"gleðilegt "

Mikið er það gleðilegt að fyrirtæki skuli hugsa svona hlýlega ti lítilmagnans. Því ekki gera stjórnvöld það. Þau stjarnfræðilegu skil sem er á milli þeirra og fg hópsins eru virkilega ljós nú um jólin.
 
 
 
Einhvernveginn á maður erfitt að ímynda sér Gleðileg jól hjá þessum trúleysingum sem nú stjórnar landinu. Við sjáum byrjunina í Reykjavík. Og síðasti jólaglaðningurin er nú í undirbúningi hjá þessari mestu íhaldsstjórn sem þessu landi hafa stjórnað frá lýðveldisstofnun, bensínhækkun.
 
 
Þeim finnst ekki nóg að skerða bætur lítilmagnans svíkja umsamdar hækkanir á þær,nú á að sjá til þess að þeir komist ekki spönn frá rassi vegna kostnaðar þ.e.a.s. þeir sem eiga einhverja bíldruslu. Og ekki er bjart á himni framboðmála ef nú Gnarr syndromið á að verða landlægt. Kært kvödd

mbl.is Gáfu Fjölskylduhjálpinni yfir 400 kuldaflíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega í tíma töluð þín orð Óli minn!

Meira segja K.B. og hreppsnefndin í Borgarnesi hafði sína sál hér á árum áður. (Nú er ég ekki að meina síðustu K.B.-stjóra) Það er meira en hægt er að segja um nútíma stjórnmálamenn hjá ríki og borg+bæjarfélögum. Við fengum allavega að fara með "faðir vorið"

og ahldin voru "litlu jólin" í barnaskólanum.

Nú þurfa Reykvíkingar að fara með poka og betla mat.

Svona bara til hugleiðingar: "Núna á að endurnýja ráðherrabíla".

Kusum við núverandi þingmenn til að endurnýja bílaflota ræflanna?

Jóhanna (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Trú manna er ekkert annað en upplfun hvers og eins á almættinu og jafnvel líka trú manna á því hvort almættið sé yfir höfuð til. Þeð geta því engin trúarbrögð talist vera réttari en önnur frekar en að ein stjórnmálaskoðun sé réttari en önnur. Orðið "villutrú" er því orðskrípi yfir eitthvað sem er ekki til. Þaðan af síður er hægt að tala um það sem eitthvað réttari trú að almættið sé til heldur en sú trú að það sé ekki til. Það hefur aldrei verið hægt að sanna eða afsanna tilvist almættisins og það mun sennilega aldrei verða hægt. Það merkir hins vegar ekki endilega að almættið sé ekki til og því ekki hægt að segja að þeir hafi rangt fyrir sér sem halda því fram frekar en þeir sem halda því fram að svo sé ekki.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2011 kl. 21:42

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl verið þið og ég þakka innlitið. Jóhanna ef þú ert sú sem mig grunar á þekktir þú bæði Friðrik Þórðar og Þórð Pálma. Ég veit að þeir gerðu mörgu greiða fyrir jólin en vildu ekki hafa hátt um það. Sigurður ég er sammála flestöllu sem þú segir. Og ég skal breyta orðinu villitrú þarna í færslunni. Hvað um það verið bæði kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 22:03

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta líst mér mun betur á. Orðið "trúleysingi" er orð sem getur alveg átt við mann sem játar enga trú og er ekkert skammaryrði. Ég efast hins vegar um að þau sem nú stjórna landinu séu upp til hópa trúlaust fólk. Þau eru að reyna að gera eins vel og þau geta úr mjög þröngri stöðu. Menn eyða ekki rúmlega 200 milljarða króna halla á ári á ríkissjóði án þess að allir finni fyrir því. Það hefur þó verið forgangsraðað þannig að láta eins lítið af byrgðunum og kostur er lenda á þeim lakast settu og hefur það tekist dável þó vissulega hafi þeir þurft að taka einhverjar byrgðar. Hvað bensínhækkun varðar þá er það ekki bara hluti af aukinni tekjujöflun ríkisins heldur líka hluti af unhverfiverndarstefnu stjórnvalda þar sem stefnan er að draga eins og kostur er úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Það eru heldur ekki allt trúleysingjar sem tóku ákvarðanir um samskitpti skóla og trúfélaga sem ég held að þú sért að gagnrýna í orðum þínum. Það eru margir trúaðir sem eru þeirrar skoðunar að trúboð eigi ekki heima í opinberum skólum þar sem öll börn eru skylduð til að vera heldur aðeins trúabragðafræðsla og það með áherslu á Kristni vegna sögu okkar. Reyndar tel ég að í ljósi sögunnar ætti líka að vera áhersla Ásatrú.

Það er líka þannig að út frá jafnræðissjónarmiðum er ekki hægt að réttlæta að ein trúarbrögð hafi forgang umfram önnur í aðgang að börnum okkar í skólum. Þannig þarf strangt til tekið að ákveða hvort öll trúfélög eigi að hafa aðgang að börnum okkar í skólum landsins eða ekkert þeirra. Eitthvað segir mér að þú yrðir ekki hrifin af því ef afkomendur þínir sem eru í grunnskóla færi með skólanum til Félags Múslima á Grensársveginum og þar væri ástundað trúboð gagnvart þeim og þau látin taka þátt í helgihaldi þar. Ég persónulega væri ekki hrifin af slíku trúboði en tel æskilegt að börn mín séu frædd um öll helstu trúarbrögð mannkyns og gæti alveg sætt mig við að farið væri í slíkar heimsóknir með fræðslu í huga ef tryggt væri að ekkert trúboð fælist í því. Öflugasta vopnið gegn fordómum er fræðsla. Því miður eru miklir fordómar gagnvart Múslimum og Islan á Vesturlöndum í dag og gegn því þarf að bregðast.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2011 kl. 23:20

5 identicon

Sigurður M. Grétarsson kl.23:20

Ég er ekki að tala um nein sérstök trúarbrögð.

Ég er að tala um tilhlökkun barna að jólin væru í nánd.

Hefði ég fæðst í einhverju landi, þá væri það t.d Ramadan.

Okkur krökkunum hlakkaði til jólaballsins, sem yfirleitt var haldið stuttu eftir áramót.

Minn skóli kenndi enga sérstaka "trúarbragðasögu". Samt hef ég komist þokkalega í gegnum lífið.

Engin ofsatrú er ekki til í mínum huga. En ég trúi á "eitthvað eitt" sem öllu ræður. Ég trúi á það góða sem finnst í hverri manneskju(undanskyldir eru glæpamenn sem drepið hafa vilja og getu íslendinga, megi þeir brenna í h......) Hinir sem að eru í vandræðum með sínar skoðanir og vantrú, eiga að láta aðra í friði með sína barnatrú. Sem er ég, og margir fleiri.

Óli minn! Guð gefi þér góð jól! og gott nýtt ár.

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 01:37

6 identicon

Í fjórðu línu á að standa: Ef að eg hefði fæðst í einhverju öðru landi. Biðst velvirðingar á þessu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 01:51

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl bæði tvö og ég þakka innlitið. Ég er innilega sammála ykkur báðum um flest þó með undantekningum með sumt hjá þér Sigurður. Til að byrja þetta með trúmál. Ég sigldi mikið á arabalöndin í nokkuð mörg ár. Kom mikið t.d. til hafnar í Alsír sem Mostaganem heitir. Ég eignaðist þar kunninga úr hópi hafnarverkamanna. Við ræddum að vísu lítið um trúmál. En mér fannst þetta bara vera menn eins og ég. Og örugglega mismunandi "trúaðir". Og hefur líkað vel við þá "múslima" sem ég hef kynnst. En ég hef mína "barnatrú" og eins og Jóhanna trúi ég á það góða í manninum. Um stjórnmálin Sigurður þá er ég ekki alveg sammála þér. Þó ég virði þínar skoðanir. Þú segir: "Það hefur þó verið forgangsraðað þannig að láta eins lítið af byrgðunum og kostur er lenda á þeim lakast settu og hefur það tekist dável þó vissulega hafi þeir þurft að taka einhverjar byrgðar. Hvað bensínhækkun varðar þá er það ekki bara hluti af aukinni tekjujöflun ríkisins heldur líka hluti af unhverfiverndarstefnu stjórnvalda þar sem stefnan er að draga eins og kostur er úr notkun jarðefnaeldsneytis." Tilvitnun lýkur Mér finnst ekki "forgangsröðunin" ekki rétt. Á þessari margumtöluð tækniöld finnst gömlum moðhaus eins og mér að spara mætti spara miklu meira í utanlandsferðum (allt á Sagaclass)  og þar af leiðandi dagpeningum hjá ráðuneytum Bara svona lítið dæmi. Og mér hefur oft þótt vera nægir peningar í allskonar gæluverkefni ráðherra. Hvað um það, er það ekki lýðræði að hafa mismunandi skoðanir á málum og viðra þær, þessvegna kveð ég ykkur bæði kært.

Ólafur Ragnarsson, 12.12.2011 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband