20.4.2007 | 14:19
Fyrirsætur
Gleðilegt sumar.Það virðist vera að það þurfi að hafa nógu myndarlegt fólk og þá sem koma vel fyrir í sjónvarpi á framboðslistum svo að árangur eigi að nást.Ég held ungt fólk í dag hugsi allt öðruvísi um stjórnmál,ef það gerir það þá yfirhöhuð,en fólk af minni kynslóð.Og sem kannske er að sumu leiti gott og að sumu leiti frábært.Á mínum uppeldisárum voru eiginlega einu tegslin við stjórnmálamenn í gegn um blöðin og Ríkisútvarpið.Eldhúsdagsumræður voru eiginlega eina beina sambandið við Alþingi.Nema að sjálfsögöu fréttirnar þar sem sagt var frá stærstu málunum.Útvarpið var þá eiginlega eini fjölmiðillinn sem(átti allavega að vera það)var hlutlaus.Skildi ekki margur á mínum aldri hafa heyrt sagt við sig"þegiðu strákur/stelpa það eru fréttir.Nú svo voru það framboðsfundirnir í gömlu kjördæmunum sem að,eftir að maður komst á þann aldur að einhver af hópnum var"bílandi"elti.Þessir fundir voru oft hin mesta skemmtun og kærkomnir í fátæklegri dægrastyttingu þess tíma.Svo var það sjálfur kjördagurinn já það er best að tala ekki svo mikið um hann svona eftir að fermingaraldri var vel náð.Svo voru það flokksblöðin.Mogginn,Tíminn,Þjóðviljinn og Alþýðublaðið.Skoðanamyndanir flestra unglinga á þessum tíma fór held,ég töluvert í byrjun eftir hvaða blað var keypt á heimilinu og hvaða skoðun heimilisfaðirinn hafði á málinu til að byrja með,sem svo síðar átti kannske eftir að breytast hjá mörgum.Þetta er orðið alltöðruvísi í dag,Ég var að tala við konu sem komin er vel á fertugsaldurinn um daginn.Hún vildi meina að Davíð Oddson væri forsætisráðherra og"sæti strákurinn í Reykjavík" væri ábyggilega einhver ráðherra.Þar átti hún sennilega við Björn Inga.Að líta vel út í auglýsingum blaða og sjónvarps er víst það sem gildir í dag.Ég tek undir með manninum sem líkti Framsóknarflokknum við Coke Cola.Báðir væru snillingar í að auglýsa sig.Ég er með þessum orðum ekki að gera lítið úr ungu fólki í dag.Langur vegur þar frá,Við eigum miklu frjálsara og opnara æskufólk í dag en þegar ég var að alast upp.Ég man að ég las einusinni klausu sem mér fannst eiga við það sem eldra fólk sagði um okkur á mínum táningsárum.Það kom svo í ljós að þarna var að mig minnir grískur fræðimaður að lýsa unglingum mörgum árum fyrir Krist.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 536401
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll Ólafur Ragnarsson! Þetta með fréttamenn í gamladaga og núna þá sé ég mikinn mismun á þeim. Áður fyrr fluttu fréttamenn fréttir í flokksblöðum stjórnmálaflokkanna og skrifuðu um MÁL ÚT FRÁ PÓLITÍSKU SJÓNARMIÐI blaðanna, við vissum öll af því. Í dag þora fjölmiðlamenn sérstaklega ekki starfsmenn RÍKISFJÖLMIÐLISINS. RUV. ekki að segja sína skoðun þeir eru öskrandi ofurhræddir og jafnvel hlandblautir vegna hræðslu við að vera í flugvél sem er að lenda á Ísafirði í besta veðri við bestu skilyrði.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.4.2007 kl. 17:53
Ég tek undir með þér.Mér hefur funndist þessi svokallaði ríkisfjölmiðill vera verri í dag en Moggi þegar íhaldið stjórnaði honum í "den"hvað hludrægni varðar.(hann afi minn ætti að heyra í mér núna).Það vekur furðu manns hve menn þar virðast hræddir við vissa menn í þjóðfélaginu.Það er best að nefna engin nöfn.Ég segi eins og maðurinn sagði"ég hef heyrt því fleygt en má ekki með það fara"að viss maður í Háskólageiranum stjórni alveg Kastljósinu.Hverjir komi það fram og þar fram eftir götunum.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 18:24
Að sjálfsögðu stjórnar íhaldið RUV þetta er fjölmiðill ríkisstjórnarinnar og við borgum brúsann. Fréttmann til að annast fréttaflutning þar eru ofurhræddir við að missa djobbið og tala máli ríkisstjórnarinnar.. Ofur auðvelt að sjá hugrekki þeirra í það minnsta Sigmars sem fríkaði út í flugvél sem lenti eðlilega á flugvellinum á Ísafirði. Hvers eigum við að vænta frá þessum hugleysingjum? Tala þeir máli okkar almennings á Íslandi eða eru þeir ofurhræddir við að missa vinnuna og fara að fyrirmælum yfirmanna sinna?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.4.2007 kl. 19:04
Að sjálfsögðu stjórnar íhaldið RUV þetta er fjölmiðill ríkisstjórnarinnar og við borgum brúsann. Fréttmann til að annast fréttaflutning þar eru ofurhræddir við að missa djobbið og tala máli ríkisstjórnarinnar.. Ofur auðvelt að sjá hugrekki þeirra í það minnsta Sigmars sem fríkaði út í flugvél sem lenti eðlilega á flugvellinum á Ísafirði. Hvers eigum við að vænta frá þessum hugleysingjum? Tala þeir máli okkar almennings á Íslandi eða eru þeir ofurhræddir við að missa vinnuna og fara að fyrirmælum yfirmanna sinna?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.4.2007 kl. 19:48
,,Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör".
Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.4.2007 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.