"Dýrasta skip Íslands sjósett"

Mér finnst það þyngra en tárum taki að sjá glæsileg skip sjósett úti í heimi fyrir íslenska aðila sem eiga svo að fara undir erlendan fána. Þ.e.a.s skipin Hér má sjá það nýjasta hvað það varðar. Og mér finnst einn af mörgum mönnum á einni myndinni ekki eiga að brosa eins gleitt og hann gerir. Sem íslenskur alþingismaður í yfir 20 ár og þar af íslenskur ráðherra í tæpan helming af því þá finndist mér að þessi maður sem slíkur ætti að hafa þann metnað fyrir hinum fallega þjóðfána okkar, að hann hefði haft ítök um að ryðja úr vegi þær tálmanir sem sagðar eru að sé í veginum fyrir að flagga honum á nýju skipum.






Nei hollustu við þjóðfánan ern hvergi að finna innan þeirrar samkundu er alþingi nefnist. Góðir og gegnir íslendingar sem muna meira en 30-40 ár aftur í tíman muna hve stórt hlutverk Íslenski fáninn lék í sjálfstæðisbaráttunni.Og hvað íslenskir sjómenn léku þar einnig stórt hlutverk í að kynna hann framandi þjóðum. Mig langar að vitna í skrif eins af skipstjórunum sem drógu hann að húni 1 des 1918. Péturs Björnssonar skipstjóra á BORG:" Við sjómennirnir hlökkuðnm ekki minna en aðrir til sjálfstæðis landsins, en það, sem vakti mesta hrifningu hjá mér, og svo mun hafa verið um flesta aðra íslenzka sjómenn. var tilhugsunin um það, að eiga að fá okkar eiginn fána að sigla undir." Og seinna:" Ég hlakkaði svo mikið til að mega draga íslenska fánann að hún, því ekki var hann einungis tákn sjálfstæðis föðurlands míns, heldur þótti mér þá, eins og mér hefir einlægt þótt síðan litirnir í fánanum svo undur fallegir, að kalla mætti hann fallegasta fána í heimi."


Ríkisfáninn íslenski





Og Pétur lýkur grein sinni á þessum orðum:"Það verða víst margir sem brosa er ég segi,að það halfi verið eitthvað líkt tilhlökkun ungrar meyjar sem á að fara í fyrsta skipti á dansleik, en þó held ég að samlíkingin sé ekki úr vegi. Þennan fyrsta dag, sem íslenski fáninn blakti yfir mér gat ég staðið stundum saman og horft á hina hreinu fallegu liti blakta í vindinuin, og ég óskaði þess þá, eins og ég veit að allir sannir íslendingar hafa óskað þann dag, að aldrei kæmi blettur á þetta fagra sjálfstæðismerki Íslands. Svo mörg voru þau orð skipstjórans farsæla Leturbreytingarnar voru mínar

Hér  má lesa færslu frá því 1 des sl um sama mál

Fáni Forseta Íslands





Annar farsæll kaupskipaskipstjóri Jón Eiríksson skrifar m.a. um sama mál: "Þjóðfáninn á að vera hverjum þjóðhollum manni heilagt tákn. Hann má ekki óvirða. En það er hægt að óvirða hann bæði með því að sýna hann á röngum stað, og röngum tíma og á rangan hátt. Og með því að sýna hann ekki á réttum stað og réttum tíma og á réttan hátt"  Síðan heldur Jón áfram og segir m.a :Íslenskir sendiherrar eða ræðismenn eða aðrir fulltrúar fyrir íslenska ríkið voru þá engir í öðrum löndum, svo ísl. sjómenn munu að mestu hafa verið einir um þann heiður að kynna fánann út um heiminn fyrst í stað." Tilv lýkur Nú er búið að taka þennan heiður af íslenskum sjómönnum. Bjarni Jónsson frá Vogi orti 1918 ljóð sem heitir Fáninn"
Svona er fyrsta erindið

"Höfin lengi horfðu' og spurðu:
Hvar er, ísland, fáni þinn,
þeim er léttfær áður urðu
úthöfin sem fjörðurinn?
Höfin, fáni, fagna þér!
Far og langþráð svar þeim ber."

Og síðasta erindið:

"Undir loft og löndin taka
landvættanna siguróð,
sól og eldar yfir vaka
íslands heiðri, göfga þjóð.
Víða' um heim til heiðurs þér
hátt þinn fána, ísland, ber!

En nú er Snorrabúð stekkur hvað þetta varðar Enginn. Alls enginn ráðamaður hérlendis er það mikill íslendingur í sér að honum varði eitthvað um þetta mál Og íslenskir alþingismenn láta taka af sér myndir "skælbrosandi" við sjósetningu á glæsilegum skipum í íslenskri eigu en sem eiga af veifa annara landa fána. Þeir ættu hreinlega að skammast sín fyrir að láta þetta mál kyrrt ligga Þó þeir státi af lopapeysum sem jafnvel eru prjónaðar erlendis með íslensku munstri. Þeir ættu að hreinlega að hrista af sér slenið og gefa þjóðinni það í 70 ára þjóðhátíðargjöf að hin glæsilegu íslensku skip hafi hinn fallega fána í skut en ekki sem gestafána í íslenskum höfnum En hér má lesa samþykkt alþingis frá 2007 um íslenska skipaskráningu

mbl.is Dýrasta skip Íslands sjósett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband