14.6.2007 | 13:56
Fiskveiði(ó)stjórn
Maður er nefndur Kristinn Pétursson.Þessi maður er úr grasrót sjómensku/fiskiðnaðar.Ég hef fylgst með skrifum hans um fiskveiðistjórnunina til margra ára.Alltaf fundist hann hafa mikið til síns máls,Verið rökfastur og fylginn sér.Verið sjálfum sér samkvæmur.Ég bjó erlendis í nokkuð mörg ár og fylgdist því ekki alveg með hvað skeði í þessum málum meða á því stóð.En á þessum tímum tækni og vísinda er manni gert kleift að fylgast betur og betur með.Eftir að heim kom og ég í gegn um minn góða vin og fv skipstjóra Guðjón Arnar fór ég að gefa þessum málum meiri gaum.Kynntist máflutningi Magnúsar Þ.Hafsteinssonar,Sigurjóns Þórðarsonar og Grétars Mar.Og alltaf sannfærðist ég meira og meira um að Kristinn Péturs og aðrir áðurnefndir menn virtust hafa rétt fyrir sér.Fljótlega kom nafnið Jón Kristjánsson líka upp í þessari umræðu.Ég hafði lítið vitað um þennan mann sem er fiskifræðingur eins og jú Magnús Þór.En fv starfsmaður Hafró lýsti Jóni sem miklum heiðursmanni.Hafró hefur nú aldrei verið hátt skrifuð hjá mér ekki eftir að fv "stjóri"þeirrar stofnunar gaf út skotleyfið á stóra þorskinn á Selvogsbankanum hér á árum áður.Ég man einnig eftir því að fyrir mörgum árum síðan,var ég 1sti stm á síðutogara.Við vorum út í Víkurál og Kolluál.Þetta var þegar loðnan var gengin V með N-landinu og svo S og V með landinu og var að ýrast upp á víkunum við Reykjanesið.Botnin var að detta úr veiðunum.Nú brá svo við að trollin hjá okkur voru loðin af loðnu og fiskurinn troðfullur af henni.Við vorum nú ekki með nein ofurtæki til fiskileitar á síðutogurunum en urðum varir við stóra flekki oppí sjó.Þetta var á árdögum skuttogara,Auðun Auðunsson var með þá nýkeypt Hólmanes.Auðun lét lítið sem að fiskvveiðum snæri sér óviðkomandi og var alltaf að hringa og tala við menn hjá Hafró um þessa loðnu sem fiskurinn var fullur af og trollin loðin af:Ég hlustaði oft á þessu samtöl hans.Ég man að(og ég held að það hafi verið það síðasta)þá fullyrti viðmælandi Auðuns að hann þekkti bara ekki loðnu hún gæti bara ekki verið þarna á þessum tíma.Þetta var nú aðeins meira en hinn gamalreyndi aflamaður Auðun Auðunsson þoldi.Stofnanagæinn fékk að heyra álit Auðuns á honum og það á mjög kjarngóðri íslenskuNú vildi svo til að Hafrún(ex Eldborg)sem EG á Bolungavík var nýbúinn að kaupa var á heimleið eftir loðnuvertðiðina sem allir héldu að væri búinn.Til að gera lengri sögu styttri þá kom Hafrúnin þarna út til okkar og fyllti sig í 1 eða 2 köstum og það varð mokveiði þarna og í Kolluálnum.Hafróspekingarnir klóruðu sér bara í höfðinu og skyldu hvorki upp né niður.Hvar var fræðimennskan þá.Svo er það vanmáttur þessarar stofnunar til að standa undir nafni"Hafransóknarstofnun Íslands.Það er íslenskum stjórnvöldum til skammar hvernig hafrannsóknum er háttað hér.Og hvernig hefur verið haldið utan um fugladauða í hafinu vegna fæðuskorts.Hvað með Lundann.Hvað með þetta svokallaða togararall sem er aðalbrandari togarasjómanna í dag .Ég var samtíma einum sem hefur verið skipverji á einum"rallýtogaranum"frá byrjun og hann gerði stolpagrín að öllu saman.Þeir hefðu ekki hugmyndaflug á við börn í sandkassa einu sinni sagði ´ann.Einn fv Hafróstarfsmaður sagði þetta m.a.:""Hafró og Fiskistofa dansa með pólitísku valdi til varnar þessu fisveiðikerfi. Hafa hvorki þor né getu til að takast á við verkefnið. Í stað þess að taka á hlutum leikur allt lausum hala. Ástandið á næsta ári verður verra, en það er nú ef óbreytt ástand verður við líði. Í fyrsta lagi þarf að friða fæðu þorsksinns og síðan að koma með allan afla að landi, sem þíðir fækkun tegunda í kvóta. Þetta skref yrði öllum til hagsbóta, sjómönnum, útgerð og þjóðarbúinu""""svo mörg voru ´þau orð.Eitt tek ég eftir eftir að hafa flutt heim að fréttamenn virðast ekki hafa að gang nema bara að forstjóranum sjálfum.,Jú að vísu var talað við einn um daginn sem var titlaður Sviðstjóri.Nei menn ættu að fara að leggja sig betur eftir skrifum og ræðum fyrrgreindra manna.Það ætti að hreinsa til hjá viðkomandi ráðuneyti og fyrrgreindri stofnun.Hlusta betur á rök Kristins P og Jóns Kristjáns.Magnúsar Þ já og hinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 536880
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er undarlegt að þessi vísindastofnun sem HAFRÓ verður að nefnast skuli ævinlega minna á lögregluvald. Undarlegra þó að aldrei skuli koma þaðan nein trúverðug skýring á algerum vanburðum til að auka vöxt fiskstofnanna.
Það sýnilega er að smáþorskurinn verður kynþroska og hættir þar með að stækka í margfalt meira magni en áður hefur þekkst.
Hvernig væri að friða loðnuna í svona þrjú ár til prufu?
Og hvernig væri nú að fara að skoða samspil lífríkisins í sjónum af einhverri alvöru til lengri tíma litið?
Árni Gunnarsson, 14.6.2007 kl. 18:29
Já.Hvernig væri það spyr maður sig oft.Það eru 30 ár síðan ég var síðast á fiskveiðum.Mér sýnist á öllu að ekkert nema afturför,ef eitthvað er hjá þessari steingeldu stofnum sem kennir sig við hafrannsóknir.Ég hef ekki mikið vit á þessu í dag en mér er sagt að þetta svokallaða"togararall"(sem ég veit ekki hvenær var hleypt af stokkunum)sé alger skrípaleikur allavega í augum alvöru togarakalla.Það sé notuð sama gerð af trollum,hlerum og ölum útbúnaði og í fyrsta halinu fyrir einhverjum,að mér ókunnum árum.Og nákvæmlega sömu slóðir.Á þessari stofnun virðast menn ekki gera sér grein fyrir að fyrirbærið sem á þeirra máli heitir"Gadus morhua"getur hreift sig t.d.í ætisleit.Svo fá þeir ekkert á þessum nákvæmlega sama stað með þessum nákvæmlega sama útbúnaði gegn um árin.Og niðurstöður úr þessum nákvæmlega gerðum rannsóknum verða:Nákvæmlega engin fiskur við Íslandssterndur.Það væri ekki búið að finna upp hjólið ef það hefðu bara verið nákvæmlega svona menn til í gegn um aldirnar.Það er að renna upp fyrir mér hvaðan þetta svar "nákvæmlega"sem dynur oft í eyrum manns núorðið er upprunið.Ólýginn sagði mér um daginn að eitthvað sem kallaðist"netarall"hefði tekist mjög vel um daginn eða í vetur en niðurstöðurnar hefðiu ekki passa spekingunum.Einhvertíma vars agt"það dregur sig saman sem dámlíkast er"en það virðast ekki passa því þá væri meiri veiði í leiðöngrum Hafró.En segja mætti mér að fyrrnefndur "Gadus morhua"sé dálítið slingur allavega slingari en nafnar hans hjá Hafró
Ólafur Ragnarsson, 14.6.2007 kl. 20:34
Nú er bara að safna liði og



gerum þá 

og svo endar það þannig að allir verða: 


og nú fer ég
Ólafur Ragnarsson, 14.6.2007 kl. 20:49
Ha,ha,ha,
helvíti góður, góða nótt...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.6.2007 kl. 21:51
Takk fyrir góðan pistil Ólafur. Það sem maður undrast mest er hvað þetta handónýta og óréttláta kerfi fær að halda lengi áfram. Síminnkandi fiskistofnar, allur sjófugl að drepast við Íslandsstrendur og stöðugt fjölgar eyðibyggðunum, sem er bannað að sækja í sjóinn það sem þær hafa lifað á frá alda öðli. En nú er í tísku á Íslandi að skara eld að köku hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Það var einusinni sagt, að lærðir asnar væru mjög hættuleg manngerð í hverju þjóðfélagi. Einhverra hluta vegna kemur þessi gamla gamansaga oftar og oftar uppí hugann nú á síðustu tímum.
Þórir Kjartansson, 17.6.2007 kl. 06:57
Þakka Þér.Ég tek undir hvert orð sem þú skrifar
Ólafur Ragnarsson, 17.6.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.