Mislestur og - prentun

Það er með ólíkindum hvað einn stafur getur breitt merkingu orða. Þega ég las þetta fyrst las ég "Bretagarður" í o.sv fr Á öðrum stað í öðru blaði las ég "Halldór öfugur" Og ég hugsaði, þegar ég sá um hvaða Halldór var að ræða" Ja hver fjan.... flestir eru nú að koma út úr skápnum núna í góða veðrinu. (með mestu virðingu fyrir samkynhneigðum.) En hið rétta var "Halldór öflugur"

 

 

Einusinni las ég undir mynd að stórglæsilegri stúlku. "Syndir á sunnudögum" Þarna var enginn stafa mislestur  en grái fiðringurinn fékk mig til að sperra augun. En þá var þetta ung og falleg sundkona sem æfði sig á sunnudögum.

 

 

Ein alvarlegasta misprentun sem ég hef lesið um skeði í "eldgamla" daga úti í Danmörk. þegar prentarar settu alla stafi handvirkt. Skrifað var í  bæjarblaði út á landi um nýlátna barónessu og gjafmildi hennar. Prentarinn ætlaði að setja "Hendes kasse var altid åbent for alle, der havde brug for hjælp" En hann setti óvart stafinn u í staðin fyrir a í orðinu kassi. Allir sem kunna eitthvað í dönsku vita hvað það þýðir. Og auminga prentarinn missti starfið. Kært kvödd


mbl.is Brettagarður í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skortur á einni kommu getur breytt miklu:

"Við þökkum öllum gestum fyrir komuna í 20 ára brúðkaupfsmæli okkar.

Gréta, Barði börnin."

Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2012 kl. 22:27

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Guðmundur og ég þakka innlitið. Já satt segir þú. Ég þekkti hjón þar sem húsbóndinn hét Barði. Og þau notuðu það óspart í svipuðum stíl og þú lýsir. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 17.7.2012 kl. 23:10

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll gamli.

Alltaf stutt í gamnið hjá þér og órana þótt ellimóður sért.!!

Valmundur Valmundsson, 20.7.2012 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband