"algerum ólíkindum "

Mér finnst það með algerum ólíkindum hvernig sú tæra stendur að þessum málum. Það á "að reyna" að leiga þyrlu fyrstu mánuði næsta árs. En þá fer TF-LÍF í umfangsmikla skoðun.

En svo er það rúsínan í pylsuendanum ef svo skáldlega má að orði komast. Hér vitna ég í greinina og eru leturbreitingar mínar:

"Fyrir liggi að TF-LÍF fari í umfangsmikla skoðun í janúar á næsta ári sem gæti tekið tvo til þrjá mánuði. Sú skoðun hafði verið áformuð nú í haust en var frestað þar sem ekki þótti viðunandi að aðeins ein þyrla væri til taks í langan tíma. TF-GNÁ þurfi hins vegar að fara í stutta skoðun í ágúst sem taki fáeinar vikur".

Aðeins einn dagur með eina þyrlu er á mjög gráu svæði. Og í ágúst, er talað um, er einn umferðarríkasti mánuður ársins Svona til hjálpar aumum fjárhag LHGÍ finnt mér að þetta lið sem tekur stórfé frá Ríkinu fyrir nefndarstörf (þótt það sé í ágætlega launuðum störfum fyrir) ætti að gefa LHGÍ launin fyrir þau. Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Gæslan vill leigja þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Grétar Sigurðsson

Hvernig væri að nota þær Þyrlur sem til eru í landinu.  Norðurflug á eina Dolphine AS365N sem er öflug vél og reyndist vel hjá gæslunni í fjölda ára.  Sú vél er líka mun hagkvæmari í rekstri en stærri vélar. Þetta gæti verið góður kostur fyrir gæsluna til að brúa bilið hjá sér og myndi spara þjóðinni míkinn gjaldeyrir sem fer í að leigja þyrlur erlendis frá.  Er nokkuð annað en að taka upp simannn og hafa samband Georg.

Jón Grétar Sigurðsson, 9.7.2011 kl. 01:08

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jón Grétar og ég þakka innlitið.Þarna hreyfir þú áhugaverðum punti. Maður hreinlega vissi ekki af þessu. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 10.7.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband