"Ég skil ekki hvernig Vala Matt"

Ég skil ekki hvernig Vala Matt fer að halda sér svona vel. Hún sannar hreinlega orðaleikinn:"Einusinni var ég ung og falleg en nú er ég bara falleg .

Maður sá hana fyrst fyrir einhverjum áratugum. Ég nenni ekki að gá að hve mörgum. En hún hefur akkúrat alls ekki breyst..Maður fer helst að halda að hún sé í álögum. Ég held að létt lund og glatt sinni geri kraftaverk.

Hún virkar þannig á mann að maður kemst í gott skap bara að sjá mynd af henni. Lífgleðin og hamingan geislar af henni. Kært kvödd


mbl.is Gleði hjá Völu Matt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll gamli vin.

Er nú karli farin að daprast sýn?

Valmundur Valmundsson, 20.7.2012 kl. 13:33

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn góði vinur. Nei ég held svei mér þá að sjónin sé að að batna. Mér finnst konan eiginlega glæsilegri í dag en hér í "den"  Nú er sumarleifi vissar manna að renna sitt skeið svo fundir í vissu húsi fara að byrja aftur. En hvað um það sértu ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 20.7.2012 kl. 19:21

3 identicon

Sæll vinur.

Ef hann kemur ekki úr sumarfríinu á mánudaginn höfum við samband við Umba þingsins. Til hamingju með nýja bílinn.

umrædd kona minnir mig stundum á útgerðakonu, sem ég tel mig þekkja nokkuð vel.

'i morgun vaknaði ég með Nokkra mínútna nautn og gleði - níu mánuði í örgu geði ,,,,,,, og svo framvegis

á vörum. Það er gott að sumir skuli hugsa til manns, þrátt fyrir allt.

Kært kvaddur.

Óskar Þórarins.

Óskar þórarinsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 16:52

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Óskar og ég þakka innlitið. Já ætli hann standi ekki við að koma úr fríinu. Maður er eiginlega búinn að vera eins og húsbóndalaus rakki stjórnlaus út um alla Eyju.  En hvað um það. Í sambandi við konuna sem varð kveikjan að þessum spuna öllum. Heldur þú að frændi þinn hefði ekki sagt um hana:”láttu gömlu augun um þetta” og strokið lokkinn frá frá þeim.  Gömlu augun eru vel dómfær þegar fallegar konur eiga í hlut því eldri augu því fallegra kvenfólk. Síðast þegar ég heimsótti augnlækni sagði hann við mig:” þú myndir sjá helmingi betur ef gleraugun þín væru ekki svona skökk”. Nú út af þessu með gömlu augun hef ég ekki látið rétta þau. Því eins og hvað ýmsir vessar eru uppurnir og engin von um nýrækt hvað það varðar þá gætu ýmsar mishreinar hugsanir farið af stað sæi maður mikið meir af fall.... ja nú er eins gott að hunskast út af hinum hála ís sem ég er kominn út á. Og kveðja þig kært sem ávallt

Ólafur Ragnarsson, 22.7.2012 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband