"Sjómannskonan"

Aldrei má halda Sjómannadaginn hátíðlegan öðru vísi en að minnst sé einnig Sjómannkonunni Þó margt sé breitt hvað öryggi og hinn félagslega þátt varðar til hins betra þá hverfur sennilega kvíðinn í brjósti Sjómannskonnunar aldrei þegar slæm veður ganga yfir og makinn er á sjó. Skáld hafa ort til Sjómannskonnunnar falleg ljóð m.a.:

 

"Hún situr hljóð og horfir út /með hjartað þreytt af kvíða./ Það er svo langt - það er svo strangt / að elska, sakna og bíða/ Ekki veit ég hver orti, en þetta orti Lilja Björnsdóttir :  "Að elska og sakna, að vaka og vona,/ og vinna í trausti á kærleikans mátt,/ alltaf mun sjómannsins ástríka kona/ í einrúmi leika hinn sorgbljúga þátt."  Mér finnst satt að segja fáir (er að vísu ekki viðlesin maður) hafi gert Sjómannskonunni eins góð skil og séra Jakob Jónsson í Sjómannadagshugvekju sinni 1941. Þó þessi grein sé 70 ára gömul á hún vel við daginn í dag Þetta skrifaði Jakob m.a:  

"Aldrei skyldu menn metast um það, hvaða stétt sé þjóðinni þýðingarmest. Það má lengi um þau deila, hvort meiri nauðsyn sé að rækta landið, stunda sjóinn eða flytja vörur milli landa. Það má þrefa um það, hverir geri meira gagn, þeir, sem vinna með höndunum, eða þeir, sem stunda andleg störf og hvort þjóðinni beri skylda til að meta meira þingmenn sina, presta, lækna eða verkamenn. En vitringurinn Páll frá Tarsus benti einu sinni á það í svipuöu sambandi, að limirnir væru margir en líkaminn einn.

 

 »0g augað getur ekki sagt við höndina: Ég þarfnast þín ekki ! né heldur höfuðið við fæturnar: Ég þarfnast ykkar ekki«. Allar þær stéttir, sem vinna þjóöinni þarft verk, skulu metnar jafnt, og gildi starfsins fer ekki eftir því, hvort það er unnið á sjó eða landi, heldur eftir því, hvernig það er af hendi leyst. Gerir það mannfélaginu gott? Er það göfgandi og þroskandi fyrir þann, sem innir það af hendi?

Hin íslenzka þjóð hefir átt því láni. að fagna að í öllum stéttum hafa verið til menn, sem mátu starf sitt og köllun mikils. Ef rúm væri til þess, mætti sjálfsagt telja upp mörg dæmi frá hverri einustu stétt þjóðarinnar um fólk. sem ekki hugsaði eingöngu um laun sín, jafnvel ekki einu sinni um heilsu og líf, þegar skyldan var annars vegar. Flestar slíkar fórnir hafa af hlutaðeigendum sjálfum verið taldar sjálfsögð skylda.

 

Á hallæristímum dóu húsmæðurnar  oft fyrst, af því að þær skömmtuðu öðrum meira en sjálfum sér. Og ég hefi sjálfur séð Ijósmóður leggja út á sjó í opnum róðrarbáti í grenjandi roki, náttmyrkri og stórrigningu, jafn rólega og blátt áfram, eins og ef hún hefði verið beðin að skreppa yfir í næsta herbergi. Og ég hefi séð sjómenn leggja frá landi í leit eftir félögum sínum, þegar mörgum þótti sannarlega nóg að vita af einum bát í hættu. Það er mikið talað um vonsku mannanna nú á dögum, og dæmin sýnast deginum ljósari.

En ekki er þó mannfólkið yfirleitt verra en það, að hið illa þykir meiri tiðindi en hið góða, og allur þorri fólks telur það ekki tiltökumál, þó að það leggi sjálft sig í  hættu og erfiði annara vegna, að meiru eða minna leyti. I þessum efnum er það ein stétt, sem hefir nokkura sérstöðu. Það er sjómannastéttin. Ekki dettur mér í hug að fara að skjalla sjómenn með því, að þeir séu hinir einu nauðsynlegu fyrir þetta þjóðfélag.

 

Ekki vil ég heldur hvetja þá til að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um, að þeir sé betri en aðrir og eigi skilmálalausa kröfu til þesis að vera meiri taldir en aðrar stéttir. En hitt er annað mál, að flestir af oss, sem ekki erum sjómenn sjálf, erum viðkvæm undir niðri, þegar á sjómennina er minnst. Og þann mann skil ég ekki, sem er ósnortinn af þakklæti til þeirra og þá ekki, síður til kvennanna, sem »bíða heima«. Sérstaða sjómennskunnar er ekki aðeins, fólgin í því, að hún hefir meiri hættur í för með sér en flest önnur störf, heldur líka í því, að við þessari hættu má alltaf búast, þegar minnst varir,

 

»Maður heldur áfram að sigla .hérna út fyrir«, sagði austfirzkur sjómaðúr, »þangað til einhvern góðan veðurdag, að maður kemur ekki aftur«. Í hvert sinn, sem sjómannskonan tekur á móti manni sínum, finnst henni sem hún hafi heimt hann úr helju. Þetta á sér ekki síst stað á ófriðartímum sem þessum, Dánarskrár drukknaðra sjómanna sýna aðeins lítinn þátt þeirrar harmsögu, sem gerst hefir við strendur Islands eða í nágrenni, þess. Milli línanna eru aðrar sögur skráðar, og sumar dásamlega fagrar.

 

Þær eru um hetjuskap, karlmennsku, bróðurhug, hjálpfýsi, fórnarlund. Sumar eru um þá manndáð, þrek og þrótt, sem konur og börn sýndu  á sorgþrungnum dögum og nóttum. Ég vildi geta sagt við vini mína, sjómennina: »Það má mikið vera, ef þið eruð yfirleitt meiri hetjur á sjónum en konur yðar eru á landi, þegar í harðbakkann slær. Ég þekki ykkar hetjulund af afspurn, en staða mín og starf hefir oft gefið mér tækifæri til að dást að hetjunum heima«. Sjómennskan, eins og önnur störf, setur sitt mót á  á skapgerð og hugarfar manna. I ýmsu. verða þeir líkir hafinu sjálfu, með hvikulum bárum á yfirborðinu, en kyrrlátum undirdjúpum. Flestir sjómenn eru glaðlyndir og fjörugir í sínum hóp, spaugsamir og hláturmildir. Á þeim dögum, þegar áhyggjurnar eru litlar á yfirborðinu, en miklar undir niðri, er skammt skrefið frá léttlyndi yfir í léttúð.

 

 

 

Þrátt fyrir glaðVærð og óróa sjómannslundarinnar er það eftirtektarvert, að flestir sjómenn eru viðkvæmir alvörumenn undir niðri. Ég mínnist oft orða Þórólfs Beck skipstjóra, móðurbróður míns, er hann sagði: »Við sjómennirnir hljótum að verða trúmenn. Það er svo oft sem við getum ekki meira, og þá verður annar að taka við stjórn«. Mér fannst það einhvernveginn á málrómi frænda míns, að hann mundi samt ekki sleppa stjórnartaumnum svo lengi sem hann gæti eitthvað, og er það vel. En þá fannst mér ég líka skilja, hver nauðsyn sjómönnunum er á því að geta treyst æðstu öflum þeirrar tilveru, sem þeir lifa Qg hrærast í  Það er slíkt traust, bjartsýn, heilbrigð lífsskoðun,  sem skapar kjark og rósemi í öllum hættum og öllu starfi.  Af viðkynningu minni við sjómenn frá því ég var barn, hefir mér oft fundist ég verða var við„ að jafnvel gamanið væri stundum gríma utan yfir alvöru og viðkvæmni, sem þeir kærðu sig ekki um að láta bera of mikið á-

 

 

Þessa alvöru elur hafið upp i börnin sín og hún er meiri nú en oftast endranær.  Þess vegna hefir sjómönnunum sjálfum, og okkur, sem sitjum á ströndinni, sjaldan verið meiri þörf en nú á því trausti,, sem lýsti sér í orðum frænda míns. Eins af bestu sjómönnum þessarar þjóðar, og eins af beztu mönnunum, sem ég hefi kynnst  Á Sjómannadaginn sameinast aliir í því að óska sjómannastéttinni heilla og hamingju og þakka henni fyrir starf hennar og fórnir.

 

 

Gefum áhugamálum stéttarinnar gaum og sýnum í verki, að vér metum velferð hennar einhvers, oftar en á Sjómannadaginn. Margs er þörf. Það hefnir sín á allri þjóðinni, ef einhver stétt hennar er vanmetin„og þó er þúsund sinnum ver farið,ef stéttin vanmetur sig sjálf.

 

Þess vegna þarf það að vera hugsjón sjómannanna sjálfra, að stétt þeirra verði fyrirmynd að allri menningu,bæði, á sjó og landi. Hvert skip, sem siglir; hver bátur, sem létur úr vör við strendur þessa lands, á að veru eftirsótt menningarstofnun, að sínu leyti eins og litið hefir verið á gott heimili við framleiðslustörf í sveit. Að þessu ber að keppa. Guð blessi yður, sjómenn, skip yðar og heimili."

Svo mörg voru þau orð Þau eiga erindi inn í umræðuna í dag Verið ávallt kært kvödd Og gleðilegan Sjómannadag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Til hamingju með daginn og þakka þér sérstaklega  fyrir fræðandi efni sem þú setur fram.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.6.2011 kl. 22:06

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kæri vinur og bloggfélagi, þetta er frábær grein hjá þér eins og vant er, þetta er þannig skrif  að maður verður að lesa hana vandlega og í rólegheitum. Ég tek undir  allt efni hennar ekki hvað síst þar sem þú skrifar um sjómannskonuna, það er nefnilega merkilegt að þegar maður les um þessa gömlu "góðu" daga þá er eins og það hafi ekki verið til konur á þeim árum. Mikið hefur verið skrifað um líf Eyjamanna í bæði bókum og ritum en mikill meirihluti þess efis er um kallana, lítið minnst á konur.

Við erum svo heppnir Eyjasjómenn að hafa borið gæfa til að gefa út Sjómannadagsblað Vestmannaeyja  í 60 ásamt mörgum blöðum sjómannafélagana í Eyjum, þar er geymd saga okkar sjómanna og hundruð minningargreina um sjómenn og menn tengda sjónum, en eins og svo oft áður eru alltof lítið skrifað um konur.

Það væri verðugt verkefni að koma upp minnismerki um Eyjakonuna og þá á ég ekki endilega bara við sjómannskonuna.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.6.2011 kl. 23:23

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir strákar og ég þakka innlitið. Já það er á hreinu að það þarf að gera líf sjómannskonunnar sýnilegra. Og veg hennar sem mestan á alla vegu. Hún hefur því miður oft gleymst. Eyjamenn (kannske einhverjir fleiri sem ég veit ekki um ) eru að taka við sér íþeim efnum og er það vel. Verið ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 7.6.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband