27.7.2007 | 20:31
Brugg og fl
Það eru til 2 tegundir af lögbrotum sem ég hef flækst í,íllu heilli.Önnur olli mér magakvillum og hin kvíða og fjárútlátum.Þessi lögbrot eru"brugg"og"áfengissmygl".Þær fáu tilraunir mínar til að brugga runnu allar út í sandinn því"bruggarinn"gat aldrei beðið eftir að sullið gerjaðist almennilega svo að þessar tilraunir ullu bara magakveisu ef eitthvað var.Hitt lögbrotið endaði í flest skifti með stórum fjárhagshalla á aðgerðunum.Ekki ætla ég mér að fara að hæla mér af þessum ósiðum heldur er meiningin að rifja upp nokkrar skemmtilegar(að mínu mati)sögur sem tengast þessum lögbrotum og ekki væri það verra að fá einhverjar góðar í athugasemdirnar.Við skulum byrja á brugginu.Einhverstaðar út á landi bjó maður sem þótti "snillingur"í faginu
Eitt sinn fær karlinn af því spurnir að sýslumaðurinn og löggan á staðnum séu á leiðinni til þess að ná í sönnunargögn gegn honum, leggja starfsemina niður og að handtaka hann.Hann brást við skjótt, tók bruggið og það sem hann átti eimað og hellti því í sjóinn,Síðan gróf hann stóra holu, setti eimingargræjurnar í hana og mokaði svo mikið yfir að ekki sást í tækin.Síðan tók hann gamlan og þreyttan hund, sem hann átti, skaut hann og setti ofan á allt í holuna og mokaði svo yfir.Hann var nýlega búinn að þessu þegar sýslumaður og löggan komu og það fyrsta sem þeir sáu var jarðraskið. Og var nú tekið til að moka.Þeir komu niður á hræið af hundinum og hættu þar með að moka. Ekki fannst neitt í þessari ferð en sagt er að þá hafi sá gamli tautað fyrir munni sér " Og allir sögðu að Tryggur væri með öllu gagnslaus" (en hundurinn hét Tryggur)..
Hinn mikli mannvinur og hugsjónamaður Júlíus Hafstein var sýslumaður á Húsavík.Jónas Sveinsson tengdasonur Júlíusar segir í bók sinni"Lífið er dásamlegt" 2 sögur af Júlíusi:""Einn haustmorgun fyrir birtingu kom Júlíus sýslumaður þar sem vörubílstjórar voru að hlaða vagna sína,í þann veginn að leggja af stað upp í sveit,gekk til þeirra og mælti svo hátt að allir heyrðu:"Mikil vandræði hvað þið eru snemma á ferli,piltar.Hann Björn Blöndal(löggæslumaður sem aðallega rannsakaði brugg.ath.mín)kemur hingað í dag og hefði líklega þurft að fá flutning fram í Reykjadal""
" Í annað skifti hafði Björn ekki gert boð á undan sér og var sestur inn á sýslumannskontór áður en nokkur vissi af.Júlíus heilsar honum opnar síðan dyrnar og kallar til konu sinnar að nú mætti hún til með að senda einn krakkan til ákveðins manns í kaupstaðnum(sem grunaður var um brugg.aths.mín)og kaupa hjá honum rauðmaga í matinn fyrir Björn Blöndal".Hannes Hafstein sonur Júlíusar segir í æfisögu sinni"Á vaktinni" "að Þingeyingar hefðu stundum sagt um pabba hans,að hann hafi verið"dómari hjartans""
Margar fleiri bruggarasögur kunni ég en er búinn að gleyma þeim.Af seinna lögbrotinu eru líka til góðar sögur.Einu sinni var ég á ónefndum nýsköpunartogara.Þannig var innréttingum á íbúðum í afturskipinu háttað að svokölluð ganering afmörkuði herbergin frá skipsíðunni.Það var faktíkst hægt að skríða bak við ganeringuna bak við öll herbergin í síðunum.En smálúgur(manngengar þó)voru svo í hverju herbergi út í síðuna.Á skipi því sem sagan er frá voru kokkarnir í káetunni aftast.Bræðslumaður og bátsmaður í klefa stb-megin þar fyrir framan,Í þeim klefa var lúgan í efri kojunni en þar svaf bræðslumaðurinn sem við skulum kalla"Sibba".Í koju stb-meginn í káettunni svaf 1st kokkur sem við getum kallað"Magga"Sibbi keypti oft smábirgðir af víni í Þýskalandi svona til að drýgja tekjurnar:þetta kom sér oft vel ef leitað var hafnar í brælum á miðunum
Maggi kokkur var mikið gefin fyrir sopan eins og fl.Stóð veislan oft yfir alla heimleiðina úr siglingu.Svo var það eitt kvöldið drykkjarföng þrutu áður en veislan hafði verið sleginn af.Maggi vissi af þessari aukabúgrein Sibba,Ákveður hann nú þarna um kvöldið að reyna að hnupla einni flösku af birgðum Sibba.Skríður hann nú út um lúguna sem var í hans koju og fram að birgðum Sibba,Eittvað svaf Sibbi laust því hann vaknar við þruskið og opnar lúguna.Rekur þá Maggi hausinn fram í lúguna og segir"Sæll Sibbi minn það er ræs"Hinn sem áttaði sig ekkert lokaði lúgunni og klæddi sig og skildi svo ekkert í af hverju kokkurinn hafi verið að ræsa sig og hvaðan hann kom til þess
Í gamla daga voru svokallaðir"servantar"í herbergjum yfirmanna á kaupskipum.Þetta leit út eins og skápur en samanstóð af 2 tönkum að ofan og neðan á milli var vaskur sem opnaðist út og svo var smá rör og krani úr efri tanknum sem í var yfirleitt hreint kalt vatn.Neðri tankurinn tók svo við óhreina vatninu þegar menn höfðu lokið sér af og lokað vaskinum því við það helltist úr vaskinum ofan í tankinn.Það var yfirleitt starf messastráksins að fylla á og losa.Svo var það eitt sinn að eitt af okkar futningaskipum kemur til Reykjavíkur.Brytinn stóð fyrir smá innflutningi á guðaveigum í sterkara kantinum.Hann hafði t.d þann háttinn á að hann fyllti ferskvatnstankinn í"servantinum"af 96% spíra.
Svo eftir að tollarnir höfðu lokið sér af var tankurinn tæmdur á flöskur.sem vinveittir fengu svo keypta á vægu verði.Nú vildi svo til að þeir könnuðust vel við hvern annan,tollarinn sem stjórnaði leitinni og brytinn.Brytinn var í þá tíð einn af 4rum æðstu yfirmönnum skipsins og vitanlega kom flokkstjóri tollarana til hans að yfirfara byrgðirnar.Brytinn býður honum sæti og uppá drikk sem tollarinn þiggur.Brytinn tekur upp fínustu sort af Whiskey og hellir í glösin,segir svo:"ég þarf að skreppa eftir blandi""Það þarf ekkert"segir tollarinn opnar servantinn og pumpar 96% spíra út í Whiskeyið.Einhverja eftirmála hafði nú þessi sterka blanda,nú sem ekki verða raknir hér.En þetta var fyrir tíma"flaska í vasan"málins
Einn skipsfélagi minn sem var heljarmenni að afli stóð í smáinnflutningi sem margir aðrir.Eitt sinn eftir að skipið hafði verið"klarerað"fór hann að bera innflutninginn í land og var að rogast með 2 handtöskur fullar af guðaveigum.Þá vill ekki betur til en svo að einn af tollurunum sem að vísu var góður kunningi hans kemur labbandi niður brygguna og á milli mannsins og bíls hans.Taka þeir nú tal saman en tollarinn var ein af þeim mönnum sem þótti gaman að tala um daginn og veginn,Sagði vinur minn mér það seinna að þetta hefði verið sú mesta þrekraunum sem hann hefði lent í því hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að setja töskurnar niður af ótta við að glamrið í glerjunum kæmi upp um hann.Ekkert sem hér hefur verið skrifað er til að særa neinn eða gera lítið úr einhverjum eða neitt í þá átt.Ef einhver sem skyldi nenna að lesa þetta rugl og luma sjálfur á skondinni sögu um þetta efni þá væri gaman að fá hana í athugasemd.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fór nú einu sinni á lyftara að spænsku skipi þarna í eyjum og sótti innkaup dagsins hjá mér og fleirum. Það var fullt vörubretti af San Miguel. Borgað með úrvals saltfisk úr Vinnslustöðinni. Er það ekki örugglega fyrnt?
Ævar Rafn Kjartansson, 27.7.2007 kl. 21:39
Þetta er ábyggilega fyrnt.Nokkrir af dönsku skipstjórunum sem ég sigldi með hældu mikið"vöruskiftamarkaðnum"á Íslandi
Ólafur Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 21:59
Ég hætti til sjós 16 ágúst 1986 ,þannig að allt sem ég gerði fram að þeim tíma er löglega fyrnt.
Jóhann Elíasson, 27.7.2007 kl. 22:34
Góðar þessar, segið þið svo að í gamla daga hafi allir verið heiðarlegir.
Ragnar L Benediktsson, 28.7.2007 kl. 14:02
Eina sögu kann ég um refsigleði Júlíusar Havsteen. Fátækur og gamall trillukarl, Sigurður að nafni var sakaður um að hafa skotið æðarfugl. Kærandinn sótti málið fast og sýslumaður sá sér ekki annað fært en að rétta í málinu. Áskilin viðurlög voru þau að gera skotvopnið upptækt, en það þótti sýslumanni reyndar grábölvað því byssulausum vissi hann að Sigurði yrði lífsbjörgin erfið.
Einhver góðhjartaður fann það út að erfitt yrði að sanna um hvaða byssu hefði verið að ræða þegar brotið var framið og annarhvor þeirra hafði undir höndum gamlan og ryðgaðan byssuhólk sem gleymst hafði að fleygja.
Með þennan grip mætti svo Sigurður til sýslumanns og afhenti honum til fullnustu dómsins. Sýslumaður tók við gripnum, varð kíminn á svip og mælti:
"Þér hafið greinilega ekki skotið þessa æðarkollu nýlega Sigurður minn."
Ekki munu hafa orðið önnur eftirmál af þessu skelfilega lögbroti.
Árni Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 15:46
Gamall en brottgenginn mikill vinur minn Stefnir Þorvalds kunni margar sögur af þessu mikla ljúfmenni Júlíusi.Ein var eitthvað á þá leið að Júlíus var að rétta yfir manni í faðernismáli eiginlega málum, því að 2 stúlkur áttu að að hafa borið á hann faðerni barna sinna sem fæddust á sama degi.En þær áttu heima í sitt hvorum enda sýslunnar.Samgöngur ekki eins greiðar og í dag.Maðurinn gekkst við báðum króunum.Júlíusi lék forvitni hvernig hann hefði borið sig að hvað varðaði"transport".Ég á reiðhjól."var svarið"það er gott að þú ert ekki búinn að fá þér mótorhjól góði"á sá"gamli að hafa sagt.
Ólafur Ragnarsson, 28.7.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.