"minnst bera úr býtum "

Í þessari frétt segir:"Flest loforð um bætt kjör til handa þeim sem minnst bera úr býtum hafa verið svikin " Í annari frétt segir:  "Félagið telur ólíðandi með öllu að kjarasamningar skuli vera í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda og skorar á stjórnvöld að standa við gefin loforð" Þetta eru hvoru tveggja tilkynningar frá sitthvoru Verkalýðsfélaginu til sjórnar "hinnar vinnandi stétta" eins og ég sá þessa ríkistjórn einusinni kallaða.

 

 

Og þrátt fyrir miklar upphrópanir á sínum tíma frá forustu ASÍ er þetta nú orðið að  smásuði. Getur sæmilega skynsamur maður sem man lengra en tvö eða þrjú ár aftur í tíman gert sér í hugalund hvernig þau Jóhanna og Steingrímur væru búin að láta í ræðustólum nú væri hér "hægrisjórn" Já og vissir drengir í ASÍ . Þá væru þeir ekkert að velta sér upp úr kauphækkun á næstunni. Þá myndi allt vera logandi í verkföllum. Sjaldan hefur tilgangsleysi stjórnmála og sleikjuháttur sumra svokallaðra verkalýðsforinga verið jafn berlegur

 

 

 

Það var æpt fyrir nokkrum misserum SVIK VIÐ KJARASAMNINGA "En nú er söngurinn hljóður og horfinn,. aðeins hljómar frá bjöllunnar klið" Eins og þægum drengjum ber að vera. Mamma Jó og pabbi Stein búin að siða óþekktar ormana sína. Og allt komið í frið og spekt.  Eldra fólk sem "slysaðist" til að veita þessu liði brautargengi verður nú illilega fyrir barðinu á þessu áttavillta "Íhaldspakki" sem telur sig vera á vinstri kantinum en gengur afturábak. Og allt sem það gerir  eru skref afturábak  Kært kvödd


mbl.is Flest loforð verið svikin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála félagi var að ræða við mann sem að starfar í kjaramálum og segja honum að ég vildi í verkfall. Mér fannst athyglisvert að hann sagði að það þýddi ekkert að gea neitt þegar að það værivinstri stjórn. Grátlegt en satt. Síðan eru vinstri menn hissa á að fólk kjósi hægrifloka upp til hópa.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.1.2012 kl. 08:05

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn góði gamli vinur og sveitungi. Og um leið og ég óska þér gleðilegs nýs árs þakka ég þér innlitið. Já þú hefur lög að mæla. Flestir (samt ekki nærri allir) verkalýðsleiðtogar svokallaðir er svo langt upp í rass...... á Jóhönnu & co að það sést bara rétt í iljarnar. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 15.1.2012 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband