30.5.2007 | 15:34
Sjómannadagurinn feigur?
Ég var að hlusta á fréttirnar áðan.Maður getu ekki betur heyrt en að viss öfl í Þjóðfélaginu vilji Sjómannadaginn feigan.Núverandi Sjávarútvegsráðherra skyldi þó aldrei verða minnst í sögunni sem ráðherranunm sem slaktaði sjómannadeginum.Sjómannadagurinn verður 70tugur á næsta ári.Mér sýnist hann vera að fá sömu meðferð og aðrir öldungar þessa lands.Engir eða litlir peningar til,svo að hann tóri.Alltaf minna í hann lagt.Fyrir 69 árum stóð þetta í blöðnum um þennan nýtilorna hátíðisdag:.....Virðulegasta og mesta skrúðganga sem hér hefur sést.......Á þessum degi fyrir 60 árum sagði þv ráðherra sem með sjávarútveg fór m.a. í ræðu:.........En hversu oft þurfa sjómennirnir okkar að berjast við þrútið loft og þungan sjó,berjast í niðarmyrkri skammdegisnæturinnar við geysandi storma.Berjast við hvítfyssandi úthafsölduna sem æðir eftir knerrinum og hvolfir sér brött og há yfir hann rétt eins hún sé reyna að brotna í himininn inn.Og hversu skammt er þá ekki milli sjómannsins og brimlöðrandi holskeflunar.Milli heims og heljar.Síðar segir:.....Fyrir þrennt hafa sjómenn vorir öðlast viðurkenningu og vináttu alþjóðar:..vegna nauðsynjar þjóðarinnar á starfinu,vegna áhættu starfsins og fyrir hinn frábæra frábæran dugnað....Þetta eru brot úr ræðu Ólafs Thors þv Atvinnumálaráðherra.Nú virðis kollega hans vera að ganga frá þessum degi dauðum með hjálp vinalausra manna.Skildi heitið Brim vera tilviljun.Ólafur talaði um Brimlöðrandi holskeflur.Skyldi sú næsta skella á Vestmannaeyjum.Getum við kannske farið að talað um brimlöðrandi ráðherra.Ég spái því að Einar verði að fara einförum á næsta Sjómannadag.Einari einfara og Guðmundi vinalausa má ekki takast að eyðilegga þennan dagi.Við megum aldrei láta það henda meðan Íslands byggist að Sjómannadagurinn verði ekki haldinn hátíðlegur.Við megum aldrei gleyma því að þessi dagur er ekki síður til minningar um þá bræður og systur sem látið hafa lífið í átökum við Ægir.Þegar brimið hefur náð undirtökunum.Á þessum fyrsta sjómannadegi var maður að nafn Erlingur Klemensson þá ungur maður heiðraður fyrir að taka þátt í öllum íþróttargreinum dagsins.Þ.7 okt.10 árum seinna bjargaðu Erlingur sem þá var 1sti stm á B.V Ísólfi skipsfélaga sínum frá drukknun,er hann kastaði sér af brúararvængum eftir manninum.Það hefur margt breyst á þessum tæpu 70 árum.Bæði aðbúnaður,öryggi og annað en við Íslendingar megum aldrei gleyma þeim atvinnuvegi sem kom stoðum undir það líf sem við lifum í dag.Þeim stoðum sem er verið að reyna að kippa undan lífi fólks víðsvegar um landið.Við meigum aldrei gleyma að halda minningu óþekkta farmannsins/fiskimannsins á lofti.Á sjómannadegi eigum við að minnast þeirra sem horfnir eru og heiðra þá menn sem vinna best að að öryggismálum sjómanna og þeim sem best ganga í að skjóta nýjum stoðum undir þessa stétt bæði far og fiskimanna.Ég verð nú að segja það að mér finnst bæjaryfirvöldum á Akureyri til skammar að ætla að láta þennan hátíðisdag sjómanna afskiftalaust fram hjá sér fara.Þó að sjómennska þar sé kannske þar á undanhaldi hafa menn þaðan skipað sér sess í sögunni.ÚA var eitt sinn eitt af farsælustu togaraútgerðum landsins.Og akureyriskir sjómenn eru á minningarspjöldum þessarar þjóðar..Þó að brimið hafi leikið þá illa í núinu eiga þeir ekki að gefast upp.Bæjaryfirvöld þar ættu að sjá sóma sinn í að sjómannadagurinn þar verði haldin hátíðlegur.Ekki vera samherjar brimsins
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður.
Georg Eiður Arnarson, 30.5.2007 kl. 21:31
Það er svona þegar stórútgerðarmennirnir verða Blankir!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.5.2007 kl. 10:58
O.K.Við vitum öll hug Guðmundar vinalausa og &o til sjómanna.En að bæjaryfirvöld á Akureyri skuli sýna sjómönnum þessa lítilsvirðingu það næ ég ekki uppí.Þessi dagur á að skipa sinn sess í íslensku þjóðlífi meðan landið byggist.Kannske ekkert frekar sem frídagur heldur sem dagur þar sem íslenska þjóðin öll syrgir sína syni og dætur sem biðu ósigur í glímunni við höfuðskepnurnar.Leyfum ekki Samherja,Brimi og hvað þau nú þessar skep..... sem eru að reyna að eyðilegga þennan dag fyrir þjóðinni.Ef að þessum herrum verður gefið eftir fyrir norðan þá er fja..... laus.Bæjaryfirvöld höfðu nóga peninga til að gera miljóna starfslokasamning við mann sem er að fara á sæmilega góð launuð hjá Alþingi.En þeir eiga ekki peninga til að minnast sona sinna og dætra sem farist hafa við skyldustörf sín á sjónum og komu Akueyringum í þann lífsstandard sem ríkir þar í dag.Flestar þjóðir hafa sinn óþekkta hermann sem þeir minnast einusinni á ári.Við eigum okkar óþekkta sjómann.Ég sakna svolítið að gamli vargurinn af Króknum skuli ekki hafa gefið mér komment á þessi skrif mín um sjómannadaginn.Hann kann að orða hlutina svo að það rýkur af þeim langar leiðir
Ólafur Ragnarsson, 31.5.2007 kl. 11:35
Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef sett spurningamerki við þetta samkrull Sjómannafélags Eyjafjarðar og útgerðarmanna á Akureyri varðandi hátíðarhöld sjómannadagsins á Akureyri eða allt frá því að Árna Steinari Jóhannssyni var meinað að flytja hátíðarræðu.
Það er mín skoðun að sjómenn á Akureyri eigi auðvitað að halda daginn opinberlega hátíðlegan þó svo að útgerðirnar séu ekki tilbúnar að leggja til þess fé en það er hægt að gera ýmislegt til hátíðarbrigða þó svo það kosti ekki stórfé.
Sigurjón Þórðarson, 31.5.2007 kl. 13:06
Eins og ég hef sagt finnst mér það hneisa ef Akureyrarbær kemur ekki að þessum dagi ásamt sjómannafélaginu.Þó ekki sé til annars en heiðra minningu sem undir hafa orðið í baráttunni við Ægi.Svo eru þeir sem undir urðu í baráttu í baráttinni við brim og þeirra sanherja.
Ólafur Ragnarsson, 2.6.2007 kl. 09:23
Skömmin í þessu máli eins og svo mörgum öðrum er hjá samtökum sjómanna við Eyjafjörð. Samtökum sem ekki einu sinni geta sinnt þeirri frumskyldu sinni, að sjá til þess að sjómenn fái greitt fyrir aflan í samræmi við það sem gerist bæði hér á landi og allstaðar á byggðu bóli í kringum okkur. Sem gerir það að verkum að Samherja líðst að taka topphráefni inní verksmiðju á Dalvík fyrir 150 kr. þegar verðið er 250 á markaði.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.6.2007 kl. 00:31
Ja Hafsteinn ég verð að játa að ég er ekki alveg með á nótunum hvað sjómannaforustuna við Eyjafjörð varðar.En mér finnst bara að við landsmenn megum aldrei missa sjónar af þýðingu Sjómannadagsins.Þá á ég við sem minningarhátíð um þá sem farist hafa við Íslandsstrendur.Ég kannske kemst ekki nógu vel að orði en ég vona að menn skilji meininguna.
Ólafur Ragnarsson, 3.6.2007 kl. 13:14
Já Ólafur, meining þín kemst vel til skila og hún ætti að vera leiðarljós okkar allra varðandi þennan dag, takk fyrir það.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.6.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.