14.4.2011 | 21:41
"ekki löglegt "
Á sama tíma og saumað er svo að almenningi að sumir leiðast út í ýmislegt ekki löglegt á að fara að þrengja svo að löggæslunni að hún verður óstarfhæf á sumum stöðum.
Í staðin fyrir að reyna að bæta kjör og vinnuskilyrði lögreglunnar og auka virðingu hennar í augum þjóðarinnar almennt svo t.d að í hana veljist gegnir menn virðist nú allt gert til þess að gera henni erfiðara um vik. Nú er t.d. Reykjavík að missa mann sem mikillar virðingar nýtur
Góður maður skrifaði einhverntíma um ástina Þegar virðingin hverfur dalar hún og eyðist. Þegar virðingu fyrir lögreglu minnkar þá er voðinn vís.
Og með lítilli virðingu fyrir VG þá held ég að, eftir að lýðum var ljós vinnubrögð stjórnvalda í hinum svokölluðum "alþýðulýðveldum" hræðist þeir alla löggæslu. Brent barn forðast jú eldinn. Kært kvödd
Lögregluembættum fækki í 8 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða mann er Reykjavík að missa?
Nafnlaus (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 21:50
Við fáum ekki að vita það.
Líka nafnlaus (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 23:20
Sá maður sem Reykjavíkurlögreglan er að missa vegna þess að hann er að fara á eftirlaun er Geir Jón Þórisson, hann hefur notið mikillar virðingar enda frábær í sínu starfi.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.4.2011 kl. 23:49
Ég segi bara hvað segir Lögreglan sjálf um þessar fyrirhuguðu breytingar allar saman. Það er nú ekki eins og Lögreglan hafi nægan mannskap í dag...
Breytingar þessar eru gerðar til þess að mæta niðurskurði og að beiðni Fjármálaráðherra, en þegar ég las svo frumvarpið í heild þá kemur það í ljós að hvað þetta allt saman kostar og hvað mun sparast liggur ekki fyrir...
Er þetta kannski ein enn yfirbyggingin sem er of stór hjá okkur að mati ESB og þess vegna sé frekar verið að fara í þessa smækkun...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.4.2011 kl. 00:25
Það er makalaust hvað fólk er snefsið almennt þegar breytingar eru fyrirhugaðar. Menn vilja jafnvel ríghalda í fyrirkomulag sem það jafnvel veit að er varla á vetur setjandi. endurbóta.
En ég er sammála því að það skarð sem Geir Jón Þórisson mun skilja eftir sig verður vandfyllt, hann hefur með ljúfmennsku sinni og framkomu allri átt hvað drýgstan þátt í að viðhalda virðingu lögreglunnar. Stórmenni í allri merkingu þess orðs, hann Geir Jón.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2011 kl. 06:56
Í mínum huga þá skiptir í sjálfu sér engu máli hvað umdæmin eru stór eða mörg í landinu. Það eina sem skiptir máli er að sá fjöldi lögreglumanna í hverju umdæmi fyrir sig sé nægjanlegur til að anna örygginu á hverjum stað fyrir sig. Ég býst við að það hafi verið kannað hvað það þarf að vera til að þetta gangi upp. Aftur á móti þá var og er ennþá mjög mikill skortur á lögreglumönnum í landinu og þegar ég var að vinna í lögreglunni í reykjavík, 2007, þá töluðu þeir sem ég var með á vakt um það að launin væri einna helst það sem mætti vera betra til að laða að nýja menn og að halda mönnum í starfi. En þetta starf er ekkert grín svo sem en fyrir mitt leyti þá var þetta gaman, auðvitað lendir maður í og sér margt ljótt en það koma líka upp atvik sem eru falleg og góð t.d. þegar fólk gengur upp að manni og hrósar manni tja fyrir lítið sem ekkert eða bara byrjar að spjalla, það var skemmtilegast.
Þórarinn (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 10:59
Sæl öll og ég þakka innlitið. Góður vinur í bloggi sem og öðru Sigmar Þór svarar ykkur nafnleysingunum í byrjun. Og svo tek ég undir með ykkur hinum meira eða minna. mest þó með Þórarni. Ég hef oft hugsað þegar þetta fólk sem skýrir sig "aðgerðarsinna" er að grýta lögregluna og jafnvel að slasa einhvern af þeim að það ætti að hugsa aðeins lengra. Hvernig yrði nú ef enhver af þeim eða þeim nákomin lenti í alvarlegu slysi. Og að lögregluþjóninn sem veittu fyrstu aðhlynningu væri einn af þeim sem nýbúið væri að grýta. Já eða að ekki væri menn til taks vegna einhverra óeirða.. Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.