Velferðin

Nú er tími Jóhönnu kominn.Í Velferðarráðuneytinu,flott nafn.En ef ég misheyrði ekki þá var hún nú strax byrjuð að draga í land og tala um fallegar tölur á blaði sem kannske ekki væri  hægt að fjármagna.Það er oft gott að vera gagnrýnin þegar maður er án ábyrgðar.En það verður gaman að fylgast vel með hvað gerist í Verferðarráðuneytinu á næstu vikum og mánuðum.Nú eru blikur á lofti hvað erlenda verkamenn varðar.Hvernig taka Jóhanna og Gunnlaugur á málefnum þeirra.Í sambandi við Flateyri  sagði einn sem kýs D þetta við mig um daginn:.....Hvern fja.... varðar okkur um þetta.Maðurinn seldi bara businessinn.Ég held að þessir útlendingar geti bara hundskast heim til sín......Svo mörg voru þó orð.FF virtist vera eini flokkurinn sem þorði að tala um málefni innflytenda af einhverri alvöru en fékk á sig rassistastimpil einmitt frá kjósendum D-listans.FF var líka eini flokkurinn sem sá vandamál í sambandi við kódan.Allir vita af vandamálinu en vilja ekki viðurkenna það.Að er svo að síast út hjá Fiskistofustjóra og Sjávarútvegsráðherra að það séu kannske svona smávandamál með nokkur þús.tonn.Skildi þeim takast að þegja Kompásmálið í hel.Það skildi þá aldrei vera.Ég hef heyrt að það séu nokkrir alkahólistar af erlendu bergi brotnir farnir að koma á Vog.Og að það þurfi túlka á fyrirlestrana þar.Ég persónulega hef hvorki á móti alkahólistum eða útlendingum en skyldi ekki vera betra að kenna innfluttum alkahóilistum sæmilega íslensku strax og þeir koma hingað svo að túlkakosnaðurinn verði minni.Það mætti kannske setja víðar kóda.Ég er þess fullviss að stjórnarandstaðan á eftir að veita gott aðhald á komandi þingi.Mér þótti miður að Kolbrún Stefánsdóttir skildi ekki ná inn á Þing.Hún hefði verið verðugur fulltrúi þeirra sem minna mega sín og þekkir vel til verka í þeim geira.Ég held að hafi verið heppni fyrir FF hafi að fá hana í sínar raðir um leið og flokkurinn losnaði við Ögurveldið.Kolbrún er einlægnin og traustið uppmálað.En það má segja að það sé huggun harmi gegn að vinur minn Grétar Mar komst inn.Hann og Kristinn eiga eftir að láta í sér heyra á næstu árum og taka þráðinn upp eftir þá Magnús og Sigurjón,ásamt Guðjóni og Jóni.Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Tek undir þetta hjá þér. Við hjá FF fengum skammir í hattinn fyrir að mynnast á það sem blasir við öllum sem vilja það sjá. Já það hefði verið gott að fá Kolbrúnu Stefáns.á þing ekki til að berjast fyrir þá sem minna meiga sín heldur fyrir þá sem eiga undir högg að sækja .Það er ekki til fólk sem minna má sín ef allir fá sín tækifæri út frá sinni getu og forsendum þá ættu allir að vera ánægðir.Þannig að ég kýs að túlka þetta þannig að það fólk sem er bundið í fjötra skerðinga er fólk sem á undir högg að sækja gagnvart þeim sem fara með valdið hverju sinni

Grétar Pétur Geirsson, 27.5.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er ekki lengra en fjögur ár í næstu kosningar jafnvel styttra held ég og þá hef ég trú á að Kolbrún ásamt Magnúsi og Sigurjóni komi inn ásamt fleirum. Þá verða þau mál sem nú krauma undir sprungin út eins og graftarkýli á vordegi og allir vildu Lilju kveðið hafa. 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.5.2007 kl. 00:30

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála ykkur báðum og tek undir með þér Grétar Pétur" .Það er ekki til fólk sem minna má sín ef allir fá sín tækifæri út frá sinni getu og forsendum þá ættu allir að vera ánægðir"

Ólafur Ragnarsson, 28.5.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 536900

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband