" og að lesa gamansögu"

Þetta er eins og að lesa gamansögu eftir Wodehouse. Eyþjóð hefur aðal afkomu sína af sjávarfangi. Þykist vera að vernda fiskistofna "leigir" öll tæki og tól sem nota þarf til þess og verjast ágangi í landhelgina til annara landa. Á sjálf engin skip til að flytja útflutningsvörur.  Skelfing held ég að sumar fiskveiðiþjóðir eða réttara sagt þegnar þeirra kætist.

 

 

Er ekki leikur einn að slökkva á "græjunum" og fiska að vild innan lögsögunnar?  Þó aðalstjórnin í Reykjavík verði var við eitthvað eru þeir þá ekki handalausir? En þetta kemur "aðlinum" ekkert við. Þeir skemmta sér  með mestu fjármálabröskurum  Íslandsögunnar í sinni höll sem hægt var að byggja þrátt fyrir allar hörmungar með stórum spón úr aski þeirra sem minna mega sín.

 

Það myndi hæfa þessu "hænsnahúsi" að sýna eitthvað eftir  Wodehouse í því. Þvílík skömm fyrir ráðamenn þessarar þjóðar sem telur sig meðal fullvalda ríkja. Svona er staðan:Kaupskipafloti til millilanda siglinga: 0 Varðskip til gæslu og björgunnar: 0 Björgunarþyrlur til björgnar og sjúkraflugs bráðlega: 1 

 

Þetta eru kaldar kveðjur frá mestu afturhalds og íhaldssjórn í sögu lýðveldisins til þessara sem enn fást til að stunda þann atvinnuveg sem ásamt landbúnaði kom þessari þjóð á lappirnar. Kært kvödd


mbl.is Aðeins ein þyrla verður til taks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skelfilegt ástand og alveg rétt að bæði íslensk og erlend fiskiskip geta slökkt á eftirlitsgræjunum og enginn veit hvar þau eru að veiðum. Segja bara að tækin séu biluð og geta þannig gefið upp ranga staði ef þau vilja. Þetta þekkist svo sem og núna er ekkert tæki til að hafa eftirlit á vettvangi.

Já og þessi eina þyrla fer ekki lengra frá landi en 20 sml. skv. verklagsreglum þegar aðeins ein þyrla er tiltæk.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband