25.7.2007 | 01:52
Hvenær er lýðræði,lýðræði
Það er eins og orðið"lýðræði"sé mjög svo teyganlegt orð.Ef "stórþjóðunum"fellur ekki í geð úrslit svokallaðra"lýðræðislegra"kosninga þá útiloka þeir viðkomandi.Í kosningum í Palestínu 26 jan 2006 fékk Hamas hreyfingin 74 af 132 fulltrúum í þinginu.Fatah fékk 45 og 4(að mig minnir) smáflokkar 13.Hamas "Harakat al-Muqawamah-al-Islamiyya" sem var stofnað 1987 af þeim Ahmed Yassin og Mohammad Tahasent og kom í staðin fyrir"Bræðralag Múslima"
Hamas hefur staðið fyrir umfangsmiklum félagslegum aðgerðum á Sjálfstjórnarsvæðum Palestínu en það oft kostað viðkomandi,þátttöku í hernaðar átökum t.d sjálfsmorðssprengum,Þeir viðurkenna ekki Ísrael og vilja stofna Islamska Palestínu.Þeir líta á Frímúrara sem leynilegt bræðralag Zionista.
Í 32 grein stjórnskipnarlögum þeirra segir m.a:""The Zionist plan is limitless,After Palestine,the Zionist aspire to expand from the Nile to the Euphrates.When they will digested the region they overtook,they will aspire to further expansion and so on.Their plan is embodied in the"Protocols of the Elders of Zion"and their precent conduct is the best proof of what we are saying""
Fatah var stofnað 1959 með það fyrir augum að fría Palestínu og afmá Ísrael(sama formál og Hamas)1967-68 sameinuðust þeir PLO og urðu strax 1969 leiðandi kraftur þar.Leiðtogum Fatah var vísað úr landi frá Jordan til Líbanon 1970 eftir átök við Jórdanskar hersveitir sem byrjuðu með"Svarta september"1970.Á árunum 1960-70 þjálfuðu Fatah,hópa skæruliða frá Evrópu.Miðausturlöndum,Asíu og Afríku. Og stóðu fyrir flugránum og pólitískum uppþotum í Evrópu.Þegar Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon 1982 dreyfðust Fatahmenn um Miðausturlönd.Þegar svo Arafat 1993 skrifaði undir friðarsamning við Ísrael fékk hann leyfi til að snúa til Palestínu frá útlegð sinni í Túnis.
Fatah fékk vopn og þjálfun frá Rússsum og austantjaldslöndunum á sínum tíma einnig er haldið að Kínverjar og N-Kóreumenn hafi einnig séð þeim fyrir vopnum.Fatah hélt samt áfram með árásum á borgara í Ísrael og hélt uppi andspyrnu við Ísraelska herinn á "herteknu svæðunum"Fatah sem samtök viðurkenna Ísrael en samtökin starfa samt undir metóðum laga PLO.Svipað en akkúrat omvent gæti maður sagt skeði í Austurríki 1999 -2000 var hægri stjórnmálamaður Jörg Haider eiginlega þvingaður til að segja af sér.vegna"þrýstings"frá þeim stóru.Jörg Haider gerði sig fyrst markverðan þegar hann vann fyrirlestrarkeppni í menntaskóla í Innsbruck 1966.Á vettvangi stjórmála var það 1971 þegar hann var kosinn formaður fyrir ungliðahreyfingu FPÖ(Freiheitliche Partei Österreichs).
!979 var Haider kosin á þing fyrir flokkinn og þá sem yngsti þingmaðurinn.FPÖ myndaði stjórn með SPÖ(Sozialdemokratische Partei Österreichs)1983,!986 varð Haider formaður,sem leiddi til stjórnarslita.og í kosningum á eftir tvöfaldaði fylgi flokksins.1989 varð Haider með stuðningi ÖVP(Österreichische Volkspartei) körin héraðsstjóri í Carinthia-héraði.Eftir vantraust 1991 varð Haider að segja af sér.1999 fékk FPÖ 42,09 % atkvæða í kosningunum í Carinthia og Haider gat tekið við héraðsstjóraembættinu á ný.Sama ár varð FPÖ nærst stæðsti flokkur á þinginu sem svo 2000 myndaði stjórn með ÖVP.Þetta leiddi til aðgerða frá öðrum Evrópulöndum.Í febrúar 2000 sagði Haider svo óvænt af sér.
Nú segja margir þessu er ekki saman að líkja.Það er kannske satt en báðir aðilar voru rétt kjörnir fulltrúar síns fólks í lýðræðislegum kosningum.Svo fer það bara eftir hvoru megin maður stendur hvernig maður dæmir hvort dæmið sé sanngjarnara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:14 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 536293
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lýðræð, eins og það er skilgreint, er hvergi til í reynd.
Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 14:39
Það segirðu satt.
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 15:43
Lýðræði er ekki til í tilætlaðri mynd. Aftur á móti er líklega engin stjórnskipan betri en tilraun til lýðræðis. Þessi tilraun mistekst ævinlega að misjafnlega miklu leyti.
Stærsti galli lýðræðisins eru kjósendurnir sem lærist aldrei að skilja að valdið er hjá þeim og hella því ævinlega úr skálum reiði sinnar yfir rangan aðila.
En tilraunin er áreiðanlega þess virði þó hún kosti ægilega vinnu.
Árni Gunnarsson, 25.7.2007 kl. 23:43
Árni við erum nú fjandi oft sammála
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.