1.8.2007 | 04:03
Munnræpa
Ég tek ofan fyrir Geir Jóni Þórissyni.Loksins,loksins kemur háttsettur maður undir Dómsmálaráðuneytinui og viður kennir að þar starfi mennskir menn.Viðurkennir að gerð hafi verið místök sem hann harmi.Alltof oft hefur maður þurft að hlusta á útþynntan vaðal af útskýringum á að engin mistök hafi átt sér stað.Mér finnst það alveg með endemum hvað valdamenn og/eða svokallaðir fyrirmenn í þessu þjóðfélagi hella af helberum þvætingi yfir almenning í landinu.Mér fannst Geir Jón komast vel frá Kastljósi kvöldsins.Og það á merkisdegi fyrir einn af forverum hans í starfi en í dag (31/8) eru 80 ár síðan Erlingur Pálsson synti hið fræga Drangeyjarsund
Ég held að æðsti yfirmaður,(ráðherra dómsmála) Geir Jóns ætti að fara með honum út í Drangey í tilefni dagsins og láta hann(Geir Jón)kenna sér í ró og næði hvernig menn viðurkenna mistök á hreinni íslensku og tæpitungulaust.Það er forkastanlegt hvað sumir af þessum fyrirmönnum bera á borð fyrir fólk með sæmilega greind,Manni dettur helst í hug Brytinn á Bessastöðum að tala niður í Svartholið þar,til þeirra félaga Jóns Hreggviðssonar,Ásbjörns og Hólmfasts.Hvernig þvættingurinn lekur út um bæði munnvikin,og kjafturinn á þeim gengur rangsælist´þegar þeir tala t.d hvernig heimsmarkaðsverð á bensíni hefur bara áhrif á eina bensínstöð úti á Kársnesi.Og hvernig"óþurftarlýður"espar fólk til að kjósa ranga menn í prófkjöri,að maður tali nú ekki um þann"rumpulýð"sem strikar yfir nöfn mætra manna svo þeir falla um sæti.Mér finnst þetta frekar ætti að kallast munnræpa heldur en það sem orðið stendur fyrir í dag en það er yfirleitt lyktarlaust.Því að af sumri ræpu,allavega leggur oft mikinn fnyk.
Allstaðar þar sem ég hef komið erlendis og menn hafa einhverja hugmynd um þetta littla sker norður í höfum þá hefur mér funndist fólk líta á okkur sem sæmilega vel upplýsta þjóð,Þess vegna er þetta furðulegt hvað sumir innfæddir ráðamenn telja sig hátt yfir okkur hin hafnir,Maður er kannske ekki að fara fram á það sama og Vilhjálmur frá Skáholti fer fram á er hann í kvæði talar við"sinn"herra:
"Hvað sem trú vor týndum sauði lofar
ef taglsins auðmýkt nær í hjartað inn
mig langar til,er tunglið færist ofar
að tala við þig eins og bróðir minn"
Mér eru minnistæð orð,Ingólfs þórðarsonar hins mæta og eftirminnilega kennara við Stýrimannaskólan,við einn af nemendum sínum sem viðurkennt hafði að frávera sín,frá prófi hefði stafað af afleiðingum glaums og gleði næturinnar fyrir prófið:"ja það er gott að ennþá skuli finnast menn á Íslandi sem viðurkenna í sér helv.... vitleysuna en þykjast ekki hafa étið eitraðar sardínur"sagði´ann.Mér finnst oft hroki við almenning smjúga hreinlega inn í merg og bein.Skelfing væri það nú uppörvandi fyrir menn sem komnir eru á efri ár og hafa unnið sínu landi vel að þessir svokallaðir mektarmenn færu að tala við þá eins og það væri meira á milli eyrnana á þeim en grautur sem ég hataði sem barn.
Gefum Vilhjálmi frá Skáholti aftur orðið:
"Sjá margoft hefur staðið styr um þeirra nöfn
sem státa sig um nætur í veislum betri manna
og lítið hafa syndgað og lítið gist í höfn
en lifa vel á gulli og elsku manna"
Ég var um tíma stm/skipstjóri hjá íslenskri útgerð.Eitt af skipunum var með svokallaðan"ramp"í skutnum þar sem hægt var að aka þungum farartækjum inn auk hliðarports þar sem lestað/losað var á lyftur sem fluttu vöruna eftir þörfum.Einnig var skipið búið 30 t krana,Eitt sinn þegar ég var skipstjóri var ég kallaður á fund forráðamanna útgerðarinnar.Ég var spurður hvort ég treysti mér til að snúa skipinu í vissri höfn þannig að skuturinn kæmi að bryggjunni,Það byðist flutningur á þungu tæki(sem ég man ekki lengur hvað var)til þessarar hafnar.
Ég sá engin vandkvæði á því en sagði í leiðinni að það væri best að hringa í umboðsmann útgerðarinnar í viðkomandi höfn og spyrja um bilið á milli bryggjupollana svo að öruggt yrði að rampurinn kæmist á milli þeirra,"Nei það er alveg óþarfi"var sagt"við eru búnir að tala við verkfræðingina hjá"Vitamál"og þetta á að ganga"Ekki meir um það.Skipið var lestað með tækið aftast við rampinn síða brettavara og gámar undir og uppá lúgunni,Nú til að gera lengri sögu styttri að þegar við vorum búnir að snúa skipinu í höfninni(sem var sú 1sta í ferðinni)komst ekki rampurinn niður.Of lítið bil á milli polla.
Það varð svo náttúrlega úr að við lögðum skipinu uppað eins og venjulega urðum svo að hífa alla gáma í land, keyra alla brettavöru sem var fyrir framan tækið einnig í land,svo að við gætum híft það í land.Allt þetta tók að mig minnir um 12 tíma.Sem ef,hringt hefði verið í ómenntaðan mann í staðinn fyrir spekingana hjá fyrrgreindri stofnun ekki tekið nema 1-1 ½ tíma Það hefði ekki verið neinn vandi að lesta skipið með tilliti til þessa.Hræddur er ég um að hefði einhver svona mistök orðið hjá óbreyttum starfsmanni eins og t,d mér hefði það getað kostað ja allavega miklar ákúrur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:45 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 536297
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst Geir Jón mjög góður í þessu viðtali í Kastljósinu, hann var málefnalegur og umfram allt annað hann var mjög mannlegur og hann ávann sér í þessu viðtali, mikið traust og virðingu. Því miður verður ekki það sama sagt um þann sem var í hlutverki þáttastjórnanda. Hann gerði ekkert annað en að reyna að finna eitthvað neikvætt til að velta viðmælanda sínum uppúr en sem betur fer stóðst Geir Jón allar þessar árásir, þannig að honum var mikill sómi að. En einhverra hluta vegna hlýtur Helgi Seljan að fara í ítarlega naflaskoðun og í framhaldinu að skoða vel hjá sér stefnuna.
Ólafur, það er ekki sama hver gerir mistökin Jón eða séra Jón.
Jóhann Elíasson, 1.8.2007 kl. 07:50
Já,félagi mín virðing fyrit Geir Jóni vex með árunum og þú hittirðu naglan á höhuðið með þetta með mistökin
Ólafur Ragnarsson, 1.8.2007 kl. 11:57
Góður pistill hjá þér Ólafur, mjög fínn og hvað Geir Jón varðar þá fer hann stöðugt vaxandi sem embættismaður. Í gamla daga þegar við vorum að klarera í Eyjum komandi úr siglingum, fannst manni hann stundum dunda sér full lengi við að "leita", alltaf án nokkurs árangurs, en alltaf kurteis. Góður embættismaður og sýndi það enn og aftur í gær....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.8.2007 kl. 12:30
Nú fæ ég tækifæri til að hæla sjálfum mér. Fátt veit ég notalegra en það.
Það er nefnilega langt síðan að ég fór að hafa orð á því að með ráðningu Geirs Jóns í þetta starf hefði lögreglan í Reykjavík blátt áfram skipt um andlit.
Það dylst engum að Geir Jón hefur flest það sem prýða þarf "andlit" lögreglunnar ef vel á að takast til með samskipti hennar við okkur borgarana.
Hann er prúður, þó einarður og ákveðinn og jafnframt vel að sér í almennum mannasiðum. Hann er laus við valdhroka, mannlegur og góðgjarn.
Engum dylst að greind hans er nokkuð vel yfir meðallag.
Frá honum stafar öryggi og viðfelldin nærvera.
Nú verð ég að taka fram að ég þekki manninn svo sem ekkert gegnum eigin kynni og álit mitt byggist einvörðungu af opinberri augsýn.
Þess vegna er þetta álit mitt auðvitað enginn endanlegur úrskurður.
Árni Gunnarsson, 1.8.2007 kl. 12:40
Takk fyrir innlitið félagar,og aftur og enn eru við sammála Árni
Ólafur Ragnarsson, 1.8.2007 kl. 14:06
Geir Jón er góður.
Sigurjón Þórðarson, 4.8.2007 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.