25.7.2007 | 23:00
Láta sníða af sér fótinn
Ég hef leyft mér að setja út á aðgerðir þessa hóps sem kalla sig"Saving Iceland"mér varð á að kalla þennan hóp"trúða"vegna klæðnaðs sem mér virtist þetta fólk bera.Nú,ég hef fengið athugasemdir þar sem mér er sagt að þetta séu menntuð ungmenni.Ekki ætla ég mér að bera brigður á það.En einu sinni á Somerset Maugham að hafa sagt.:""Lærdómurinn gerir okkur ekki vitra,Hann gerir okkur bara lærða""
Í dag fór ég inn á blogg hjá NN þar sem hann segir eitthvað á þá leið að þeir sem séu á móti þessum samtökum sé:"innantómt auðvaldsdindlalið".Mér kær bloggvinur gerði athugasemd hjá mér í gær þar sem hann segir m.a.""Andri Snær, Ómar og samtökin Framtíðarlandið hafa unnið kraftaverk í að breyta viðhorfum ungs og menntaðs fólks sem ég hef trú á. Og með fulltingi þeirra og svo aðstoð hugsjónafólks á borð við Saving Iceland mun þetta vinnast að lokum.""Ég vona að vinur minn lofi mér að vitna í hann.
Ekki ætla ég mér að draga þessi orð í efa.Og ekki ætla heldur nú að leggja neinn dóm á hverjir eru sannir umhverfissinnar og hverjir ekki.En ég hef lýst minni skoðun á þessu málum eins þau snúa að mér.En svo fannst mér kasta kólfunum í kvöld þegar síminn hringdi og einhver sem ekki kynnti sig spurði hvort ég væri sá Ólafur Ragnarsson sem væri að"bulla"á blogginu og draga dár að sönnum umhverfissinnum.Hann skildi sko láta mig vita það að ég væri bara auðvaldsskækja sem hefði fyrirgert rétti mínum að búa á þessu fallega landi sem við auðvaldsdindlarnir(kunnulegt orð aths.mín)værum ekki enn búnir að sökkva í áldrulli.Ég skyldi sko"drullast"aftur út þar sem ég hefði búið og sleikja þar rassg.... á auðvaldin,annars hefði ég verra af.Vitanlega var númerið leyninúmer.
Ef þetta er einn af"kraftaverka"drengum Ómars og Andra þá finnst mér nú menn þurfi nú að fara að hugsa sinn gang.Ég ætla mér ekki að ásaka neinn,en einhvernveginn finnst mér eins og þessi"kraftaverkadrengur"hafi lesið athugasemd sem ég setti á blogg NN.Draga dár að sönnum umhverfissinnum þessi orð fengu mig aftur að umræddu bloggi þar sem viðkomandi bloggari líkti undirskriftarlista með áskorun til áðurnefndra samtaka við,og ég leyfi mér að vitna beint í blogið;"" Og að þetta auðvaldsdindlalið skuli láta sig hafa, að efna til undirskriftasöfnunar gegn aðgerðum jafn ágætra samtaka og Saving Iceland er í senn kyndugt og stórhlægilegt, og jafnast á við að óska eftir því við góðann knattspyrnumann að hann láti sníða af sér a.m.k. annann fótinn svo hann skori ekki eins mikið af mörkum.""Mér varð á að svara þessu og kallaði þetta góðan húmor lái mér hver sem vill
.Þessum sama bloggara virðist vera í mikilli nöp við Vestmannaeyinga því að ein greinin heitir með leyfi(vonandi) viðkomandi aftur"" Árni og blábjánarnir í eyjaleik""Ég ætla ekki að elta ólar lengur við þessi skrif en segi bara segi og vona að ég móðgi ekki alla umhverfissinna enn og aftur:"Það er munur að vera maður og míga standandi"og búa,já uppi á landi.Einhver góður maður(sennilega ekki umhverfissinni)sagði eitt sinn:"þegar rökin þrjóta þá byrjar skítkastið".Ég er hvorki vitur eða menntaður en ég hef ekki trú á að svona málflutningur sé neinum málstað til góða.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535999
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þetta náttúruverndarlið er mest í þessum dúr bíð ég ekki í það. Hvað erum við að kalla yfir okkur? Ég fæ nú ekki betur séð en að við séum að fá annað "Lúkasarmál" yfir okkur?
Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 23:09
Svona framkoma er náttúrulega ekki til að auka álit á þessu fólki, þó að ég ætli ekki að fara að bera saman skítkast frá einhverjum nafnlausum drullusokkum og málflutning Ómars Ragnarssonar. Ekki trúi ég samt öðru en að þú sofir fyrir þessu...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.7.2007 kl. 23:20
Jú ég sef sko rólegur enda komin(að mínu mati)í Himnaríki.Í nótt: Á morgun annað kvöld: og svo aðra nótt
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 23:35
Mér þykir þú vísari en margur sem heldur sig þér menntaðri. Gaman að kíkja á bloggið þitt.
S.
Steingrímur Helgason, 26.7.2007 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.