15.7.2007 | 19:30
Danica White
Í dag hringdi í mig fv kollega frá útgerð H,Folmer í Kaupmannahöfn.Eiganda Danica White..Þessi kollega er Færeyingur og það lá vel á honum sem endranær,nema hann hafði daprar fréttir af skipshöfninni á D,White.Eða kannske heldur litlar en daprar,Skipið mun liggja enn fyrir akkeri út af hafnarborginni Hobyo í Sómalíu.Skipstjórinn Niels Nielsen er gamall kunningi sem ég silgdi með í nokkurn tíma á öðru skipi útgerðarinnar"Danica Sunrise"
.
Fyrir nokkru mun Niels hafa getað sent e-mail til útgerðarinnar,þar sem hann lýsir ástandinu mjög slæmu.Þrifnaður hjá"sjóræningunum"sé á mjög lágu plani.Aircondition skipsins biluð,Vatn og vistir á þrotum.Hugsið ykkur ástandið.
Í dag munu vera umkring 45 dagar síðan skipinu var rænt.Ekkert hefur gengið enn allavega,að semja við"sjóræningana"Í síðustu ferð skipsins mun það hafa lesta í Vilmington N-Carolina til Persaflóans með viðkomu í Tyrklandi.Síðan lestað byggingarefni í Bahrain til Mobasa í Kenya.Þegar ég sigldi á þessum skipum lestuðum við oft vopn á þessum stað til Persaflóans eimitt með viðkomu í Tyrklandi.Vopnin voru svo losuð í Kuwait,Saudi Arabíu og Bahrain
.
Um borð er 18 ára unglingur í sinni fyrstu sjóferð.Mun hafa verið skráður í Tyrklandi er skipið losaði þar.Það hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla fyrir svona ungan mann að lenda í svona.Ímyndið ykkur hvernig þessum unga manni líður í höndunum á þessum lýð.Mér skilst að í e-pósti skipstjórans hafi hann lýst því að aðra stundina séu"sjóræningarnir"kátir og klappi mönnum á öxlina og geri að gamni sínu,augnablikinu seinna ógnandi og hótandi dauða.
Ég finn til með Niels.Það hlýtur að vera hræðileg staða fyrir skipstjóri að lenda í þessu.Bera ábyrgð á áhöfn og skipi og farmi.Maður getur engan veginn sett sig hans spor.Maður er algerlega magnlaus við tilhugsunina.Þetta sama skip komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum mánuðum.Skipstjórinn sem þá var með skipið Villy Larsen fór að rífa kja... við starfsmenn USA Coastcard einmit í Vilmington og var settur í"steininn".Engar vöflur hafðar á .ví:Villy sat einhverja mánuði í haldi
Þegar maður hugsar um þessi mál finnur maður vel fyrir því hve gott er að búa hér á landi að maður tali nú ekki um hér í Vestmannaeyjum.Kært kvödd
Myndirnar hér að ofan eru til vinstri er af Niels Nielsen og skipi hans Danica White
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 536294
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir sem sigla á norðlægum slóðum gera sér ekki grein fyrir því láni sem þeir búa við, en það er mjög ólíklegt að þeir eigi eftir að lenda í aðstæðum sem þessum. En atvinnuumhverfið tekur sífelldum breytingum og maður sem siglir í Barentshafi í dag og jafnvel Eystrasalti, getur átt von á því að sigla á Indlandshafi eftir þrjá til fjóra mánuði. Þá komum við að öryggismálunum, ég veit ekki til þess að skipstjórnarmenn fái neina tilsögn í því hvernig eigi að taka á svona aðstæðum ef þær koma upp, í dag er það undir hverjum og einum skipstjóra komið, hvernig er brugðist við aðstæðum og hvort nokkur úrræði eru fyrir hendi hverju sinni.
Jóhann Elíasson, 15.7.2007 kl. 20:13
Góður puntur hjá þér Jóhann.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 15.7.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.