11.5.2007 | 00:45
Austanblokks mafía.
Ég hjó eftir því hjá Eiríki Haukssyni að hann talaði um austanblokks mafíu.Það vita allir sem vilja vita að í þessum 15 fv ríkjum Sovjet + leppríkjunum eru starfandi sterkar mafíur.Hópar af mönnum sem starfað hafa í svartamarkaðsbraski í fjölda ára,kannske alla æfi.Ég var í St Petersbourg um áramótin 1991 þegar Rússland fékk svokallað sjálfstæði.Ég hafði oft siglt til Murmansk og Leningrad eins og St Petersbourg hét þá,hér á árum áður.Þá gat maður selt allan fja.... fyrir rúblur.Nú var þetta þveröfugt.Nú vildu þeir selja allan fja.... fyrir dollara.Og munurinn á fólkinu.Svartamarkaðurinn blómstraði en á annan hátt.Perestrojkan hafði staðið í nokkur ár.Áður hafði þetta fólk á sér höfðinglegt yfirbragð,nú virtist það bugað og var niðurlútt.Eins og ég hef sagt sjáum við sjómenn heimin með öðrum augum en ferðafólkið.Fátækrahverfin í hafnarborgunum eru yfirleitt upp af höfnunum sjálfum.Í gegn um þau þarf maður að fara til að komast í miðbæinn.Nú sá maður sjón sem ég mun seint gleyma.Á markaðstorgum sem maður sá nú í upphverfum hafnarinnar var allslags kjötmeti af ólíklegustu dýrum.Það hafði ekki verið alltaf verið haft fyrir því að flá þau svo að tegundin leyndi sér ekki.Þarna voru á boðstólum rottur,kettir,kaninur auk dýrari tegunda.Rotturnar voru ódýrastar.Úr þessu umhverfi koma svo ungir upprennandi glæpamenn sem þeir eldri ná tökum á.Þessir menn eru svo þjálfaðir upp í allslags glæpaverkum.Neyðin kennir nakinni konu að spinna,stendur að mig minnir eihverstaðar.Unglingarnir sem ánetjast þessum mafíum vaða í dauðan fyrir sína VELGERÐARMENN.Ég held að við sem höfum lifað hér á Íslandi komum seint til að skilja hvernig fátækt er virkilega.Ég man fátækrahverfin í mörgum borgum og í mörgum ríkjum og ég get skilið hve auðvelt það hlýtur að vera að fanga saklausa unglinga úr þessum hverfum og gera úr þeim glæpamenn.Maður finnur til magnleysis þegar maður hugsar um þessi mál.Það er full ástæða til fyrir okkur hér á Íslandi að vera vel á verði.Það er margt sem hefur farið úrskeiðis í fyrrnefndum löndum bæði hvað menntun og heilsufar snertir það vitum við sem höfum verið í þessum löndum.T.d.borgunum við Svartahaf t.d í Novorossiysk sem tilheyrir Rússlandi.Agentinn þar sagði mér að það hefði allt farið þar á verri veg.Mafíósar réðu þar flestu allavega t.d í skemmtiiðnaðinum.Fólkið svelti meðan þessir mafíósar jysu úr sjóðum sínum erlendis.Þeir vildu Stalíntímabilið aftur.Þá fengum við allavega að borða sagði ´ann.Ég get nefnd fleiri staði Poti í Georgíu.Sama sagan þar mafían með mikil völd og mikla peninga.Rúmenía ,Búlgaría just name it.Mér hefur alltaf líkað vel við Rússa allavega þá sem ég hef kynnst.Því miður eru nokkuð mörg dæmi um að mafía þeirra teygi sig langt yfir heimin.Mig langar ekki í hana hingað.Við eigum því láni að fagna að nokkuð margir rússar hafa sest hér að og hafa aðlagast vel að þjóðinni.Sama má segja um Eystrasaltslöndin,en því miður hafa komið nokkur einstaklingar hingað með slæman ásetning.Það kemur sér illa fyrir hina.Megum við lifa í sátt og samlyndi á þessu landi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 536404
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæri Ólafur! Ég finn mig í skrifum þínum um FÁTÆKT í hinum ýmsu löndum þar sem neyðin er allsráðandi og fólk vílar ekki fyrir sér að stela hverskonar nauðþurftum til að geta brauðfætt sig og sína...Ég er sjálf fædd og uppalin í fögrum sveitum Borgarfjarðar og hef aldrei þurft að líða skort frá blautu barnsbeini... Á ferðum mínum um heiminn víðsvegar varð ég vör við sama kjötmarkað og þú og mér gersamlega ofbauð!!!
Þetta varð til þess að ég get með engu móti borðað RAUTT KJÖT, þvílíkur viðbjóður að slátra köttum og hundum til áts....En þessar fátæku þjóðir hafa engan valkost og leggja sér til munns þá fæðu sem fæst dag frá degi í þeim tilgangi að halda lífi. Á Íslandi lekur smjör af hverju strái sem fáir útvaldir stjórnmálamenn hafa getað ráðstafað að eigin geðþótta fyrir sjálfa sig og vini sína... Fátæka gamla fólkið sem stritað hefur í áratugi, landi og þjóð til hagsældar við að koma upp börnum sínum og kosta menntun þeirra er ekki virt meira viðlitis en að laun þeirra eru undir öllum framfærslustuðlum. Ég hef persónulega reynt alla þá þingmenn sem sitja á Alþingi og gef þeim ekki háa einkunn í mannréttindarmálum og sé ekki að siðferðismat þeirra allra sé einseyrings virði.
Ég kem til með að kjósa Íslandshreyfinguna á morgun, frambjóðendur hennar hef ég ekki reynt af einhverju misjöfnu eða séð undir slitna skósóla þeirra á hlaupum í burt til að forðast mig og mín málefni þegar ég mæti þeim á götu.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.5.2007 kl. 16:25
Sæl Guðrún!Þú spurðir mig í annari athugasemd hvað ætti að kjósa.Ég svaraði þér þar.Ég veit deili á þér og hafði bæinn þinn fyrir augunum daglega í nokkuð mörg ár.Ég er ekki svo inn í málum hér á landi að ég geti myndað mér skoðun um þessi mál sem þér liggur svo mjög á hjarta.En ég hef verið sammála þér um flest sem þú hefur skrifað um.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 11.5.2007 kl. 19:23
Sæll aftur Ólafur. Mannréttindi hverskonar eru mín hjartans mál. Að allir séu jafnt metnir og jafnir fyrir lögum...En burtséð frá því þá væri gaman fyrir mig að vita frekari deili á þér þar sem þú veist hver uppruni minn er. Besta kveðja
Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.5.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.