"Fósturland vort hálft er hafið II"

Ég veit að ég tala eiginlega  fyrir tómum eyrum þegar ég er að "messa" þetta um Sjómannadaginn En ég vil meina að þetta nafnabrengl séu hrein svik við hinn upprunalega tilgang. Í því sambandi er kannske rétt að rifja upp ýmis skrif á bernskuárum "Sjómannadagsins"Svona skrifar t.d. vikublaðið  "Fálkinn" um Sjómannadaginn 1938:
1257799 Skip á leið út frá Figueira da Foz Höfn í Portugal sem margir íslenskir farmenn kannast við
"Það má undarlegt heita, að ekki skuli fyr en nú hafa verið efnt til „sjómannadags" hjer á landi, þegar litið er til þess að íslendingar eru flestum þjóðum framar sjómannaþjóð. Engin einstök íslensk stjett hefur um  langt skeið gefið þjóð sinni svo mikil verðmæti sem hún.
Og það hefur kostað hana miklar mannraunir að höndla þau. Ósjaldan hefur Ægir heimtað sínar fórnir. Stór er sú fylking ungra og hraustra Islendinga, sem fengið hafa hinstu hvíldina í hafsins djúpi.Ef til vill er mannfallið hjá íslensku þjóðinni af völdum Ægis meira en mannfallið meðal hernaðarþjóðanna, er heyja stríð hver gegn annari." Tilvitnun lýkur Skúli Skúlason var ritstjóri Fálkans er þetta var skrifað. En greinin var ómerkt.
1257801
©J. Viana
Höfuðtilgangur var eins og Guðmundur Oddsson einn af frumkvöðlunum lýsir í grein um daginn í Sjómannablaðinu Víking 1939:
"Starfssvið dagsins víðsvegar um land er með mjög líku móti. 1 reglugerð Sjómannadagsins hér, sem er í 11 greinum, segir meðal annars:
1. gr. Einn dagur á ári skal helgaður sjómannastétt landsins, er nefnist Sjómannadagurinn.
2. Takmark Sjómannadagsins sé:
a.) Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar.
b.) Að heiðra minningu látinna sjómanna og þá sérstaklega þeirra, er í sjó drukkna.
c.) Að kynna  þjóðinni lífsbaráttu sjómannsrns við störf sín á sjónum.
d.) Að kynna þjóðinni hve þýðingarmikið starf stéttin vinnur í þágu þjóðfélagsins.
e.) Að beita sér fyrir menningarmálum varðandi sjómannastéttina, er auka gíldi hennar
3. gr. Þessu takmarki sé náð með: ræðum, útvarpserindum, ritgerðum í blöðum og tímaritum, samkomum sýningum, íþróttum og öðru því, sem stéttin getur vakið eftirtekt á sér með.."Tilvitnun lýkur,
1257802 
©J. Viana
Mig er farið að gruna að "menningarvitar" úr vissu póstnúmeri séu farnir að hafa þarna áhrif En þetta eru bara mínar hugleiðingar skreyttar gömlum blaðagreinum um "Sjómannadaginn"
1257804
©J. Viana
Með vinsemd og virðingu fyrir því sem það á skilið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri vinur og takk fyrir þessi skrif til varnar Sjómannadeginum. Þrátt fyrir að fáir taki undir með okkur þegar við bloggum um þetta hneyksli að uppnefna daginn, þá skulum við aldrei gefast upp að minna á að þetta lið sem ræður nú sjómannadeginum í Reykjavik og er einfaldlega sjósprungið. Þeir kalla sig samt enn Sjómannadagsráð, kannski ættu þeir ef þeir væru sjálfum sér samkvæmir að kalla sig Hátíðarráð hafsins.

Það sem ég er mest hissa á Óli, er hvað sjómennirnir sjálfir eru lokaðir fyrir því hvað Sjómannadagurinn er þeim mikilvægur, það er rannsóknarefni.

Kær kveðja og takk fyrir þessar myndir af skipum sem minnir á hvernig líf sjómanna er í raunveruleikanum.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.5.2011 kl. 16:41

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll vinur og ég þakka innlitið. Já við erum víst bara tveir um þessa skoðun. Það var sagt við mig að ég væri óþarflega viðkvæmur fyrir Sjómannadeginum. En sjómenn hafa oft verið grandalausir gagnvart sínum málum í gegn um tíðina. Þó tíðarandinn sé annar nú. þá hefðu menn kannske gott af að fara á Timarít.is 40- 50 ár aftur í tímann og lesa þar baráttugreinar fyrir deginum og sjómönum yfirleitt . T.d. eftir Sigurjón Einarsson, Ásgeir Sigurðsson. Henry Hálfdánarson já og fleiri og fleiri. Það er engu líkara en sjómenn séu búnir að gefast upp fyrir kjörum sínum og starfsanda. Það er kannske helst að Jóhann Páll Símonarson  geri það að einhverju ráði Og nú er ég að vísa í þriðju grein tilgangs Sjómannadagsins í Reykjavík. En hvað um það, við reynum af fá fram umræðu um þetta ef það er nokkur leið. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 18:27

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

þakka þér sérstaklega fyrir frábæra umfjöllun um málefni sjómanna. Tek undir með Sigmari  það er margt sem mætti betur fara. Sjómannadagsráð er ekkert annað enn stéttafélög sjómanna. Enn dagurinn hefur farið hallloka undanfarinn ár, þrátt fyrir að búið sé að bæta aðstöðuna í Reykjavík. Á síðasta ári fór dagurinn fram í blíðskapa veðri, gerðar voru breytingar á þá vegu að höfða til fólksins sem tókst vel.

Það sem vekur mig miklum áhyggjum er stefna stjórnvalda í málefnum farmanna og staða þeirra og hvers vegna er sífellt ráðist á útgerðamenn og allskonar orð notuð sem ég ætla ekki að hafa eftir. Sjómenn hafa haldið uppi landi og þjóð í áratugi. Á tyllidögum hafa þeir verið kallaðir hetjur hafsins enn hin síðari ár hafa afkomendur manna ekki látið bjóða sér að fara í slorið því það er ekki fyrir mig, frekar er legið í tölvum, leikjum, síðan eiga þessir unglingar erfitt að vakna. Þetta er kynslóð sem á að taka við. Þess vegna er þessi þróunin áhyggjuefni, vegna þess að fræðsla um sjómennsku hefur farið forgörðum, það er okkur að kenna. Ólafur Ragnarsson þakka þér fyrir þitt framlag það eitt vekur okkur öll af vægum blundi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 15.5.2011 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband