Nú er lag á læk

Nú situr maður dolfallinn. Og eigilega í hálfgerðum trans. Raggi Bjarna nýbúinn að kippa manni rúm 50 ár til baka. Syngandi um forðum daga í Hamborg. Og marga vinsæla Þórskaffislagara. Forðum í Hamborg!!!  Þar sá maður nú ýmislegt sem ekki er prenthæft. Einusinni sá ég konu reykja með ónefndum hluta líkamana 2007410172849603 Þó ekki þessum

En í minningunni litu þær þannig út stúlkurnar í Hamborg product enlarged Finnst ykkur nokkur furða þótt maður gráti gamla tíma í Hamborg já og víðar. 2007117232638500 Hólar og hæðir.

Ég man einnig að togaramenn nefndu ýmsa hóla og hæðir á togslóðunum eftir sumum líkamshlutum ónefndra vinkvenna í ónefndum hafnarborgum Töluðu jafnvel um að að  vera undir brjóstunum á einni ónefndri og toga "nið´r eftir" Eða þegar maður lá á  Cleethorpe beach þá litu þær allar svona útBabes from Blackpool (Virkilega en þessar eru að vísu frá Blackpool) En svo þegar maður vaknaði leit þetta allt öðruvísi út Þetta vildi nú brenna við í Hamborg og víðar líka  En það var ekki þeim að kenna. Viss vökvi sem maður sótti mikið í (oftar en ekki of mikið) villti manni sýn Þetta voru manneskjur sem einhverra hluta vegna urðu á vegi manns. Ég er ekki að gera lítið úr neinum. Og allsekki konum. Þær met ég upp til hópa mikils. Það vita þeir sem mig þekkja 

Að  kveldi         beyonce heat imagesCADIRNUD Að morgni

Þetta er heldur ekkert grobb um kvenhylli. Ef einhver hefði verið hvarf hún fljótlega eftir að glösunum fjölgaði. Þessvegan litu þær svona út að morgni. Sjarmurinn leyfði kannske ekki meiri fegurð. En þetta voru ágætis stelpur með örfáum undantekningum.En svona var þetta bara 4223680728 b7374bfb52 The Cleethorpe beach Konur höfðu og hafa sennilega enn  alveg magnað vald yfir okkur karlpeningnum asc Hún veit sínu viti sú stutta

 2008222144038910 Og þessi er of ungur til að vita hverju hann er að fúlsa við 

Ég skrifaði um daginn um reynslu góðs vinar míns af ristil speglun og af því ég er viss um að enginn læknir lesi þetta skrifelsi þá held ég því fram að einhvern veginn svona fari þetta fram

imagesCAU8S98A Þetta er ekki læknirinn hans

imagesCAD1FD4H Án þess að vita það held ég að totan þarna efst til vinstri sé botlanginn. Ég hafði tvo. Báðir sprungu þeir en með 14 ára millibili. Sá síðari var tekin með skurði á miðjum belgnum. Þar sem tilvist hinnar seinni totu var ekki sönnuð fyrr en belgurinn hafði verið opnaður,imagesCALTYCGHVenjulegur botangaskurður

Skurðlæknirin sem þetta gerði sagði mér að um 2 % af mannkyninu frekar en íslendingum gengu með tvær totur. Þegar ég fór í hina tveggja árlegu læknisskoðun í Danmörk vegna atvinnuréttinda minna lenti ég stundum í strögli þegar ég sagðist aldrei hafa verið "operaður" út af magasári,abdominal exploration aftercare pictureMinn seinni  

Nú hvernig stendur á þessu öri á maganum á þér spurðu þeir þá. Botlangaskurður svaraði ég. " Hvordan i hule helve..  skærer de op til blindtarmenIsland" fékk ég þá stundum að heyra. Síðar fékk ég óþverra í ónefndan kirtil og ég man að mér leið einhvernvegin eins og ég hefði lent í þessu eftir að 8 prufur höfðu verið teknar ódeyft imagesCAWTCTEP Lent í þessu

 joke2 Þessi mynd er að vísu ekki frá þeim uppskurði

Nú fjandans kirtillinn var tekinn.Svo nú situr maður hér án mikilvægra tóla og syrgir gamla daga (allavega í kvöld. Á morgun annar dagur og góða skapið tekið við) í Hamborg Og þrátt fyrir allt þakka ég Ragga Bjarna fyrir að vekja upp þessar minningar "forðum í Hambog" og allt það  Raggi er engum líkur það hefur hann margsannað CleethorpeSunrise3 Sólin að hníga til viðar hjá manni og fer sennilega að setjast bráðlega

Ég vona að engin móðgist yfir þessu rugli hjá gömlum hálf elliærum stjórntækjalausum fv gæja(að eigin mati þá) sem Raggi Bjarna framkallaði vökva um augu hjá í kvöld Og lítur til baka með óvenjulegum gleraugum Verið öll ávallt kært kvödd og megi góður guð gefa okkur öllum eins gæfurík komandi ár og hver og einn verðskuldar

Happy%20New%20Year Lífsins terta komin að lokum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kæri vinur. Þarna kannast ég við þig. Stórskemmtilegur pistli þar sem húmor og næmni ráða ríkjum. Myndirnar skemmtilegar og sumar fallegri en aðrar. Fegurð og ljótleiki er partur af lífsmyndinni sem við fáum að líta í þessu jarðlífi. Þú hefur séð stóra sneið af heiminum á þinni ferð um heimsins höf og hafnir kannski líka. Ekki held ég að nein kona móðgist við þig og ef svo er þá er það hennar vandamál. Feita bollan á ströndinni er reyndar karl og úr stórskemmtilegri kvikmynd , ef ég man rétt. Lífstertuna er ég ekki alveg að fatta en veit þó að þegar hún er búin þá tekur við nýtt val þar sem menn velja sér birtingarmynd í öðru lífi og nýta reynslu úr þessu lífi til að ná meiri hamingju í því næsta. Ég er nokkuð viss um þetta og þú þarft ekki að kvíða þar sem þú hefur átt skemmtilegt líf og því næga valkosti til að byrja frá þegar þar að kemur. Himnaríki og helvíti eru ekki til sem betur fer og aðeins þróun sjálfsins í öðrum víddum. Þess vegna er sólsetrið svo fagurt því það bíður upp á nýtt og spennandi framhaldslíf. En hvað er ég að rausa, þú veist þetta auðvitað allt saman, elsku karlinn. Bestu kveðjur til þín og ég vona að árið verði þér gott og skemmtilegt. þín vinkona Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.1.2011 kl. 10:44

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra vinkona og ég þakka innlitið.Ja nú lágu danir í því. Og nú þekki ég kauða þ.e.a.s "dömuna" á ströndinni. Mér fannst ég líka kannast við svipinn en taldi það vera einkonar Flashback frá Cleethorpe beach, Ja helv.... á honum. Þetta með lífstertuna er nú bara það að allt sem var nú best get ég ekki eða má ekki. Lítið eftir og þó , góður vinskapur er gulsígildi. Og góður félagskapur þar sem kátina er allsráðandi er á við margar vítamínssprautur, Það þekki ég vel frá mínum daglegu "vigtarferðum"  Það er að verða sólsetur það er alveg á hreinu. Mig langar  ekki til að verða mjög gamall. Hvað um það sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 2.1.2011 kl. 16:56

3 identicon

Heill og sæll,,hahaha já já, sit alein fyrir framan apparatið og hlæ upphátt út í loftið, einhvernveginn finnst manni það alltaf hálf asnalegt. En hvað með það hahaha, þessi pistill þinn Óli er með þeim betri sem ég hef komist í. Raggi Bjarna stendur alltaf fyrir sínu og vekur upp gamlar minningar, sem er bara gaman. En bestu kveðjur og óskir um gleðilegt og gæfuríkt ár, með von um að þú hafir það sem allra,allra best. Sæa

sæa (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 14:09

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Sæa mín og þakka innlitið. Ég sendi mínar bestu nýársóskir til ykkar þar efra með kærri þökk fyrir öll gömlu árin. Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 3.1.2011 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 536226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband