28.5.2007 | 21:38
Sjómannadagur
Nú nálgast Sjómannadagurinn.Ég vorkenni satt að segja Sjávarútvegsráðherra.Það er ekki um auðugan garð fyrir hann að gresja hvað varðar umræðuefni á þessum hátíðisdegi sjómanna.Fiskimenn hafa þurft að taka á sig miklar tekjuskerðingar vegna kótabrasks og þeim fer ört fækkandi og farmenn að deyja út.Allt vegna áhugaleysis eða rangra ákvarðanna ráðamanna.Það verður gaman að heyra með hvaða fjöðrum ráðherra reynir að skreyta sjómannastéttina núna.Það er raunarlegt að hugsa sér,árið 2007 tæpum 100 árum eftir stofnun félags sem var kallað....Óskabarn þjóðarinnar...og var stofnað af miklum eldmóð þeirra er þá byggðu og eða áttu rætur sínar í þessu eylandi að það skuli ekki vera eitt einasta millilandaskip undir íslensku flaggi.Hugsið ykkur eymdina.Við þurfum að fá lánuð flögg hjá öðrum þjóðum til að reka kaupskipaflotan.Af því stjórnvöld hafa kippt fótunum undan útgerðunum.Hvar er nú stoltið sem á að vera svo ríkt í okkur Íslendingum.Hvar er nú stoltið sem bannaði okkur að þiggja þjóðvegi og annað sem Verndararnir úr vestri vildu fá að byggja í upphafi setu sinnar hér.Við værum búnin að keyra 4faldan þjóðveg til Akureyrar í ca 50 ár.Og sennilega mörgum mannsllífum ríkari.Mér eru minnistæð orð Arons sem kenndur var við Kauphöllina þegar hann sagði eitthvað á þá leið að þeir,verndararnir rúlluðu ekki vegunum,eða flugvöllunum sem þeir vildu bygga upp og tækju þá með sér þegar og ef þeir færu.En svona er nú ástandið á eylandinu Íslandi í dag.Ekkert millilandaskip og ekkert strandsiglingaskip,nema 2 ferjur undir flaggi þjóðarinnar.Fiskiskipaflotinn síminnkandi.Ungum mönnum sem vildu hasla sér völl á þessum sviðum allar bjargir bannaðar.Hvað verður langt í að hafnsögumenn t.d.í Reykjavík verða einungis enskumælandi.Ungir menn sem vildu leggja fyrir sig sjómennsku hvað er þeim boðið uppá.Fyrir allmörgum árum voru að minnstakosti 5 starfandi íslenskar útgerðir með nokkra tugi skipa öll með íslenskum áhöfnum og undir því flaggi sem mörgum fnnst hvað fallegast í heimi því Íslenska.Einn útvegsmaðurinn sem hefur verið með skip sín eins og jójó milli þjóðfána talaði um daginn um að það ætti að mennta skipstjórnarmenn til starfa Wordvide í skóla við Eyjafjörð....ég vona að mig misminni ekki....Hvað hefur Eyjafjörður framm yfir Reykjavík hvað það varðar.Gilda ekki STCW -Conventionen og EBE reglurnar þar einnig.Hann ætti að vita það manna best hvernig þessum málum er háttað eftir allar útflaggarirnar.Nei ég myndi ráðlegga Sjávarútvegsráðherranum hreinlega að gufa upp á Sjómannadaginn.Fara bara uppí sveit og snakka við bændurnar.Og eitt að lokum mér finnst það vera ráðamönnum þessarar þjóðar til ævarandi skammar að happaskipið B.V. Ingólfur Arnarsson skildi vera seldur í teskeiðar til Spánar.Gera menn sér grein fyrir að þegar hann kom nýr fyrir rétt rúmum 60 árum var hann alfullkomnasta fiskiskip í heimi.Hann var t.d. fyrsta fiskiskip í heimi með radar.Þ18/2 á þessu áru voru 60 ár liðinn frá komu hans í fyrsta skifti til landsins,Þá stóð m.a.í blöðum .....Það var bjart yfir Reykjavík í gær þegar Ingólfur Arnarsson fyrsti nýsköpunartogarinn sigldi fánum skreyttur inn á höfnina Forsjónin hafði séð fyrir því að Reykjavík gat tjaldað sínu fegursta þegar hún fagnaði komu hins glæsilega skips......Á 60 ára afmælis þessa atburðar var ekki eitt einasta orð í fjölmiðlum.Hvað skyldu margir háskólanemendur í dag vita af tilveru þessa mikla happaskips sem var lengst af var undir stjórn þess mikla aflamanns Sigurjóns Stefánssonar.Þessa mikla prúðmennis ættuðum úr Dýrafirði.Menn ættu að minnast þessara nafna á sjómannadeginum um leið og skipshöfnin á Sæbjörgu yrði heiðruð fyrir ómetanleg störf fyrir öryggiÍ slenskra sjómanna.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 536898
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Óli, en syndarmenska sjávarútvegsráðherra á sér enginn takmörk. Á sjómannadeginum í fyrra sagði hann að loks væri kominn almenn sátt um kvótakerfið, það var þá . kv.
Georg Eiður Arnarson, 28.5.2007 kl. 22:20
Já Anna.Ég tók einmitt úr Mogganum þetta sem ég sagði að væri úr blöðunum.En einu gleymdi ég Gunnar Auðunsson var 2ar stýrimaður og ég veit ekki annað en hann sé á lífi en.Það geta verið fleiri af áhafnarmeðlimum Ingólfs í þessari hans 1stu heimsiglingu sem eru á lífi í dag.Það væri verðugt verkefni að grennslast fyrir um það og gera eitthvað í því sambandi á Sjómannadaginn.Ég var 2svar á Ingólfi með sæmdarmanninum Sigurjóni
Ólafur Ragnarsson, 29.5.2007 kl. 01:49
Ég er sammála þér að staða Einars K. er aum en hann virkar á mig eins og kontóristi sem starfar í einhverju vonlausu kerfi en alls ekki stjórnmálamaður með sýn á framtíð atvinnugreinarinnar.
Það hlýtur að vera áhyggjuefni að þrátt fyrir hundruða milljóna opinber fjárframlög í AVS sjóðinn sem á að auka virði sjávarfangs og milljarða kostnað við eftirlit í sjávarútvegi að þá skuli útflutningsverðmæti greinarinnar dragast saman og svindlið vera í milljarðavís.
Sigurjón Þórðarson, 29.5.2007 kl. 16:26
Já við vitum þetta Sigurjón en það er eins og stór hluti þjóðarinna kæri sig kollótta. Elítan í 101 hefur ekki snefil af áhuga. Fólk segir oft við mig þetta þýðir ekkert þeir eru búnir að eignast þetta. Það þarf að finna ráð eða aferðir til að koma þessu almennilega inn í umræðuna. Spurning að stofna áhugahóp sem væri samstettur af hæfileikafólki í fjölmiðlun og vant kynningarherferðum.
ragnar bergsson, 29.5.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.