"Eru ekki nokkrar hliðar á þessu máli ?"

Eru ekki nokkrar hliðar á þessu máli ? Hvernig á að flytja álið frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Er það kannske flutt storkið og hitað aftur upp á Seyðisfirð. Og ef engir þekktir framleiðendur á svona köplum koma að framleiðslunni. Fást þá kaupendur.

 

Myndi vertaki sem kæmi að línulögn kannske langa leið kaupa kapalinn af nýstofnuðu fyrirtæki sem er reynslulaust í bransanum,. Einhvern veginn finnst mér ekki öl sagan sé sögð. En ég óska Seyðfirðingum als hins besta í sinni leit að verkefnum og vona að þeim gangi þar allt í haginn. En ég held að þessi kaplagerð hafi ekki verið það fjöregg sem þeir hugðu. Kært kvödd


mbl.is Verðum ekki drepin hljóðalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki þekki ég til þeirra forsemndna sem að baki þessa fyrirtækis liggur, en get þó bent á að um rafmagnskaplaverksmiðu er að ræða. Á Reyðarfirði er framleiddir álsrengir sem ætlaðir eru til rafkaplaframleiðslu. Þessi afurð er flutt úr landi. Ekki er verið að tala um að kapalverksmiðjan bræði álið eða vinni það á neinn sérstakan hátt, heldur noti afurð Reyðaráls og fullvinni hana.

Auðvitað ætti að stuðla að því að fullvinna hér á landi það hráefni sem stóriðjan skaffar, þar sem því verður við komið.

Hvort rekstrargrundvöllur er fyrir kapalverksmiðju hér á landi og hvort hún eigi frekar að vera á Seyðisfirði en Reyðarfirði, get ég ekki sagt til um. Eins og áður segir þekki ég ekki rekstrarforsemndur þessa dæmis.

Auðvitað á að skoða með eins opnum huga og hægt er hvernig nýta megi afurðir stóriðjunnar til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar hér á landi. Stóriðjan er að framleiða hráefni til frekari vinnslu og hvert það skref sem hægt er að taka í þeirri vinnslu til landsins eykur arðinn af stóriðjunni. Það verður þó að vera rekstrargrundvöllur fyrir hendi.

Nú er þetta hráefni flutt úr landi og unnið úr því erlendis. Það er ekkert sem segir að við gætum ekki unnið þá vinnu hér á landi. Spurningin er einungis hvort hagkvæmara sé að flytja út hrávöru eða fullunna vöru. Inn í þá spurningu fléttast auðvitað hvort flytja þurfi til landsins annað hráefni til frekari vinnslu afurða stóiðjunnar.

Bottom line er alltaf hvort verkefnið sé hagkvæmt.

Gunnar Heiðarsson, 31.5.2011 kl. 07:47

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Í þessu tilfelli þarf lítið að flytja inn, ef kapallinn er háspennukapall fyrir möstur, einingis kefli til að spóla kaplinum á.  Ef við erum hinsvegar að tala um einangraða kapla þarf að flytja eitthvað inn að hrávöru til að búa til einangrun en þó ekki í stóru mæli.

Það sem þarf fyrst og fremst er orka og starfskraftur.. og það er til staðar hér...

Og plúsinn er að það kostar svipað að flytja út fullunna kapla, eins og að flytja út hráefnið.. þannig að þetta er win win eins og maðurinn sagði..

Ég verð að taka undir orð Óla í þessu máli, þetta er framtakssjóði til skammar, verkefnið er vel arðbært og það er staðsetningin sem stjórnar þessu fyrst og fremst.

Eiður Ragnarsson, 31.5.2011 kl. 11:06

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir strákar og ég þakka innlitið. Ég er  samála ykkar hlið á málinu. Þetta svarar að hluta því sem ég var að reyfa. Verið ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 31.5.2011 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband