12.7.2007 | 22:49
Landamæri kláms og listar
Ég yrði seint talin með löghlýðnari þegnum þessa lands hvað þá einhver lögspekingur.En ég hef oft hugleitt hvar mörkin eru á svokölluðu klámi og list og því af hverju svokallaðir listamenn komast upp með hluti sem almenningi væri jafnvel hengt fyrir,
Ég man að fyrir mörgum árum kom hingað maður að mig minnir vegna Listahátíðar.Þessi maður sat hálfnakinn á tröppum Útvegsbankans sáluga og vafði á sér þann hluta sem oftast er lokaður bak við (renni)lás eða tölur og ekki notaður á almannafæri nema þá í algerri neyð,svo náttúrlega á notalegum stundum með,já ekki lengra út í þá sálma
Það kostaði mig næturlanga veru í kjallara Lögreglustöðvarinnar sem þá var í Pósthússtræti, þegar ég var að handfjatla"vininn"bak við öskutunnu sem var í porti fyrrgreindrar stöðvar í miklum spreng.
Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón í svona tilfellum.Listahátíðargaurinn fékk stórfé að launum og dvöl á finasta hóteli bæjarins en ég fékk sekt og dvöl á ófínasta hóteli bæjarinns.Mér finnst svona óréttlátt.
Annar gerði þetta í ró og næði og með fullt af broddborgurum sem áhorfendur en ég í miklum flýti sem gerði það að verkum að vökvinn sem ég var að losa frussaðist í allar áttir og áhorfendurnir kannske 1 villiköttur í byrjun en svo 2 sterkir og stæðilegir lagana verðir í restina
En hitt er svo annað mál að sennilega hafði hinn erlendi listamaður vinninginn ef hugsað er út í lengd umbúða sem hefði þurft til gjörningsins.Allavega held ég að ég hefði ekki fengið mikla athygli ef ég hefði farið t.d til Parísar sagst vera frægur listamaður"from Citynose in Iceland og byrjað að "vefja"á tröppum Palais du Louvre.Mér hefði ábyggilega dugað minnsta gerð af sárabindi og það hálft því ég hefði sennilega lent í álíka aðstæðum og forðum bak við öskutunnuna í portinu við Pósthússtræti
En af hverju þetta bull um þessa vafninga.Jú ég hef stundum velt fyrir mér hvar listin endar og klámið tekur við eða öfugt.Hér í vetur var hópi fólks vísað frá vegna þess að menn grunuðu að þetta fólk ætlaði sér að fækka fækka fötum uppí Bláfjöllum(menn hafa kannske verið hræddir um að þessi héla sem kom þar myndi bráðna og fjölskyldufólk kæmist ekki á skíði)
Margar Vesturbæjarfrúr fóru úr límingunum af hneykslun yfir hvað því sem þær grunuðu að fólkið ætlaði sér.Þrælmenntuð kona ætlaði ekki að komast úr bólinu af hneykslun yfir stellingu á unglingsstúlku í auglýsingu.Þvílíkt og annað eins.Ég hef séð myndir af málverkasýningun þar sem mannfjölgunargræjur fólks eru beraðar og ekkert undanskilið og enginn er svo menntaður að hneyklast yfir því
Ef ég teiknaði mynd af þessu tagi og birti hér á blogginu yrði því lokað,Í dag heyrði ég á rás 2 nýkominni plötu Megasar hælt og hún hafin til skýanna.Þegar ég fór að hlusta á tekstan(eða því sem ég náði vegna hve söngvarinn var of þvoglumælltur fyrir mína heyrn)gat ég ekki annað heyrt að þarna væri hreinasta klám á ferðinni
Ekki það að ég sé að hneyklast á Megasi eða hans kveðskap.Ég er nú bara líttmenntaður gamall skröggur sem hlýt að hlusta með lotningu á þennan kveðskap.Maðurinn fékk jú móðurmálsverðlaun ekki alls fyrir löngu ekki satt.Nú það hlýtur að vera hagræði af að skella saman móðurmálskennslu og kynlífskennslunni.
Mér finnst bara landamæri listar og kláms vera nokkuð teygjanleg og stundum óskiljanleg allavega fyrir gamla nöldurskjóðu sem alltaf hefur dáðs að fögrum konum en ekki sóðalegu klámi.Kært kvödd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert orð í þessum pistli. Mér þykir þú seigur að hafa greint eitt einasta orð á nýjustu plötu Megasar, ekki hef ég náð neinu samhengi þótt vissulega hafi mér tekist að ná einu og einu orði á stangli. Ekki get ég kennt aldri um og varla heyrnarleysi.
Jóhann Elíasson, 13.7.2007 kl. 07:33
Já sagan um nýju fötin keisarans er alltaf að sannast á þessu fólki sem stendur slefandi af aðdáun yfir allskonar gerningum þessara svokölluðu listamanna.
Þórir Kjartansson, 13.7.2007 kl. 09:16
Megas er líklega snillingur, í það minnsta hefur hann fengið móðurmálsverðlaunin sem kennd eru við Jónas Hallgrímsson. Aldrei nær hann nú samt til mín og segir það líklega meira um mig en hann.
Tek undir það að besta leiðin til að meta ljóð er að heyra þau.
En ekki man ég hvort Matthías Jóhannessen hefur fengið þessi verðlaun. Vel væri hann að þeim kominn og svo er um fleiri sem koma mér ósjálfrátt í hug á undan Megasi.
Árni Gunnarsson, 13.7.2007 kl. 09:31
Þetta er nú meira tek undir með þér
Ragnar L Benediktsson, 13.7.2007 kl. 13:37
Athyglisverð grein sem hefði eflaust hitt bókstaflega í mark fyrir 10 - 15 árum síðan. Ég er hvorki með né á móti nekt almennt hvort sem henni er flagsað í listum eða í tengslum við annað. Staðreyndin er bara sú að þessi stefna löggjafans í sambandi við klám og nekt sem mætti skilgreina sem "HEAR NO EVIL, SEE NO EVIL" stefnuna er sorglega úrelt. Aðgát skal höfð í nærveru barna að sjálfsögðu. Annars er mér nokk sama um hver vefur hvað eða málar, syngur um eða yrkir um. Við lifum á tímum þar sem goð og gyðjur yngstu kynslóðarinnar skaka sér hálfnakin í tónlistarmyndböndum og syngja um kynlífsreynslu og drauma sína. Þessu verður ekki aftur snúið og truflar mig persónulega ekki neitt nema fyrir það hversu sorglega andlaust þetta er.
Synd samt að þú skulir hafa verið handtekinn fyrir að ganga örna þinna, farðu í mál :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.7.2007 kl. 15:21
Kæri Lárus!Það var ekki ætlun mín að"slá í gegn"á neinn hátt með þessum hugleiðingum mínum um landamæri Kláms og listar,Bara svona hugsanir sem stundum leita á mann þegar eitthvað skeður í þessum efnum og ég tek svo sannarlega undir með þér þar sem þú segir:"Annars er mér nokk sama um hver vefur hvað eða málar, syngur um eða yrkir um. Við lifum á tímum þar sem goð og gyðjur yngstu kynslóðarinnar skaka sér hálfnakin í tónlistarmyndböndum og syngja um kynlífsreynslu og drauma sína. Þessu verður ekki aftur snúið og truflar mig persónulega ekki neitt nema fyrir það hversu sorglega andlaust þetta er" Að lokum,ég hef alltaf lagt þann skilning í"að ganga örna sinna"væri stærra og hreinlega miklu fyrirferðarmeiri athöfn en það sem ég var að lufsast við þarna í myrkrinu í portinu í den.Hefði sennilega fengið lengri dóm ef ég hefði staðið í þeim framkvæmdum.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 13.7.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.