"Þetta var frábært "

Þetta var frábært og en og aftur enn og aftur sannar Þyrlusveit LHGÍ gildi sitt. Talstöðvarleysið í skálanum er sennilega afleiðing af þessari furðulegu skemmdarfýsn íslendinga. Maður gekk oft um fátækrahverfi borga í löndum sem við þessi siðmenntaða og menningarlega þjóð litum hálfpartinn niður á.

 

Þá sá maður síma og sjálfsala í fullu lagi. En neyðartalstðvar í skipsbrotsmannaskýlum og neyðarsímar t. d við Reykjavíkurhöfn fékk aldrei frið fyrir skemmdarvörgum. Ímyndið ykkur hve það hefði sparað mikinn kostnað og jafnvel tár ef einhverskonar samskiftabúnaður hefði verið í skálanum. Kært kvödd


mbl.is Voru í skálanum yfir nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óli, já ég  tek heilsshugar undir þesa færslu þína. Þetta var frábært og en sannar Þyrlusveit LHGÍ gildi sitt.

Takk fyrir þetta Óli

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.12.2011 kl. 22:32

2 identicon

Það var vitað að mennirnir ætluðu að fara í skálann. Var ekki óþarflega mikið umstang og of margir sendir af stað? Þetta eru Íslendingar, vanir menn og ef einhver var hræddur um þá hefði verið eðlilegast, að mínu mati, að senda einn bíl upp í skálann til að athuga hvort þeir væru ekki í lagi. Ástæðan fyrir áhyggjum var væntanlega talstöðvarsambandsleysið. Þyrlusveitina ber að lofa, en mennirnir hefðu skilað sér þegar veðri slotaði. Það er ekki nokkur vafi.

Guðjón Hafliðason (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 00:45

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Talsöðvarleysið hlýst af því að fjarskiptasamband er ekkert þarna niðri í Egilsseli, nema í gegnum VHF, og þó svo að það væri VHF stöð þarna þá er hlustun á þær rásir sem nást, (sennilega bara endurvarpi 3 á Sendli í Vatnajökli) takmörkuð eða engin.

En þetta atvik vakti menn til umhugsunar og nú þegar er verið að bleyta höfuð til að finna leiðir til að tengja þenna skála umheiminum, en sennilega er þetta eini skálinn hér austanlends sem ekki er í fjarskiptasambandi við umheimin.

Varðandi umstang og of marga menn, þá hefur það nú oft sýnt sig að betra er að senda heldur fleiri af stað en færri, ef að hlutirnir þróast á verri veg.  Það tekur langan tíma að komast á þetta svæði og því mikilvægt að koma mönnum af stað ef til "alvöru" leitar kemur.

En allt er gott sem endar vel, og allir kominir heilir heim, ég held að það sé mikilvægast...

Eiður Ragnarsson, 12.12.2011 kl. 08:36

4 identicon

Mjög skrítinn fréttaflutningur af þessu máli virðist sem hinir týndu megi alls ekki tjá sig allavega er eingöngu sagt frá fjölda tækja kannski bara sport í gangi .Held að menn hafi hlupið á sig eins og oft áður.

Binni (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 08:58

5 Smámynd: corvus corax

Mig minnir að sagt hafi verið frá því í fréttum í upphafi leitar að mennirnir hafi ætlað að vera í Egilsseli svo þeir voru ekkert týndir og fundust því ekki. Hins vegar voru þeir ekki í sambandi við umheiminn og þess vegna ástæða til að ná sambandi við þá þar sem veður var afleitt og fólk vill vita um sína.

corvus corax, 12.12.2011 kl. 09:42

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir strákar og ég þakka innlitið. Ég held að eitt mjög gott hafi komið út úr þessu. Góða æfingu fyrir þyrluáhöfnina. Ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá. En ég hafði nú gamaldags "talstöðvar" sem eru löngu komin úr móð í huga. En góð skýring kom frá Eið Ragnarsyni Verið allir kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 12.12.2011 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 536217

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband