Lögregla m.m.

 

                             

Ég hef áður hælt Geir Jóni Þórissyni.Mér finnst hann komast vel frá sínu starfi.Mér finnst hann heill og samkvæmur sjálfum sér.Og hann er þeim eiginleika gæddur sem mér finnst vanta svo mikið hjá flestum stjórnendum hjá "Ríkisbatteríinu" að geta viðurkennt það,ef mistök verða hjá hjá viðkomandi stofnun.

     

Til hægri Geir Jón í glímu við Gísla Óskars á Þjóðhátíð 1975.Myndin tekin í leyfisleysi af heimssíðunni WWW:heimaslóð.is

Ég man eftir einum af ónefndum forvera hans í þessu starfi sem aldrei gat viðurkennt að neitt væri aðfinnsluvert. hjá sínum mönnum.Þótt að margt benti þess gagnstæða.Geir Jón virkar þannig á mig allavega að hann geti frekar verið mannasættir heldur en hitt..Mér eru minnistæðir lögreglumenn í bæ úti á landi þegar ég var ungur og  Bakkus var mitt"idol" Það voru 4 almennir löggæslumenn í þessum bæ.2 voru ornir vel fullornir en hinir 2 töluvert yngri.Þeim var yfirleitt skipt þannig niður á vaktir að þeir eldri voru saman á vakt á móti þeim yngri.

                         

Þessar myndir hafa ekkert með efnið að gera annað en að þær eru teknar af heimasíðu lögreglunar og náttúrlega án leyfis.

Það voru oft böll um helgar og í landlegum í öðru eða báðum samkomuhúsum þessa bæjar,Það brást aldrei að allt var snarvitlaust í slagsmálum og látum þegar þeir yngri voru á vakt en það hreyfði sig varla nokkur maður er hinir áttu vaktina.Þeir yngri óðu yfirleitt með kylfurnar á lofti að mönnum sem voru kannske að gera sig klára í slagsmál en hinir komu að svipuðum atvikum með sínum rólegheitum og oftast tókst þeim að stilla til friðar áður en eitthvað varð úr orðahnippingum.Ég upplifði það sjálfur er þjónustuferill minn hjá Bakkusi stóð yfir hvernig lögregluþjónar gátu sett allt á annan endan með sinni framkomu..Ég einhvernvegin upplifi Geir Jón þannig að hann sé með það á hreinu hvernig á þessum málum eigi að taka.

                                          

 En mikið vorkenni ég æðsta yfirmanni hans ráðherra dómsmála.Sem aldrei hefur gert misstök og er í mínum huga sá sjálfumglaðasti maður sem ég þekki til.Ekki það að ég þekki hann nema af því sem frá honum kemur í ræðu eða riti..Enda geri ég ekki ráð fyrir að honum þætti ég samsvara hans stöðu í þjóðfélaginu""Og úr því þeir krossfestu þig Kristur / hvað gera þeir við ræfil eins og mig""Nú varð hinum þekkta grínteiknara Sigmund það á að særa tilfinningar hins tigna mans.Ég má bara ekki mæla. Hvernig dettur Sigmund í hug að gera svona ósvinnu.Ég ætla bara að vona að um þetta sé einhvernig veginn  hægt að kenna háum aldri hans um.Ég ætla líka bara að vona að Sigmund sjái að sér og teikni strax mynd af háttvirtum ráðherra þar sem "Geislabaugurinn"sjáist vel.

                       

Svo að öðru máli en skyldu upphafinu á greinini.Mér finnst Vilhjálmur "Borgó"komast nokkuð vel frá sínum málum,En þó er ég ekki sammála honum og fleirum sem vilja"Ríkið"burt úr Austurstræti.Og í því máli finnst mér satt að segja hann ekki vera samkvæmur sjálfum sér.Í Njálsgötu málinu(Dvalarstað fyrir útigangsmenn)hafði fólkið aðallega áhyggur af barnaleikvelli þar í grennd."Villi"afgreiddi það mál með að segja að vel yrði fylgst með þarna.Af hverjum? spyr ég.Og ég held að svarið sé:"af lögreglunni"Getur þá lögreglan ekki líka haft auga með að útigangsmennirnir séu ekki að ónáða fólk hvort það eru"túristar"eða bara venjulegt fólk sem ekki á í vandræðum með drykkju sína og þurfa að koma í"Ríkið"Nú er málið það að ég er mjög hrifinn af framtaki "Borgarinnar"í húsnæðismálum útigangsmanna.

                    

En ég er ekki viss um að Njálsgatan sé kannske alveg sá staður sem hentar slíku húsnæði.Ég á gott með að setja mig í spor "útigangsmanns".Var einn af þeim oft svona milli skipa o.sv.fr þegar samvinna okkar Bakkusar var sem mest.Ef að lögreglan er sýnileg við"Ríkið"og myndi ávíta mig og biðja mig um að hætta að vera að"betla"þarna annars myndu þeir"taka mig" þá færi ég af staðnum og leitaði færist annarstaðar.Nú svo yrði kannske komið uppí"bokku"og ég myndi fara að draga mig að næturstaðnum.Ég kæmi að barnaleikvellinum.Ég veit að mörgum af okkur þessum mönnum sem misst hafa þráðinn í lífinu og sem ekki hafa náð honum (þó að mér hafi tekist það)þykir verulega vænt um börn.Alveg án nokkurar ónáttúru.

 

Ég gæti vel ímyndað mér að mig myndi langaði tala aðeins við krakkana á eins heilbrigðan hátt og mér væri unnt.Ég gæti trúað af minni reynslu að flestir þessara manna séu góðmenni inní sér og vilji þessum börnum ekkert illt.En ef ég ætti t.d.barnabarn á þessum leikvelli væri ég ekki hrifin af slíku.Þegar ég fyllti þennan flokk þá lágu gamlir og yfirgefnir bátar og togarar við Ægisgarðinn.Mín"hótel"hétu t.d Bragi(af mörgum kallaður Ameríku Bragi vegna þess að hann var smíðaður þar)og Íslendingur.Ég hafði yfirgefið þennan mannlega"vígvöll"þegar "hótel Síríus"komst í gagnið.Öll þessi"hótel"voru yfirleitt fjarri mannabústöðum eins og sést á upptalningunni fyrir þá sem þekkja til Reykjavíkurhafnar.

 

             

Þessir menn áttu það allir sameiginlegt að vera skáld hver á sínu sviðinu og þykja sopinn góður.Til vinstri Eyjólfur kallaður ljóstollur.Síðan Modest Mussorgsky frægt drykkfelt tónskáld og síðan mynd af kápu á ljóðabók Vilhjálms frá Skáholti

 

Ég er mjög fylgandi dvalarstað fyrir utangarðsmennn.En nærvera við barnaleikvöll er kannske ekki alveg besti staðurinn.Það hlýtur að vera að hægt sé að finna hentugri stað.Þetta sagði Ólafur Þ Þórðarson eitt sinn í þingræðu""Það minnir á það að Vilhjálmur frá Skáholti orti ljóð utangarðs. Það er enn stefnt að því að utangarðsmenn skuli vera í þessari borg. Vissulega getur verið að það stafi af því sama og var hans meinsemd. Hann sagðist hafa vanrækt að vinna fyrir Ólaf Thors og Co"".En sýnileg löggæsla er heldur ekki nóg ef lögreglumennirnir eru ekki starfi sínu vaxnir.Þ.e.a.s kunna ekki að tala menn til og vera með einhvern óþarfa ofstopa .Ég veit líka að þeir þurfa oft að taka á sínum stóra sínum í sambandi við drukkið/dópað fólk.Og þessi heimur fer harðnandi og starf lögæslumanna síður en svo öfundsvert.En með þann yfirlögreglumann sem allavega er í Reykjavík finnst manni að hægt sé að horfa jákvætt fram á veginn í þessum málum.Ég vona að við eigum sem flesta Geir Jóna

Reykjavíkur breiður bær
bestu kostum hlaðinn,
- heilags anda blíður blær
breiðist yfir staðinn.

Þetta orti Eyjólfur "ljóstollur" um bæinn sinn

Og við skulum enda þennan pistil á orðum skáldsins sem kenndi sig við"Skáholt"úr kvæðinu Borg mín borg

Þótt aldrei muni óskir mínar rætast,

um öll þín bestu dýrlegheit ég syng.

Ég lofa það,sem líf mitt gerði sætast, 

þinn ljósa dag og bláa fjallahring.

Og ávallt hoppar hjarta mitt af kæti,

ef horfi ég á gullnu torgin þín

Ó,borg mín borg,ég lofa ljóst þín stræti

þín lágu hús,þitt gull og brennivín   

Ó,ljúfa borg,ég lofa einnig hrærður

loftið blátt- og drekk því gullna skál

því aldrei mun ég svo í fjötra færður

að fegurð þín ei gleðji mína sál

 

Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll, þetta er skemmtileg lesning og ég er þér innilega sammála að Geir Jón Þórisson stendur sig vel í sínu starfi, það mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar eins og þú raunar nefnir.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.8.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Skemmtileg lesning. Það er ekki hægt annað en að vera sammála þér um ágæti Geir Jóns, það þyrfti svo sannanlega að "klóna" hann og það í mörgum útgáum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.8.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband