14.7.2007 | 22:55
Trúðar að bjarga Íslandi og fl
Satt að segja alveg furðulegt að hingað sé komið fólk sem þykist vera hingað komið til að bjarga Íslandi.Frá hverjum fjandanum?Mengun segir þetta fólk.Ég ætla mér ekki að blanda mér í umræðu um mengun.Það læt ég mér fróðara fólk um.En mér finnst nú eggið vera farið að "kenna hænunni" þegar fólk frá USA t.d. er komið hingað þessara erinda.Ástandið er miklu verra í þeirra heimalandi.Það kemur hingað í að þeirra mati eiturspúandi flugvélum leigir hér eiturspúandi bíla.til að mótmæla eiturspúandi álverum að þeirra sögn.
Af hverju er þetta fólk ekki heima hjá sér og mótmælir þar.Bandaríkjamenn eru t,d ekki aðilar að Kíótó-bókuninni og ætla sér ekkert að verða það í náinni framtíð.Af hverju fer ekki þetta fólk til Rússlands og mótmælir þar,gömlum úreltum iðnverum.Af hverju fer þetta fólk ekki til Kína eða Japan.Það skildi þó aldrei vera að því skorti kjark,Komi hingað af því að hér er t.d óvopnuð lögregla
Mér skilst að það sé tilkomin ný stétt í heiminum"profession activeist"Stefnulausir uppflosnaðir jafnvel fv námsmenn sem flækjast um heiminn til að mótmæla bara eftir hvað er að ske hverju sinni í hverju landi.Þar sem þeir þora,Sníka sér fæði og húsnæði hjá viðlíka fólki í því landi sem þeir eru staddir hverju sinni.Hústökur í Danmörku mengun á Íslandi og"just name it"
Satt að segja fannst mér Stöð 2 standa sig vel í kvöld ekki orð um þessa trúða.En RUV lét eftir og sjónvarpaðu frá þessum fíflalátum
Svo eru það hvalfriðunarmenn.Ekki ætla ég mér heldur að blanda mér mikið í þær umræður.Ég heyrði einusinni í norskum manni sem var einn af stofndum Greenpeace(sem hvers nafn er,er ég mér gleymt) þar sem hann fullyrti að samtökin væru komin langt út fyrir sín upphaflegu markmið
Mér eru líka minnistæð orð lóðsins í Kingston Jamaica,þegar hann var að tala um hvernig glæpamenn kæmu og keyptu ung börn sem svo væru seld til"notkunar"í kynlífsbúllum víða um heim,Hann sagð orðrétt"Svo kaupa þessir and...... sé frið í sálinni með því að ættleiða hvali upp við Ísland"En eins og ég sagði ég ætla ekki að blanda mér mikið í þessa umræðu,annað en það að þarna finnst mér verið að friða einn hlekkin í fæðukeðjunni á kostnað annars.
Ég heyrði um daginn viðtal við einn af þessum talsmönnum álandstæðinga Hjörleif Guttormsson þar sem hann talaði um Rio Tinto álrisan og blóðugan feril þess fyrirtækis.Ekki ætla ég að blanda mér mikið í þá umræðu heldur en fannst lítið fara fyrir landafræðinni þegar Huelva var sögð á N-Spáni.Ég vona að fv ráðherra hafi mismælt sig,eða var það fréttamaðurinn?Mér finndist það furðulegt að maður eins og Hjörleifur viti ekki hvar þessi fræga borg er
Bretar settu nafn þessarar borgar á blöð Sögunar þegar þeir settu á svið þá mestu brellu hersögunnar,kannske næst á eftir"Trjónuhestinum".Þegar þeir bjuggu til""the man that never was"Þegar þeir klæddu sjómann sem dáið hafði úr lungnabólgu(að mig minnir)í majórsbúning og gerðu að Major William Martin.
Þeir handjárnuðu svo skjalatösku við únlið líksins.Í skjalatöskunni voru falskar upplýsingar um landgöngu Bandamanna í Evrópu.Þar sem gert var ráð fyrir að innrás yrði gerð í Grikkland og Sardínu.Þessar fölsku upplýsingar voru stílaðar á Sir Harold Alexander.þáverandi yfirmann Breta í Norður Afríku
Bretar léku svo leikinn til enda.Þeir tilkynntu í útvarpi til hermanna í N-Afríku(sem þeir vissu að þjóðverjar hlustuðu á) að flugvél með háttsettan offiséra sem farþega hefði farist á Atlandshafinu.Þeir fluttu svo líkið af"Major Martin"til Holy Loch þar sem það var svo sett umborð í HMS"Seraph"undir stjórn Lt Bill Jewel.Kafbáturinn lét svo úr höfn þ 19 apríl 1943 og komað S-strönd Spánar þ 30 apríl,þar sem"líkið"var sett í gúmmíbjörgunarbát eins og notaðar voru í flugvélum.Loftskeytamaðurinn morsaði"Mincement completed"
En framkvæmdin hafði fengið dulnefnið"Mincement"Svartur humor hjá Bretanum oft.Spánskir fiskimenn fundu svo líkið.Spönsk yfirvöld sem þóttu hliðholl Þjóðverjum tóku við því en leyfðu Þjóðverjum aðgang að því áður en þeir afhentu það breskum officerum sem komnir voru á vettvang.
Þjóðverjar bitu á agnið og voru svo óviðbúnir inrásinni á Sikiley þar sem hún var gerð.Það var svo gerð kvikmynd 1956 um þennan atburð.Ef mig misminnir ekki var talað um það þegar myndin var sýnd hér á landi að maðurinn sem virkilega fékk hugmyndina að þessari framkæmd hafi verið V-Íslendingur að nafni Stevenson.En ég þori ekki að fullyrða það.En "Maj.William Martin"hét víst"Glydwr Michael"heimilislaus sjóari frá Wels
Honum hefur ekki dottið það í hug er hann fékk sér síðasta bjórin að hann ætti eftir að breyta gangi sögunar sem hann virkilega gerði að hluta.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 536294
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman og fróðlegt að lesa þessa frásögn þína úr Miðjarðarhafinu, Ríló. Og auðvitað var Stephenson yfirnjósnari Churchills og Vestur-Íslendingur. Það væri afskaplega áhugavert að fá alla sögu hans útgefna á einni aðgengilegri bók á íslenzku, en eitthvað mun til í þá áttina.
Og satt mælirðu um trúðslætin. Það virðist sem litríkar uppákomur í ætt við fíflagang eigi að grípa athygli Mörlandans. Þessi erlendu samtök hafa sennilega fengið um það skeyti frá Íslandi, að slíkt sé vænlegast til að koma óvenjulegum málstað beint inn í uppsláttarfréttir, með hliðsjón af vissum, árlegum uppákomum sem nú eiga sér stað í byrjun ágústmánaðar. Kostnaðarsömu púðurkerlingalætin í lok "Menningarnætur" eru af svipuðum toga. Þetta minnir á þrautaráð rómversku yfirstéttarinnar til að halda alþýðunni ánægðri: "Brauð og leikar!" -- að gefa mönnum svolitla dúsu (korn eða önnur matvæli) og eitthvert skemmtanagildi, nánast sama hvað þar er, sem grípur athyglina: á þeim tíma jafnvel einvígi og skylmingar þræla eða ofsóttra hópa sem látnir voru berast á banaspjót og rjóða hver annan blóði eða vera rifnir í sundur af villidýrum, en nú voru það öðruvísi litskúðugheit og afkáraskapur, sem náðu svo auðveldlega athygli myndatökuliðsins frá Rúvinu.
Verður það þrautalending okkar að reyna sömu fíflalátaaðferðina til að grípa athygli fjölmiðla í þágu einhvers góðs og göfugs málstaðar okkar, Ríló minn?
Jón Valur Jensson, 14.7.2007 kl. 23:31
Sæll frændi og takk fyrir innlitið.Mér kemur ekki á óvart að þú hefðir þekkt til þessa V-Íslendings Stephenson(mafnið rangt skrifað hjá mér)Ef minnið svíkur mig ekki núna voru sýndir þættir um hann í RUV.Allavega þættir þar sem hann kom mikið við sögu.Svo heyrði ég að"plat-flugvélar og - skriðdrekar sem Ken Follet lætur þýska njósnaran Henri Faber uppgötgva og sjá í skáldsögunni"The eye of the needle"Þessi skáldsaga var að einhverjum hluta byggð á sönnum atburðum.Stephenson á að hafa fengið leiktjaldamálara til að útbúa þessi vopn aðallega úr krossvið,Þarna munu Bretar aftur hafa beitt Þjóðverja brögðum.Ég held að þessi trúðslæti sem framfóru í gær og víst í nótt séu ekki þeim málstað sem þessi trúðar gáfu sig út fyrir að styðja til framdrátta.Ef svo er og þessi"fífl"(þau gáfu sig út fyrir að vera það)eiga mikinn hljómgrunn þjóðinni þá er ílla farið.Mér finnst stór munur á fíflaskap og góðum humor.
Ólafur Ragnarsson, 15.7.2007 kl. 10:24
Mjög góður og þarfur pistill. Tek undir hvert orð.
Jóhann Elíasson, 15.7.2007 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.