"undirheimar Reykjavíkur"

Já undirheimar Reykjavíkur já eða Íslands er orðin harður heimur. Og þrátt fyrir andstöðu sumra framsóknarmanna verður að fylgast með aðstreymi óæskilegar glæpamanna. Og það fólk þykist bera fyrir brjósti réttindi innflytenda (sem ég svo sannarlega geri) ætti að athuga hvaða skaða slíkir menn gera hinum mikla meirihluta innflytenda sem hér eru í heiðarlegum tilgangi. Ég held að Kópavogs framsókin ætti að athuga það.

 

Ég var dolfallinn yfir málfutningi Landlæknis í Kastljósi í gær. Er maður sem ekki hefur meira vit á fíkniefnavandanum (sem virkilega er heilbrigðisvandamál) hæfur í fyrrgreint embætti. Veit hann ekki að uppeldi vit eða neitt í þá átt hefur bara ekkert með málið að gera. Ég er aðeins eldri en tvævetur Og á mínum sokkabandsárum í lífinu voru undirheimar Reykjavíkur nokkrir smáþjófar sem höfðu vissa  lækna sem skrifuðu "rebba" eins og það var kallað. Nú sumir höfðu það góð sambönd að þeir voru að selja glas og glas. Og þá uppúr 1950 voru vissir læknar sem gægt var að ganga að Stundum voru þetta gamlingar sem höfðu lítið að gera.

 

Bjórkassi, lúðuflak var stundum gjaldmiðillinn hjá okkur trollaraköllunum. En satt að segja brá manni þegar þessi umræða komst í hámæli nú. Mér datt ekki í hug að læknadópið væri svona algengt. Datt ekki hug að stærðargráðan af því í eiturlyfjaheiminum væri svo stór. Ég heyrði aðeins í Lýð Árnasyni í útvarpinu í dag. Hinum satt að segja fjölhæfa lækni. Þar kom hann með athygli verða hlið á málinu. Getur verið að sumum læknum sé haldið í gíslingu af óprúttnum glæpamönum ? Eitthvað er skrítið í þessu máli Kært kvödd


mbl.is Einn í gæsluvarðhald og annar hefur afplánun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur. Læknadópið er hættulegast, því fólk áttar sig ekki á hversu hættulegt það getur verið, vegna þess að það eru læknar sem skrifa lyfseðla út á það, án nokkurra vafninga. Nema að rítalín/conseta er mjög erfitt að fá, jafnvel þótt fólk þurfi lífsnauðsynlega á því að halda? Og vandaðar greiningar eru ekki til þess fallnar að ljúga sig í gegnum þær, því þær eru mjög viðamiklar og flóknar.

Það sem mér hefur lengi fundist dularfullt við umræðuna, er að rítalín/conserta hefur verið tekið fyrir sem einu hættulegu lyfin, og hefur Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi verið harðastur í að halda þessari einhliða áróðurs-herferð um skaðsemi rítalíns/conserta fram.

Hann hefur aldrei minnst einu orði á önnur læknadóps-lyf! Staðreyndin er að fólk sem lífsnauðsynlega þarf á rítalíni/conserta að halda sem lyfi, en fá ekki, fær með tímanum alls kyns aðra geðsjúkdóma, sem eru meðhöndlaðir með öðrum lyfjum, með lélegum eða engum árangri! Og læknar skrifa ný og ný geðlyf, sem lyfjamafían græðir á.

Fólk sem glímir við ofvirkni og athyglisbrest og fær rítalín/conserta misnotar í fæstum tilfellum þessi lyf. Greiningum er mjög ábótavant á Íslandi. Og neikvæð umræða um rítalín/conserta-notkun hefur leitt til þess að sum börn og unglingar hafa hætt að nota þessi lyf, með hörmulegum afleiðingum. Þessi hlið er þögguð niður, eins og fólk fái borgað fyrir þöggunina? En ekki lengur og þökk sé Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Kastljósi.

Lýður Árnason er greinilega gegnheill læknir, sem þorir að segja frá. Eins hefur Grétar Sigurbergsson geðlæknir reynt að segja hina hliðina á þessum málum, en ekki fengið þá áheyrn sem skyldi. Hann er mest menntaður um þessi rítalín-mál hér á landi, og gegnheill í sínu starfi sem geðlæknir. Hann hefur hjálpað gríðarlega mörgum til að öðlast mannsæmandi líf, sem hafa þurft að glíma við þetta öfugsnúna lyfjamafíu-dómara-kerfi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.5.2011 kl. 21:27

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Anna. Ekki er ég nú inni í þessum málum nú. Þekki bara nöfnin á þessum lyfjum sem  voru í tísku  hér í den. Og ég er sammála þér um "öfugsnúna lyfjamafíu-dómara-kerfi". Hvað Lýð Árnason varðar er ég innilega sammála. Til hins sem þú nefnir þekki ég ekki til. En læknar eru vissulega bara fólk eins og við. Mannlegir og breiskir. Og sumir kannske bara "alkar" sjálfir sem ekki sjá hættuna sem þeir skapa. En hvað um það sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 28.5.2011 kl. 17:31

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frammistaða landlæknis í Kastljósinu vakti mörgum furðu og einhverjum skelfingu. Það var ekki trúverðugt að leikmaður með brennandi áhuga virtist eiga auðveldara með að afla gagna um ávísanir lækna á banvæn eiturlyf en sjálfur landlæknir. Þessu munu fáir reiðubúnir að trúa. Þarna virðist vera búið að opna í hálfa gátt fyrir hroðalegan sannleika sem reynt verður að breiða yfir.

Hver sem ástæða þess nú er.

Árni Gunnarsson, 28.5.2011 kl. 21:44

4 identicon

Sæll Óli ég þekki þetta af eigin reynslu á eina afastelpu sem lenti í þessum forarpitti, þetta er skelfilegur heimur og (mjög mjög) erfitt að komast útúr honum. KV Binni.

Binni (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband