9.6.2007 | 22:33
Lögguleikur
Maður staldrar við og fer svolítið að hugsa þegar maður heyrir um svona atburði eins og skeði í Hnífsdal í nótt,Maður viti sínu fjær vegna ölvunar skjótandi um með haglabyssu.Hvað eru menn að gera veður út af svona hlutum og fara í lögguleik sagði einn kunningi minn við mig í dag.Í þessu dæmi voru menn ekkert að leika löggur þeir voru það.Það er grafalvarlegt mál þegar maður sem sviftur er ráði vegna ölvunar eða eiturlyfja er vopnaður.Jafn alvarlegt á litla saklausa Íslandi og það er t.d. á Grænlandi,USA og öllum öðrum löndum þar sem vopn finnast.Við Íslendingar verðum að fara að horfast í augu við veruleikan.Ég lenti í því einu sinni að setja líf manna á spil af fávisku.Ég var skipstjóri á Norsku skipi.Við vorum í Timecharter hjá Arabísku fyrirtæki.Við lestuðum uppí Evrópu niður tl Famagusta og Beirut.Við höfðum farið inní höfnina í Beirut eiginlega undir skothríð vegna vatnskorts.En meðan við biðum á ytrihöfninni höfðu 2 hópar kristinna manna byrjað að berjast,En við áttum að fara inn á umráðasvæði Muslima.Þegar inn var komið og við höfðum fengið vatnið spurði agentinn hvenær við vildum fara út.Mér fannst bara fara vel um okkur og spurði hvort ekki væri í lagi að við myndum ligga bara kyrrir.Viltu það spurði agentinn dálítið hikandi.Já sagði ég þeta virðist allt vera í lagi,Up to you sagði hann bara.En svo bað hann okkur að vera ekki mikið á ferðinni ofanþilja eftir að skygga tæki,og alls ekki í hvítum skyrtum.Mér fannst þetta skritin bón.Þarna lágum við svo nokkra daga,höfnin lokuð og engin vinna en við fylgdumst með"bardögunum"í sjónvarpinu,Loks kom að því að þeir sömdu frið og höfnin opnaðist.Það hafði bilað hjá okkur hleðslutækið við talstöðina og vélstjórinn gat ekki gert við það.Eitt af fyrstu skipunum sem í höfnina kom var rússneskt fraktskip sem lagðist fyrir aftan okkur.Ég taldi mig vita að þar væri rafvirki um borð svo að ég fór yfir og fékk að tala við skipstjóran.Þegar hann hafði boðið upp á veitingar og við drukkum saman te sagði hann"það er gaman að sjá svona frægan mann"Hvaða fræga mann spurði ég.Þig sagði hann.Þú hefur verið aðalumræðuefnið hjá skipunum á ytrihöfninni undanfarna daga.Menn hafa ekki skilið úr hvaða efni taugarnar í þessum norska skipstjóra væru.Nú rann upp fyrir mér ljós.Umrædd skip voru flest frá austurevrópu.Skipstjórarnir þekktu byssur og hverju þær geta valdið.Ég þakkaði guði fyrir að hann eða þeir héldu mig norðmann,líka fyrir hve heppinn ég hafði verið.Og þarna skildi ég líka þetta með hvítu skyrturnar.Menn í hvítum skyrtum hefðu verið auðveldari skotmörk.Ég skrifaði um það um daginn að menn skildu ekki gera grín að þessum sveitum manna sem Björn Bjarnason er að ráðgera að stofna.Þá sagði ég meðal annars þetta""Það er merkilegt hvað sumir virðast alveg fara úr límingunum,þegar rætt er um hugmynd Björns Bjarna.um varalið lögreglunar og tala um tindáta.Gerir fólk á Íslandi sér ekki ljóst enn að litla saklausa Ísland er að komast í tengingu við umheimin.Fyrir 30 árum hefði bankagjaldkeri hlegið hefði að honum verið beint byssa.Hann hlær ekki í dag.Í þá daga vorum við með að minnstakosti 5 varðskip/báta.Nú eru þau 2.Litlu varðskipin sem við áttum þá,höfðu eftirlit með fiskveiðiflota annara þjóða.Sem sagt veiðiþjófum.Nú erum við lausir við þá.Allavega höldum við það.En blasir ekki önnur ógn við okkur í dag?Ógn sem gæti haft að mörgu leiti skelfilegri afleiðingar á stóran hóp íslendinga.Nýtt og stórt varðskip er mjög gott mál sem ég held að allir séu sammála um það.En er það nóg?Hvað um eiturlyfjabarónana sem sitja um landið?Hvað með allar eyðivíkurnar/firðina á Austfjörðum?"".Hefði samskonar sveit verið tiltæk t.d.á Ísafirði í nótt hefði verið gripið fyrr í taumana.Svona atvik verður að taka alvarlega.Hættan er allt í kring um okkur og birtist í mörgum.Það er ekki svo að ég sjái and...... í öllum hornum langt frá því en ég vil að við gerum okkur grein fyrir þegar hætta er á ferðum og hættum að tala um lögguleiki og tindáta.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að efla lögregluna einhliða er eins og að efla einvaldan stjórnmálaflokk sem hafinn er yfir alla gagnrýni og getur farið sínu framm, sama hvað þeir gera... Spilling meðal ríkislögreglustjóra og saksóknaraembættisins ætti að vera orðin öllum ljós þeas. þeirra sem hafa sjón og heyrn, þar verndar hver annan. Ef lögreglan hérna á að fá að vígbúast að ósk núverandi Dómsmálaráðherra þá er okkur fólkinu í landinu hætta búin því það býður uppá augljósara einræði yfirvalda sem þó er nægilegt núna. Í bréfi til allra Alþingismanna dags. 4. nóvember 2003 þá benti ég á afleiðingar á hættu ef lögreglan fengi að starfa án eftirlits frá Dómsmálaráðherra.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.6.2007 kl. 13:56
Sæl Guðrún Magnega!
Annað hvort er ég að misskilja þig eða skoðanir okkar skarast.Ég er ekki að tala um neitt lögregluríki langt því frá.Verðum við ekki að ganga út frá því að stjórnvöld sama hvaða nöfnum þau nefnast séu laus við spillingu.Þó ég viti að svo er alls ekki.Hefur ekki spilling fylgt mannskepnunni frá örófi alda.Ég er kannske frekar að benda á að mér sýnist við íslendingar séum ekki alveg í stakk búnir vegna friðsemdar sem hér hefur ríkt allavega á yfirborðinu til að takast á við alvarlega atburði eins og t.d. þennan tiltekna atburð í gær.Ekki það að það hafi ekki verið brugðist rétt við heldur skelfdu orð vinar míns mig er hann talaði um"lögguleik".Einnig eru 5 danskir sjómenn t,d, í gíslingu hjá virkilega ófyrirleitnum náungum.Þetta er kannske feti nær okkur hér á "Klakanum"þar eð frændur vorir danir eiga í hlut.Útgerðin hefur ekki vilja gefa upp nöfn á áhöfninni svo ég veit ekki hvort að nokkur af vinum mínum eru þar um borð.Ég hef lesið og reynt að skilja það sem þú hefur verið að skrifa um.Ég er bara svo nýdottinn inn í umræðuna hér að ég geti tekið afstöðu.En ég hef verið fylgandi því frá upphafi að Geirfinnsmálið verði tekið upp vegna margra vankanta sem mér virðast vera á því máli.Og mér finnst satt að segja fáránlegt að sömu dómarar í Hæstarétti skyldu hafa verið látnir dæma um endurupptöku þess máls
Ólafur Ragnarsson, 10.6.2007 kl. 15:43
Sæll Ólafur! Þú ert glöggur maður og ef þú skyggnist dýpra í verk stjórnvalda á síðastliðnum áratugum þá sérð þú manna best að samstaðan meðal þeirra er með einsdæmum. Í öllum lýðræðisríkjum er það kallað SPILLING og hún af alvarlegri gerðinni... Að við fólkið í landinu samþykkjum aukið lögregluvald að öllum stjórnarháttum óbreyttum hérna þá, Guð hjálpi okkur. Þú hefur skrifað um hversu auðveldir Austfirðirnir væru fyrir smygli, að smygla góssi á land þar jafnvel fíkniefnum. Þetta er löngu vitaður sannleikur!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.6.2007 kl. 16:42
Þarna er eg sko sammála Guðrúnu Magneu/algjörlega þetta er eins hættulegt og hún segjir/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 11.6.2007 kl. 00:14
Já ég get verið sammála ykkur om margt.En mér finnst við verða að bygga betur upp öryggisþáttinn.Ég held að við verðum að treysta á"kerfi"að það sé eins óspillt og það getur verið.En ég hef stórar efasemdir um að við losnum nokkurntíma við spilllingu.Þetta eru sterkir hópar,Skólabræður úr háskóla,meðlimir í sömu leynistúkunum. o.s.fr.Ég viðurkenni að margt í dómskerfinu eru fyrir neðan allar hellu.Þá meina ég dóma frá báðum stigum.Það er ekki gott þegar menn eru kannske í sömu stúku,er kemur að dómaranum og þeim sem dæma skal.
Bjössi frá Gröf var frægur togarasjómaður kvað eitt sinn er hann lenti á síld með lögfræðinema sem hafði dæmt annan skipsfélaga upp úr grjótinu nokkru áður en þeir fóru á síldina..Það var í landlegu og þeir fengu sér neðan í því ,en höfðu bara 2 glös
"Um úlfinn og lambið ei er þvaður
Eitthvað er til í masinu
Þegar dómarinn og sá dæmdi maður
Drekka úr sama glasinu"
Ólafur Ragnarsson, 11.6.2007 kl. 21:10
Sæll Ólafur. En hvað verður ef löggan sjálf, sú sem er í dag yfir allan vafa hafin um að stunda ólöglegt athæfi og þarf ekki að svara til saka,,, er sá aðili sem flytur fíkniefni til landsins. Hverjir eiga að rannsaka lögguna?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.6.2007 kl. 21:41
Ja þú setur mig í vanda.En verðum við ekki að ganga út frá að það séu yfirleitt heiðarlegir menn í lögguni og tollinum.Ég veit ekki hvernig maður getur tekið á málum ef svo er ekki.Ég vona bara að spillingin hér sé ekki á svo háu stigi.Einhverjum verður maður að treysta.En það er satt að oft finnst manni kaupin ganga þannig á Eyrinni að það sé maðkur í mysunni.Svona bara til að reyna að vera svolítið þjóðlegur!!!!!!.Þetta með eyrina,mysuna og maðkinn
Ólafur Ragnarsson, 12.6.2007 kl. 13:07
Sæll aftur Ólafur. Það er fjarri mér að ég ætli að setja þig í vanda. Ég er einfaldlega að benda á að lögreglan hérna er einráð og getur gert það sem hún vill. Hún getur þess vegna sjálf flutt fíkniefni til landsins í eigin hagnaðarskyni. Íslendingar eru alltof bláeygir fyrir misnotkun framkvæmdavaldsins á eigin embættum og yfirhylmingu stjórnvalda á Shittinu! Enginn meðal Alþingismanna tekur á alvarlegum málefnum varðandi lögregluna og lætur lögguna um sín mál. Hversu gott væri fyrir fólk almennt að geta rannsakað eigin sakamál?
Hvernig ætli sú útkoma yrði? Stjórnvöld á Íslandi hafa komist upp með að hafa sjálf síknað sig af öllum ásökunum sem á þau eru borin og við látum GOTT HEITA.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.6.2007 kl. 13:39
Já Guðrún.Ég skil þig fullkomnlega og hef verið samþykkur flestu,ef ekki öllu sem þú skrifar.En sá munur er kannske á okkar skrifum er að ég geng út frá,að við getum alfarið treyst á lögin en þú ekki.En verð að játa að ég get líka tekið undir þitt vantraust.Ég myndi vilja auka löggæslu og eftirlit með ströndum lamndsins.Þá á ég kannske einnig við hjálparsveitir og löggæslu svo fremi að hægt sé að samræma það."Coast Card".Strandgæslur hinna ýmsu þjóða fylgast grant með siglingum allra skipa sem í lögsögu viðkomandi landa koma.Hverrar stærðar sem þau eru.Fólk gerir sér ekki grein fyrir umferð skipa af allskonar gerðum og stærðum og svo ekki sé talað um ástandi eru að þvælast hér í kringum landið.Strandgæslan ætti að hafa til umráða öfluga báta sem hægt væri að sjósetja með lítilli fyrirhöfn til að hægt sé að stöðva"vafasöm"skip.Ég fagna komu nýs varðskips með öfluga dráttargetu.En að mínu mati er það ekki nóg .Við skulum t.d.muna að síðasti útlendi landhelgisbrjóturinn var tekinn fyrir tóma tilviljun.V/S Óðinn var á leið til útlanda þegar þeir urðu varir við skipið.Mér finnst það atvik dálítið grumsamlegt.Hann taldi sig öruggan eftir,að hafa slökkt á staðsetningartækum.Það er lítill vandi að fylgast með þessum 2 skipum og flugvélin er háð veðri..Jæja ég er búinn að teygja þetta og toga í langloku það sem átti að vera nokkurra orða svar.
Ólafur Ragnarsson, 12.6.2007 kl. 14:45
Kæri Ólafur! Hverjir eiga að fylgjast með lögreglunni og hennar störfum?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.6.2007 kl. 15:11
Jæja þetta var eiginlega skák og mát.
Ólafur Ragnarsson, 12.6.2007 kl. 16:34
Sæll aftur Ólafur. Það var ekki ætlun mín að skáka þér í einhverju. Ég einfaldlega get ekki treyst lögregluyfirvöldum eftir viðskipti mín við þau. Lögreglan hérna er gerspillt og nýtur verndar Dómsmálaráðherra hver sem hann er hverju sinni... Síðan blessa Alþingismenn spillinguna með þögninni, þögnin er besta vörnin.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.6.2007 kl. 17:16
Já kæra Bloggvinkona.Nú er ég satt að segja mát.Mér hefur stundum dottið í hug vísa sem Steinn Steinar orkti eitt sinn,þegar ég hef lesið hugleiðingar þínar.
Í kulda og myrkri ég kvað og baðst ekki vægðar,
og kvæðið var gjöf mín til lífsins sem vera ber
Ég veit hún er lítil,og þó var hún aldrei til þægðar
þeim,sem með völdin fóru á landi hér
Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 12.6.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.