20.6.2007 | 23:25
Fv Sjávarútvegsráðherra hefur orðið
Ég verð að segja að ég las grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu með áhuga.Sérstaklega seinni hluti hennar þar sem segir m.a:""Ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður fyrsti stóri prófsteinninn á trúverðugleika núverandi ríkisstjórnar. Skilningur er á því að undirbúningurinn taki tíma. Þar á móti er kallað á ábyrgð. Hitt er annað að ýmislegt má bæta í ákvörðunarferlinum þegar til framtíðar er litið. Þannig væri ekki úr vegi að setja á fót fastan hóp sjálfstæðra sérfræðinga á sviði líffræði og hagfræði sem hefði það hlutverk að leggja mat á niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar hverju sinni. Hann gæti einnig tekið tillit til og metið vísindalegar upplýsingar sem tiltækar eru annars staðar frá.
Vel má hugsa að slíkur hópur tæki jafnvel endanlegar ákvarðanir um heildarafla úr þeim stofnum sem ráðherra hefði áður sett um fasta aflareglu. Í öðrum tilvikum kæmi hugsanlega því aðeins til kasta ráðherra að hópurinn væri ekki á einu máli. Með þessu móti má breikka vísindalegan grundvöll ákvarðana og færa árlegar ákvarðanir fjær skammtíma hagsmunatogi. Um leið yrði ráðherrann fyrst og fremst ábyrgur fyrir langtíma nýtingarákvörðunum. Sú ábyrgð er veigamest og í eðli sínu pólitísk.
Mikilvægt er að birtingarmynd umræðunnar verði ekki sú að þjóðin standi andspænis tveimur vandamálum: Of fáum þorskum í sjónum og of mörgum þorskhausum á þurru landi.""Mig skortir minni til að fjalla um aðkomu Þorsteins að kvótakerfinu á sínum tíma..En mér finnst þessi tillaga hans um hóp sjálfstæðra sérfræðinga á sviði líffræði og hagfræði sem fengju að gera athugasemdir við"rallaríið"hjá Hafró.Nú virðist eitthvað vera farið að hitna undir spekúlöntunum þar og verður sennilega heitara ef rétt er haldið á málum.Lemja á þeim og gefa engan grið.Ef ég hef ekki misskilið Kristinn Pétursson hinn mikla baráttumann frá Bakkafirði því meira,ýaði hann að því að togstreyta sem væri milli stærðfræðinga og líffræðinga væri vandamál í dag.Hér er smá stærðræðibrella.Taktu 3ja tölustafa tölu t.d 793 skrifar hana svo afturábak 397 dragðu svo minni töluna frá þeirri stærri 793-397 =396 og leggur svo þá tölu saman við sína spegilmynd þ.a.e..s 396+693 =1089.Svona geta snjallir stærðfræðingar fengið hlutina til að passa.Kært kvödd
Vel má hugsa að slíkur hópur tæki jafnvel endanlegar ákvarðanir um heildarafla úr þeim stofnum sem ráðherra hefði áður sett um fasta aflareglu. Í öðrum tilvikum kæmi hugsanlega því aðeins til kasta ráðherra að hópurinn væri ekki á einu máli. Með þessu móti má breikka vísindalegan grundvöll ákvarðana og færa árlegar ákvarðanir fjær skammtíma hagsmunatogi. Um leið yrði ráðherrann fyrst og fremst ábyrgur fyrir langtíma nýtingarákvörðunum. Sú ábyrgð er veigamest og í eðli sínu pólitísk.
Mikilvægt er að birtingarmynd umræðunnar verði ekki sú að þjóðin standi andspænis tveimur vandamálum: Of fáum þorskum í sjónum og of mörgum þorskhausum á þurru landi.""Mig skortir minni til að fjalla um aðkomu Þorsteins að kvótakerfinu á sínum tíma..En mér finnst þessi tillaga hans um hóp sjálfstæðra sérfræðinga á sviði líffræði og hagfræði sem fengju að gera athugasemdir við"rallaríið"hjá Hafró.Nú virðist eitthvað vera farið að hitna undir spekúlöntunum þar og verður sennilega heitara ef rétt er haldið á málum.Lemja á þeim og gefa engan grið.Ef ég hef ekki misskilið Kristinn Pétursson hinn mikla baráttumann frá Bakkafirði því meira,ýaði hann að því að togstreyta sem væri milli stærðfræðinga og líffræðinga væri vandamál í dag.Hér er smá stærðræðibrella.Taktu 3ja tölustafa tölu t.d 793 skrifar hana svo afturábak 397 dragðu svo minni töluna frá þeirri stærri 793-397 =396 og leggur svo þá tölu saman við sína spegilmynd þ.a.e..s 396+693 =1089.Svona geta snjallir stærðfræðingar fengið hlutina til að passa.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll aftur Ólafur.
Hefði misst af þessu ef þú hefðir ekki vakið athygli á því , sökum þess að aldrei þessu vant hefi ég ekki lesið forystugreinar undanfarið í blöðum. Ja það má svo sannarlega segja að " batnandi manni sé best að lifa " og þarna fer nú fyrrverandi ráðherrann sem tók ákvörðun um að lögleiða framsal aflaheimilda.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.6.2007 kl. 23:32
Ég hef nú að mestu hætt að lesa Fréttablaðið eftir að Þorsteinn tók við ritstjórn blaðsins. En það má segja að flestir góðir menn bæta sig þegar þeir komast í góðan félagsskap.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2007 kl. 08:54
Já Þorsteinn er kannski að sjá hvaða óskunda hann gerði á sínum tíma. En ætli hann tali af fullri hreinskilni eða blandast í málið að honum var ýtt út í horn á sínum tíma?
Jóhann Elíasson, 21.6.2007 kl. 10:29
Þið getið aldrei fundið út hvort hann talar af hreinskilni eða ekki það kemur aldrei í ljós fyrr en eftirá með þennan drullusokk. Hann er alveg rassgatið á þessu öllu, botninn....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.6.2007 kl. 17:07
Þú hefur senilega lög að mæla Hafstinn.En Svanfríður eða hvað hún heitir"Stelpan frá Stokkseyri" hældi Þorsteini í hástert og kvað það verst að þau væru ekki flokkssystkyni.En að öðru.Það verður skarð fyrir skildi hjá okkur sem höfum verið að"krítiséra"Haftró ef Kristinn á Bakkafirði yfirgefur Bloggið.Hans verður sárt saknað.Manns með slíka reynslu af þessum málum séð frá mörgum hliðum.Nú megið þið t.d.þú Jóhann E,Nilli og Georg ekki láta deigan síga.
Ólafur Ragnarsson, 21.6.2007 kl. 17:38
Það getur enginn fyllt skarðið sem Kristinn Pétursson skilur eftir sig, því annar eins málflutningur og sannfæringarkraftur er vandfundinn og ekki skemmir fyrir að maðurinn er mjög ritfær og hann færir mjög góð rök fyrir máli sínu.
Jóhann Elíasson, 21.6.2007 kl. 20:32
Kristinn er með forgjöf á okkur öll sem höfum reynt að halda uppi andófi í þessu skelfilega máli. Þessi forgjöf felst í gagnaöflun til margra ára og samanburði sem fæst okkar hafa þekkingu til að vinna. Auk þess er hann fjallgreindur eldhugi sem engan lætur í friði ef réttlætiskennd hans er misboðið.
Að mínu mat er hans eina veila í þessu máli þau sterku flokksbönd sem meina honum að vinna á þeim pólitíska vettvangi sem til hefði þurft. Ég bendi á að Kristni hefði trúlega tekist að vinna sæti í Norðausturkjördæmi fyrir Frjálslynda og þar með breytt bæði pólitísku landslagi og styrkleika andófsafla þessa kerfis.
En Kristinn á alla mína aðdáun þrátt fyrir þetta.
Árni Gunnarsson, 22.6.2007 kl. 17:35
Ég tek undir hvert orð sem hefur verið skrifað hér á undan.Sérstaklega það sem þú skrifar Árni:"" Auk þess er hann fjallgreindur eldhugi sem engan lætur í friði ef réttlætiskennd hans er misboðið"".Hann hefði verið ábyggilega oft orðið fyrir aðkasti XD.Oft soðið á keypum hjá honum í baráttu sinni í eigin flokki.Ég vona bara að rödd hans sé ekki alveg þögnuð
Ólafur Ragnarsson, 22.6.2007 kl. 19:38
Það er rétt Ólafur, Margrét lét vel af honum og það er rétt líka að þægilegur er hann í umgengni það vantar ekkert á það, en afar lítið að marka hann og það er bara galli sem ég get ekki sætt mig við, ekki undir nokkrum kringumstæðum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.6.2007 kl. 20:42
Það er eins og sagt er: "Ekki er betri sú músin sem læðist en sú sem stekkur".
Jóhann Elíasson, 24.6.2007 kl. 22:52
Eftir því sem ég þekki Þorstein er hann stálheiðarlegur maður. En hann trúði á kvótakerfið og gerði þessi skelfilegu mistök, sem ég held að hann hafi svo áttað sig á og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann yfirgaf stjórnmálin og fór í utanríkisþjónustuna.
Þórir Kjartansson, 27.6.2007 kl. 17:34
Þórir, ekki þekki ég Þorstein en það að hann hafi séð svo eftir að lögleiða framsal aflaheimilda hafi orðið til þess að hann yfirgaf stjórnmálin er ekki ástæðan og alveg stórmerkilegt að þú reynir að halda þessu fram. Ekki ætla ég að bera á móti því að Þorsteinn Pálsson sé stálheiðarlegur maður, til þess skortir mig þekkingu.
Jóhann Elíasson, 28.6.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.