1.8.2013 | 23:33
"Ég hef haldið kjafti"
Þessi færsla er smá tjékk á tjáningafrelsinu hér á þessu landi Ég hef haldið kjafti helv... töluvert lengi En nú finnst mér að mál að linni hvað það varðar. Maður var orðin svo orðlaus yfir hvernig Jóhanna og Steingrímur,"grímulaust" dróu eldriborgara öryrkja og þá sem minna mega sín niður í svaðið. Svo komu kosningar og sjá maður glaptist á loforðum um betri tíð og blóm í haga 1 ágúst var sagður tímamótadagur hvað vænkandi hag varðaði hjá f.g flokkum fólks.
Það var talað um að lífeyrissjóður myndi ekki skerða grunnlífeyririnn. Ekki veit ég hvað bilaði en ég fékk nákvæmlega sömu upphæð útborgaða frá TR og mánuðinn áður. Maður er nú orðin svo gamall sem á grönum má sjá og búinn að lifa lífinu stundum út á ystu brún á hinnu breiðu braut en síðustu rúm þrjátíu árin haldið mér á þeim þrengri. En maður er orðinn hugsi yfir hvernig komið er fyrir þeirri þjóð og því landi sem maður á árum árum var svo stoltur af að tilheyra. Og maður spyr sig nokkurra spurninga:
Getur þjóð sem ekki getur haldið uppi nægilegri lögæslu fyrir þegna sína talið sig skjálfstæða ? Getur þjóð sem ekki getur haldið uppi nægilegri heilsugæslu fyrir þegna sína talið sig sjálfstæða ? Getur þjóð sem misst hefur stærsta hluta banka kerfisins í hendur erlendra hrægamma ( sem sennilega eru betri en þeir íslensku voru) talið sig sjálfstæða ? Getur þjóð sem ekki getur hlúð að þeim sem minna mega sín vegna fötlunnar og öldrunar talið sig sjálfstæða ?. Væri ekki einstaklingur sem hegðaði sér eins og stjórnvöld þessa lands undanfarin ár komin fyrir löngu inn við sundin blá. Með fullri virðingu fyrir þeim aðilum sem þar verða að dvelja vegna veikinda sinna.
Stjórnvöld sem heimiluðu eftirgjöf á milljarðaskuldum stóreigna manna meðan margnefndir "minna mega sín flokkar" voru rúðir inn að beini. Þau ætla nú að hækka afturvirkt (sem fjármálaráðherra telur sjálfsagt) um 20-30 % laun hálaunaðra embættismann Mig minnir að sú stjórn sem nú starfar verði 70 daga á morgun Hvað liggur eftir hana: EKKERT Eitt allsherjar 0, síró. Hinn mikli vonar dagur 1 ágúst brást Og ég held að konsningafroðan sé að þynnast út Og þegar sá helblái Ingvi Hrafn á INN er nú farinn að bölva henni fyrir sinnuleysi þá er nú skörin farin að færast upp á bekkin Verið ávallt kært kvödd
PS Það var tekið afrit af þessari færslu og hún birt annarstaða verði henni hent út hér eins og þeirri síðustu Sömu kveðjur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 536402
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.