbuxur sem lítil not hafa orðið af vegna þess sem síðar skeði í heilsufarsmálum.Ég hafði komið nokkrum sinnum til Georgtown(sigldi þangað t.d nokkrar ferðir með "Rís")en aldrei haft tíma til að fara í land.
Gamlir og yfirgefnir dallar
Og svo bauð Skotinn okkur Andrési í kvöldverð með farmseljendunum eitt kvöldið.Þeir komu í stórum Mesedes bílum akfeitir með gullhringi á flestum fingrum og gullsnúrur um hálsinn.Illskiljanlegir hvað ensku snerti..Svo komu 2 af þeim um borð meðan á lestun stóð og ég átti mátt með mig þegar verið var að hjálpa þessum"drekum"um borð.En þarna virtist allt vera í niðurníðslu sama hvert litið var.Hrunin hafnarmannvirki eru minnismerki um blómlegt líf við höfnina
Sennilega 2 gamlir"danir"Lady Zai til vinstri Marline í miðju og svo gamall "landi" Albert 1 ex Eldvík en þessa mynd tók ég Í Georgtown í einni af mínum fyrri ferðum þar.
Ömurlegt satt að segja.Einhversstaðar stendur að"Það eru ekki minnismerkin sem segja okkur söguna.Það eru rústirnar""Það má kannske segja um Georgetown.Hvarvetna blasa við manni rústir verksmiðja og leifar af blómlegum iðnaði.
Mörg "stykkin"vógu um og yfir 30 tonn og þau urðum við að taka með báðum bómmunum.
Þetta var dálítið erfið lestun.Komið var með tréð á prömmum.sem stundum þurfti að taka frá og koma með annan í staðin með passandi tré.Málbandið mikið notað.Öll trén sem eru sneidd eru höggvin til með öxum.
Við bryggju í Georgtown í nógu að snúast
Skotinn vildi meina að eftir að"innfæddir"tóku við völdum þá hafi þeir hirt allan ágóða af iðnaði og námugreftri en ekkert gert til að halda hlutunum við.
Lega Gyuana Þennan fengum við á leiðinni þangað en við höfðum yfirleitt færi úti á siglingum og fengum oft á krókinn T,d sverðfisk eins og þennan,gullmarkril og túnfisk.Allt án kvóta
Lestunin gekk vel og allir voru ánægðir.Hún tók 5 daga og fórum við frá Georgtown þ 9 jan 2004.
Við komum svo til Glasgow þ 25 jan eftir viðburðarlitla ferð.Þá þegar höfðum við fengið að vita að skipið átti að lesta aftur til Falklandseyja.Í Glasgow fórum við Andreas skipstjóri í frí.Hann eina ferð eins og ég ætlaði líka en ég var sleginn út af laginu um tíma af þeim leiða sjúkdómi Krabbameini.Þetta varð svo síðasta sjóferð mín til Carrabean Sea.
Þessar myndir eru fengnar að"láni"af Netinu en þær eru fra Greenock(Rétt hjá Glasgow) þar sem við losuðum
En Andreas er enn skipstjóri á Marianne Danica og siglir nú í "timecharter"hjá sömu aðilum sem áttu IMO farminn forðum.Hann átti líka eftir að fara nokkrar ferðir til Falklandseyja.Lesta svo í Brasilíu til Carrabean og svo lesta Greenheart lumber í Georgtown.
Frá Greenock og Glasgow sjálfri Myndirnar fengnar að láni af Netinu
En skipstjórinn sem leysti hann af í Glasgow forðum heitir Niels Nielsson og er það í síðasta skifti sem ég hef séð hann,en hann var að losna úr "gíslingu"sjóræninga í gær.En hann er nú skipstjóri á"Daniva White"Eftir að hafa náð mér nokkurn veginn af"krabbanum"og byrjað að sigla aftur og vonast til að komast á mitt góða skip"Marianne Danica"varð ég að látra í minni pokann þar sem"pumpan"bilaði.Svo núna sit ég og læt hugan reika til baka.Reyni að koma orðum að þessu reiki ef einhver hefði smá ánægju af því.Á milli þess sem ég reyni að"rífa"kjaft yfir ýmsu sem fellur ekki að þeim skoðunum sem ég leyfi mér að hafa og fáir hafa áhuga á
Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 535992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur sannarlega verið viðburðaríkt og skemmtilegt að sigla í "Karabíska hafinu". Þær hafa verið fróðlegar og skemmtilegar ferðasögurnar þínar og maður hefur beðið í ofvæni eftir þeirri næstu.
Jóhann Elíasson, 24.8.2007 kl. 07:00
Sama segi eg þetta er flott og maður er hufangin biður eftir meiru/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.8.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.