23.7.2007 | 22:57
Íslandi bjargað
Ég á nú eina nýustu gerð af sjónvarpi(það kannske kemur upp um"Kapitalismann"og gróðafíknina í mér að segja frá því að það er svokallaður"flatskjár")nú gleraugun mín eru að vísu 3ja ára og hafa ekki svikið mig mikið fyrr en sennilega þarna um kvöldið þegar ég horfði í fréttum á þennan "hjálpar,Íslandi leiðangur".Ég hef horft á myndir teknar í Církusum þá er fólk sem klætt samsvarandi búningum og hafandi uppi svipaðar hreyfingar og títtnefndur hópur kallaðir "Trúðar"Svona er nú þessi misskilningur minn tilkomin.
Ég hefði í minni einfeldni haldið að ef fólk vill láta taka mark á sér þá klæddist það ekki svona búningum sem mér sýndist þetta fólk klætt í.En þetta var víst missýn hjá mér.Ég að mestu ómenntaður maðurinn ætla ekki að blanda mér í umræðu menntamanna og annara snillinga um ál eða ekki ál.En ég hef unnað þessu landi sem ég hef búið í(að untanteknum 15 árum í sjálfskipaðri útlegð vegna andaslitra þeirra stéttar ég tilheyri.þ.e.a.s skipstjórnarmönnum í farmannastétt)
Ég hef þar til fyrir 5 árum varla fengið kvef.Borgað mína skatta og skyldur til þessa þjóðfélags.Ég get verið stoltur yfir að tilheyra þeirri stétt sem hvað helst hefur komið fótunum undir þetta áðurnefnda þjóðfélag ásamt verkamönnum og bændum,sjómannastéttinni.Ég hef verið stoltur yfir því að vera íslendingur.Ég hef ekki haft nema eitt atkvæði til að hafa áhrif á stjórn landsins og þaraf leiðandi haft lítil áhrif á stjórn þessa lands.
Mér hefur mjög svo oft mislíkað aðgerðir stjórnar og er í anstöðu við núverandi en ég hef alltaf verið hreykin og stoltur af þjóðerni mínu.Þrátt fyrir álver og ekki álver.Þrátt fyrir að vopn séu að einhverjum hluta gerð úr áli.Hvað má segja um auminga svíana með sitt "Bofors"sem hefur framleitt og hannað vopn síðan á 1500 talinu.Þyrftu ekki Svíar aðstoð til björgunnar frá vopnarisanum sem smyglaði flugskeytum til Persaflóans,Og sem var þess valdandi að Rajiv Gandhi tapaði kosningunum í Indlandi 1989.Vini mínu ásamt skipshöfn hans er haldið í gíslingu í afríkuríki sennilega með vopnum frá Bofors
Ég því miður maður með ekkert sérlega hreina fortíð og hef ekkert til að státa mig af annað en að vera Íslendingur.Ég hef reynt að koma til dyranna eins og ég er klæddur allavega síðustu ár.En allur tvískinnungsháttur fer í mínar fínustu taugar(þær eru kannske fáar eftir)Ég ætla að nota bílinn minn.ætla að steikja minn fisk á álpönnu og ferðast með skipum og flugvélum ef ég hef efni á.
Eldfjallið Pitatubo á Filipseyjum spúði í gosi 1991. 25-30 tonnum af gasi(solvldioxid) 20-30 km upp í loftið sem á 2 eða 3 vikum náði í kring um jörðina og hafði gríðarleg áhrif á andrúmsloft jarðar.Nú eru fræðingar að tala um gos í nokkrum af okkar eldfjöllum séu líkleg til að bæra á sér.Vonandi verður okkur bjargað frá því.
Myndin sem fylgir er frá Mount St Helens
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.7.2007 kl. 00:03 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 536002
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að vera klæddur eins og trúður er val þess sem klæðir sig. Ég læt þennan klæðnað pínulítið fara í taugarnar á mér en ég veit að þetta þjónar þeim tilgangi að vekja athygli.
Ég er gamall eins og þú, meira að segja eldri. Ég hef ekki alltaf, fremur en þú hegðað mér kannski sem skyldi. Skítt með það! Við höfum báðir jafn mikinn rétt til skoðana og aðrir sem spakari hafa verið. Og áreiðanlega höfum við þrælað fyrir þeirri velmegun sem nú er hælt á borð við hvern annan.
Ég held að við séum sammála um að stjórnmálamenn okkar undangengin ár hafi ekki ævinlega tekið spaklegri ákvarðanir en til hefði mátt ætlast, nema síður væri.
Ég man þó ekki til að þeir hafi klætt sig í líki trúða. Líklegt þykir mér að þegar þeir Davíð og Halldór samþykktu umyrðalaust að stimpla land okkar inn í ríki hinna staðföstu og fúsu hafi þeir verið prýðilega til fara.
Mér er minnisstætt hvað Davíð var vel til fara þegar hann heimsótti Bush forseta forðum og áréttaði stuðning Íslands við innrásarstríðið í Írak með tilbeiðslu í augum. "Heimurinn er öruggari eftir fall Saddams" sagði hann og laut hátigninni. Bush gaf honum - svona fyrir kurteisis sakir 2 mínútur af sínu dýrmæta lífi á þessum fundi. "Þið megið ekki stríða Davíð, við erum vinir."
Þetta rifjaði Davíð upp í sjónvarpsviðtali þegar hann hafði mjakað sér út úr stjórnmálunum vegna þess að mestöll þjóðin hafði sýnt honum meiri andúð og fyrirlitningu um lengra skeið en dæmi eru til um annan stjórnmálamann að Halldóri frátöldum.
Og svo mikilvæg var þessi minning um fundinn með Bush að hann horfði fast í augun á viðmælandanum í sjónvarpinu og áréttaði: "Og þetta er staðfest!"
Eiga svona menn ekki að vera klæddir eins og trúðar, Óli?
Ég fagna þessu broslega klædda fólki og andmælum þeirra þó flónskuleg þyki. Okkur vantar ekki fleiri álver á Íslandi. Og við erum ekki að bjarga heiminum með því að fórna náttúruauðlindum okkar.
Græðgisvæðing iðnríkjanna er alheimsplága. Hana þarf að stöðva áður en við aukum framleiðslu á málmum til að fylla ruslahaugana sem eru orðnir að mikilli plágu í flestum eða öllum þessara ríkja.
Það er engin postulleg skylda Íslendinga að bræða ál fyrir t.d. Bandaríkin svo sú ágæta þjóð sleppi við að hirða tómu áldósirnar og bræða þær upp.
Ég vil sjá Ísland í öðru hlutverki. Ég vil gera Ísland að alþjóðlegri fyrirmynd, landi sem útlendum ráðamönnum finnist ástæða til að heimsækja vegna hreinleika þess og metnaðarfullrar virðingar þjóðarinnar fyrir ásýnd eigin lands.
Hér eiga að vera Háskólar með alþjóðlegar rannsóknir á umhverfisbreytingum lofts, láðs og lagar. Vísindastofnanir sem kenna umgengni við auðlindir og skynsamlega nýtingu þeirra. Hér eiga að vera árlega fundir um friðarmál og héðan á að stjórna samningaumræðum milli stríðandi ríkja og stríðandi afla trúarhreyfinga og þjóðernisbrota.
Þetta er fjarlægur draumur, því miður. Stjórnvöld okkar hafa með fulltingi skammsýnna kjósenda græðgisvætt þetta þjóðfélag svo rammlega að mikil tíðindi þurfa til að snúa þeirri þróun við.
En ég ætla að leyfa mér að dreyma.
Andri Snær, Ómar og samtökin Framtíðarlandið hafa unnið kraftaverk í að breyta viðhorfum ungs og menntaðs fólks sem ég hef trú á. Og með fulltingi þeirra og svo aðstoð hugsjónafólks á borð við Saving Iceland mun þetta vinnast að lokum.
Bestu kveðjur!
Árni Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 18:12
Ég er að mörgu leiti sammála þér.En finnst þér Árni það vera gott viðhorf hjá ungu menntuðu fólki að æsa til óeirða eins og ég las hjá einum af stuðningsmönnum þessara títtnefndu samtaka.Þar sem hann hvatti til samskonar aðgerða og í París í fyrra og í Kaupmannahöfn í vetur.Ég er því miður búinn að týna niður hvar ég datt niður á þessa athugasemd .Hún sjálf var kanske ekki svo ílla grunduð.En þegar ég"klikkaði"svo á nafn þessa heita umhverfissinna þá"duttu mér nú allar dauðar lýs úr höfði",Beita miklu harðari mótstöðu brenna bíla brjóta verslunarglugga henda grjóti í lögguna.Þetta finnst mér ekki vera"málstaðnum"til góða.Þetta hefði verið kallað"stjórnleysingi"(anarchist)í gamla daga.Í þessu dæmi hefur uppeldið hjá Framtíðarlandinu brugðist að mínu mati.Ég er ekki svo algerlega fjarri minni litlu vitglóru að ég ætli mér að fara að rökræða ál eða ekki ál við ykkur snillingana.En mér finnst meiri ógn steðja að mannkyninu af kjarnorkunni.Það er ekki langt til t,Svíþjóðar,Finnlands sem eru þó sennilega með örugg kjarnorkuver heldur en grannarnir vestar.Ég veit fyrir víst að Svíar hafa þungar áhyggur af gömlum verum t,d í Litháen sem hanga varla saman."Hann"getur stundum staðið að austan dögum saman og þá er loftmengunin ekki lengi að berast hingað.Ég gat satt að segja aldrei skilið Ómar þegar hann talaði um"Finnsku leiðina"Það er verið að undirbúa bygginguna á 6ja kjarnorkuverinu þar.Hvað er svona intressant við það.En ég er bara gamall og hef ekki af neinum gáfum að státa og eins og ég hef sagt og ætla ekki að blanda mér í þessar umhverfismál.Og alls ekki að hætta mér út á hálan ís rökræðna.En tvískinnungsháttur sem mér finnst stundum pregla þessa umræðu er ekki að mínu skapi.Og aldrasíst fíflalæti til að láta bera á sér.Ég gekk sjálfur í gegn um þannig tímabil og hef skömm á þeim tíma í lífi mínu þó ég hafi lært að lifa með því.Sértu,Árni ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 02:38
Það átti náqttúrlega að standa:"grannarnir austar"
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 03:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.