"verða foreldri í kreppu."

Já það er sennilega erfitt að verða foreldri í kreppu. Enn kannske ekki slæmt að fæðast sem einstaklíngur í þannig ástand. Ég fæddist inn í kreppu og um  þá ríkisstjórn sem ríkti og er þetta skrifað :"Meginverkefni stjórnarinnar var að takast á við þau vandamál sem fylgdu kreppu sem á Íslandi stóð frá 1931 til 1940"

 

Hún var kölluð: "stjórn hinna vinnandi stétta" Þeirri  ríkisstjórn varð sennilega til happs að stríð braust út 1939. Í þeirri ríkisstjórn voru miðju og vinstri menn. Þá voru til alvöru vinstri menn. Nú eru þeir horfnir út í veður og vind. Og mér finnst það óvirðing við þá menn að þessir andsk.... sem nú stjórna skuli kenna sig við þá. Mikið af  fólki sem lifði kreppuna á áratugnum 25-40 lifir enn.

 

Þetta fólk kom þessari þjóð á lappirnar. Fv verkamenn, bændur og sjómenn. Og meira að segja kom þessum lýð sem nú kúgar það út yfir öll velsæmismörk til mennta. Nú eru svokallaðir vinstri menn búnir að koma hlutunum þannig fyrir að þetta fólk óttast dauðan.

 

 

Ekki sem slíkan heldur afleiðingar hans á eftirlifendur. Að hann hleypi illilega upp á skuldasúpunni sem það fólk er komið í. Þetta verður núverandi íslenskum svokölluðum vinstrimönum til ævarandi skammar.

 

Ég vona bara að Lilja Mósesdóttir taki saman við aðrar dugandi konur og komi íslendingum til bjargar. Því þetta virðist vera karlmönnum ofviða. Enda eru það yfirleitt konur sem reka heimili landsins, Við skulum undanskilja nokkra ónefna aðila.

Eins og ég sagði fæddist ég í kreppu og kem til með að drepast í kreppu. Og nú leyfi ég mér "smálotto" Jað þið vitið til hvers, Verið ávallt kært kvödd


mbl.is Fæðingarorlofssjóður þarf að spara 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein og orð í tíma töluð ÓLi bloggvinur,við sem fæddumst í kreppu munum hana vel og getur þessa vegna skilið hvað þar er á ferð,en okkur er ekki verðlaunað nú þegar sverfur að,bara drepist segir ríkisstjórnin/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 27.11.2010 kl. 22:24

2 identicon

Sæll vinur.  Þetta er ágætlega samansett hjá þér.  Já það er heldur önugt að vera vinstrisinnaður í þessu stjórnarfari. Tek undir það með þér að Lilja Mósesdóttir er okkar von og vonandi að hún standi af sér þá sem leint og ljóst reyna að þagga niður í henni. Ég þekki pabba hennar ágætlega frá því að við vorum á Jökulfelli mánaðarlegir gestir á Grundarfirði að lesta frosinn fisk til USA. Það er held ég seigt í þessari  ætt sennilega komin af smávöxnu tröllakyni.

Kært kvaddur að sinni                                                                                    Heiðar Kristinsson 

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 17:17

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll gamli vinur og félagi. Langt síðan við höfum haft samskipti hér á netinu. Ég er að verða eins og Magnús Geir, Akureyringurinn knái, sem við erum svo hrifin af. Ég er allt of mikið á Facebook og vanræki því bloggvini mína á Moggablogginu.

Þetta er fín grein hjá þér. Ég veit ekki hvort ég er fædd í kreppu en hef upplifað kreppur af og til á langri ævi, mesta þó þegar síldin hvarf frá Raufinni og þá tvo vetur þar á eftir. Síðan var ekki beysið ástandið hér um 1991-3. Ekki get ég séð að ástandið hér sé mikið verra núna. Við erum  betur undir kreppu búin þó sumir og reyndar allt of margir hafi skuldsett sig langt upp í rjáfur og jafnvel út í garð sumir hverjir.

Varðandi Lilju þá tek ég undir það að hún er ein skærasta vonin með að fella þessa fjandans ríkisstjórn en hún er ekki alveg nógu agressív um þessar mundir. Spurning hvað heldur henni niðri. Ég er með hana á Facebook og ætti kannski að rukka hana um aðgerðir

Vinstri eða ekki,,, þetta eru óttarlegir kálfar meira og minna. Ekki mun það batna við stjórnlagaþing fræga fólksins eða hvað ? knús á þig karlinn og plís ekki hafa kreppu þar til þú drepst..  kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.12.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 535224

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband