Gráður lengdar og Hafró

Í gamla daga var stundum sagt að nú væri"skítalyktin farin að reka við"Þetta hefur komið upp í hugan síðustu daga við lestur Morgunblaðsins.Leiðarinn í gær og fréttaskýring Agnesar Bragadóttir í dag.LÍÚ fær á baukinn í gær og  kvótakerfið/svindlið í dag.Í grein Agnesar stendur m.a.:

""Tegundasvindl í gámum

Eins og kunnugt er, hefur útflutningur á ferskum fiski í gámum, einkum til Bretlands, verið mikill á undanförnum árum. Á síðasta fiskveiðiári voru um 50 þúsund tonn flutt út í gámum, mest til Bretlands, en einnig til Evrópu.Sennilega er það í þessum útflutningi sem kvótasvindlið er hvað stórtækast, því fullyrt er, að þótt fiskurinn heiti á útflutningsskjölum ýsa, koli, steinbítur, langa, ufsi eða keila, svo nokkrar tegundir séu nefndar, þá sé innihald gámanna allt annað. Jafnvel sé um 90% þorskur í mörgum útflutningsgámum, og aðrar fiskitegundir, ýmislegt, um 10%.Gámafiskurinn fer óvigtaður og óskoðaður í gámana og uppboðshaldarar,hvort sem er í Grimsby eða Hull, eru svo sagðir með á nótunum í svindlinu og eru með tvöfalt bókhald. Annars vegar bókhald sem passar við tegundirnar sem tilgreindar eru á íslensku útflutningspappírunum og hins vegar með bókhald um raunverulegu tegundirnar sem þeir eru að bjóða upp.Hér er ekkert smásvindl á ferðinni,því ef allt að 90% af 50 þúsund tonnunum í útflutningsgámunum er þorskur, en ekki 10%, þá er verið að tala um að með þessum hætti einum sé veitt 40 þúsund tonnum meira af þorski og hann fluttur út, án þess að nokkur veiðiheimild sé fyrir því. Þótt hlutfall þorsksins sé eitthvað minna, segjum 60-70%, er samt sem áður um stórfellt svindl að ræða. Á mannamáli heitir þetta þjófnaður – stórþjófnaður og það er íslenska þjóðin sem er rænd.Séð það rétt, að ferskfiskútflytjendur standi að útflutningi með þessum hætti, á að vera einfalt að stöðva slíkt svindl, einungis með því að eftirlitsmenn fylgist með vigtun og tegundaflokkun þess fisks sem fer í gáma Raunar er erfitt að skilja hvers vegna ekkert eftirlit er með svona útflutningi. Væntanlega munu ferskfiskútflytjendur ekki hafa neitt á móti því, að sá háttur verði á, eða hvað? Er ekki augljóst að fram hlýtur að koma krafa um að opinber vigtun fari fram á fiski í gámaútflutningi"""

Þetta leiðir enn og aftur að stofnunni sem kennir sig við hafið.Eftirlæti Jóns Grindvíkingings í Íslandsklukunni taldi hann vera"scientia mirabilium rerum"eða furðufræði.Þessi sömu"scientia mirabilium rerum"virðist vera eftirlæti fræðinganna hjá Hafró.1714 voru samþykkt lög í Englandi sem hétu Lengdarlöginn.Þar var heitið verðlaunum frá 10,000- 20,000 pundum til að finna aðferð til að ákvarða lengd í gráðum en 1707 í október höfðu 4 herskip af 5 skipa flota Sir Clowdishley Shovell flotaforinga farist við Scillyeyjar og með þeim 2 þúsund sjóliðar.Orsök þessa mikla slyss var að Lengdargráðan hafði ekki verið fundin út og mikil leit var gerð að nothæfri aðferð hafði staðið í mörg ár.Ein frumlegasta aðferðin var um sáran hund og var hún sett fram 1687.Kenningin byggði á skottulækningaraðferð ,samúðardufti.Sir Kenelm Digby fann í S-Frakklandi þetta töfraduft sem átti að geta læknað úr fjarlægð.Allt sem gera þurfti til að framkalla töfra þess var að bera það á eitthvað í eigu þess sem sjúkur var.Þegar samúðarduftinu var t.d.stráð á rifrildi af sáraumbúðum flýtti það fyrir að sárið greri.En því miður var meðferðin ekki sársaukalaus og sagt var að sir Kenelm hafi komið sjúklingum til að stökkva á fætur með því að strá duftinu- í lækningaskyni-á hnífana sem skáru þá eða með því að dýfa umbúðunum af sárum þeirra í uppleyst duft.Sú fáranlega hugmynd að nota duft sir Kenelm við lausn lengdarvandans kom eðlilega fram"að setja sáran hund um borðí skip sem var að leggja úr höfn og skilja traustan einstakling eftir í landi til að dýfa umbúðum af hundinum í samúðarduftduftslausn á hádegi á hverjum degi.Hundurinn gelti auðvita af sársauka og þar með fékk skipstjórinn vísbendingu.Geltið þýddi Sól er í hádegisstað í London.Skipstjórinn gæti þá borið saman tíma skipsins og tíman í London og fundið út lengdina.Maður að nafni John Harrison barðist í tugi ára við við stjórnvöld,misvitra stærðfræðinga og pólítíkusa.Manni kemur saga þessa manns og baráttu hans oft í hug núna þegar maður hugsar til Hafró og baráttu sumra manna við hana og yfirvöld í fiskveiðimálum.Manna eins og t.d Jóns Kristjánssonar Kristins Péturssonar og Guðjóns Arnar og félaga í FF


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þarna fór ég kannske svolítið fram úr sjálfum mér.En það sem ég var að reyna að koma til skila var barátta Johns Harrison við misvitra fræðinga sem sátu í sínum Fílabeinsturni eins og mér finnst raunin vera með fræðinga Hafró og vildu allsekki taka mark á ólærðum manni eins og Harrison,sem aðeins var lærður réttur og sléttur trésmiður.Í 40 ár barðist hann við þessa lærðu menn og þá sérstaklega svokallaða Lengdarnefnd og 5ta konunglega stjörnufræðinginn Nevil Maskelyne til að fá uppfindingu sína sem var fyrsta Sjóúrið(Chronometers)viðurkenda.Þrátt fyrir sannarnir um ágæti hennar fékkst hún ekki viðurkend fyrr en eftir 40 ára baráttu.Dæmið um særðu hundana er bara saga um hvað misvitrum fræðimönnum getur dottið í hug.Mér finnst saga Harrison minna á baráttu við misvitra fræðinga í vissum Fílabeinsturni á Íslandi í dag.

Ólafur Ragnarsson, 4.7.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég taldi mig hafa náð "punktinum" mér fannst þessi grein bara svo ótrúlega góð og fræðandi að ég gleymdi mér við lesturinn og "punkturinn" fór næstum fram hjá mér þar til í restina á greininni.

Hafðu bestu þakkir fyrir Ólafur.

Jóhann Elíasson, 4.7.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536301

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband