" er maður algerlega kjaftstop"

Nú er maður algerlega kjaftstop. Og hefði það nú einhverntíma þótt saga til næsta bæjar. Hverskonar andsk.... úrþvætti eru þarna á ferð? Hvað er eiginlega að ske??

 

Hverskonar lufsa hefur faðirinn verið ? "hræddur um að missa starfið" las ég einhverstaðar. Hann hefði átt segja upp með það sama þegar hann varð vitni að þessu. Ég var nú til sjós í 53 ár en kannast ekki við neinu þvílíku.

 

Menn voru stundum sendir eftir "vakúmi" í dós niður í vél. Sendir til að trekkja "trollklukkuna"  Gefa "kjölsvíninu" En svona ógeð var aldrei í myndinni. Og mér finndist það eiga að gefa upp hvaða skip/menn þetta var/voru. Þetta er svartur blettur á sjómannastéttinni. Kært kvödd


mbl.is Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Óli, svona lagað get ég ekki skilið.  Svona "sprell" eins og þú nefndir og að senda menn eftir "vinstri handar- spannanum" þekkir maður vel en svona óþverraskap þekki maður sem betur fer ekki.  Ég tek heilshugar undir með þér að meiri "undirlægjuhætti og aumingjaskap" hef ég sjaldan ef nokkurn tíma orðið vitna að heldur en hjá "föður" viðkomandi drengs "ÞVÍLÍKUR AUMINGI OG RÆFILL" ég vona að hann sé ekki ímynd sjómanna í dag!!!!!!!!!!!!!

Jóhann Elíasson, 15.11.2011 kl. 19:57

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jóhann. "Long time no see" Já þetta er með hreinum ólíkindum. Og mér finnt satt að sega að það hefði ekki átt að skilorðsbinda dóminn. Manni skilst að þessi "tegund" af glæpamönnum sé ekki meðhöndluð með neinum "silkihönskum" hjá hinum í fangelsum. En vonandi er þarna bara eitt einstakt atvik. Sértu ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 20:08

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Óli minn ég skoða síðuna þína daglega, en ég verð að viðurkenna það á mig að ég er alls ekki duglegur að láta vita af mér.  Ég sakna þess svolítið mikið að þú sagðir lifandi og skemmtilegar sögur af siglingum þínum til framandi landa og hafði ég og örugglega miklu fleiri mjög gaman af sögunum og myndunum sem voru með.  Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni ég vil ekki lofa því að ég verði duglegri að láta vita af mér en ég reyni að bæta mig.............

Jóhann Elíasson, 15.11.2011 kl. 22:00

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir báðir tveir sjómenn til margra ára. Ég er miður mín út af þessu máli með þennan dreng. Ekki það að hægt sé að afsaka neitt svona lagað, hvar sem það gerist, en mér finnst einstaklega átakanlegt að þetta gerist úti á reginhafi. Hann var varnarlaus, sjóveikur, hræddur og langt frá mömmu sinni eða nokkurri hjálp. Pabbinn greinilega með sama "móral" og margir sjómenn ( að mínu mati ) að gott væri að herða krakkann sem átti að mannast. Kannski eru sjómenn uppteknari af manndómstákni sínu en aðrir menn ef það er svona gaman að taka út á sér. Mér skilst að það sé alls ekki einsdæmi. Lítið fannst mér líka leggjast fyrir mömmuna að vilja þagga þetta niður er heim var komið. Undirlægjan við útgerðarvaldið hefur líklega ráðið hjá þeim báðum. Þessi drengur er hetja, bæði hugrakkur og með sterka siðferðiskennd og meiri karlmaður en þessir fantar. Ég dáist að stráknum og óska honum alls góðs. Spurning hvort barnaverndarnefnd fer í málið og metur hæfi foreldranna til að annast hann og börn almennt. Er ekki rétt að láta fara fram rannsókn á þessum bátaflota og kanna hvernig menn haga sér almennt um borð. Allavega mun ég aldrei líða það að mínir dætrasynir fari til sjós. Besta kveðja Kolla  

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.11.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband