21.11.2010 | 01:55
"æra óstöðugan"
Það er kannske til að æra óstöðugan að fara skrifa um þess frægu höfn.Ég var í fyrstu á móti gerð hafnar í Bakkafjöru, En ætli sé ekki hægt að segja að ég hafi "tekið skírn". Aðal trúboðarnir eru miklir vinir mínir.
Með Sigmar Þór Sveinbjörnsson fremstan í flokki. Ég lét hann hafa mest áhrif á mig vegna þess, í fyrsta lagi að hann átti enga sumarbústað nærri Bakkafjöru og hafði þessvegna engra hagsmuna fram yfir mig t.d. hvað málið varðaði. Og ekki síst af því að ég þekki mannin af miklum drengskap og ég veit að hann ber öryggi sjófarenda mjög svo fyrir brjósti. Eins og mér fannst í fyrstu mörg rök á móti finnst mér aftur nú svo seinna mörg rök með.
Það sem ég hafði aðalega áhyggur af var að ef skip með óvarða skrúfu og stýri færi þarna inn í einhverri töluverðri ölduhæð væri hætta á að það rækji afturendan svo niður að stýri og skrúfa yrðu óvirk. En ég tók því alltaf skýrt fram að ég hefði sáralitla reynslu sem sjómaður á þessum slóðum eða staðnum sem slíkum. Og nú segi ég fyrst þetta er komið á koppinn þá verðum við að horfa á þetta með bjartsýni.
Það má allsekki tala þetta þannig niður að fólk verði hrætt við að taka skipið.. En það hefur mér fundist vera gert núna.Ég er sennilega einn um þá skoðun að of geyst hafi verið af stað riðið. Vissulega lokkuðu þjóðhátíðarpeningar og ferðaþjónustan græddi meðan allt var í lagi Og vitalega sparast mikil olía að sigla bara í Landeyjar. En ég er hræddur um að kúfurinn sé að fara af ágóða ferðaþjómustunnar.
Vegna þess að ekkert hefur verið hægt að treysta á fg siglingar Það er voðalega gott að sitja í skrifstofustól og tala um hvernig það eigi að gera þetta. Þ.e.a.s sigla Herjólfi inn í Bakkafjöruhöfn. Það hefði bara átt að gera svona eða hinseginn. En flestir sem hafa bílpróf þekkja það sennilega að þegar eitthvað virkilega óvænt skeður. Þá hefur maður kannske sekúndubrot til að taka ákvörðun sem stundum er röng. Og þannig ske slysin
Þetta er eins hjá skipstjóranum.Ef eitthvað óvænt skeður hefur hann kannske sekúndu brot tið að ákveða sig. Að vísu eru viðbrögð hjá vönum manni oft ósjálfráð Og mér finnst satt að segja þessar tilraunasiglingar með tugi farþega ekki ná neinni átt. Mörgum þotufarþegum er ekkert vel við þegar hreyflanir eru keyrðir af fullu afli afturábak til að stoppa vélina og allt nötrar stafnana á milli. Skipafarþegar eru kannske af öðrum toga og stundum eru þeir (líka í þotunum) skólakrakkar án foreldra og þau geta orðið dauðskelkuð ef t.d skipinu slæi flötu og vélarafl notað til hind ýtrasta. og skipið hristis og skylfi stafna á milli
Danskur vinur minn sagði mér sína reynslu af veru sinni á ferju þar sem krakkahópur fylltist ofsahræðsu þó ekkert virkilega hættu ástand hefði í raun skapast. Og það var ekkert grín Það mætti segja mér að Herjólfur hefði farið fleiri ferðir í vetur af farþegarnir hefu alltaf verið þaulvanir sjómenn. Það er vissulega margt sem skipstjórinn þar, þarf að taka ákvörðun um og hafa í huga.
Og vitalega þykir mér þetta líill vandi sitjandi hér og rita.þetta niður. Ég gæti þessvegna skrifað hér leiðbeiningar fyrir Herjólfsmenn, En ætli ég láti þá ekki um þetta. En ég held að menn hafi vantað aðeins meiri þolinmæði. Það er sama hve háum skrifstofustól þú situr þú stjórnar ekki náttúruöflunum. Þau fara sínu fram sama hve hár stóllimm er. Eins er það með bíla og skip. Það er hvorki til það skip eða sá bíll sem ekki er hægt að missa stjórn á.
Og menn hafa flaskað á að ögra náttúruöflunum. Það hugsa ég að Vestmannaeyingar viti manna best.Mér fyndist rétt að doka nú við í einhvern tíma. Einhverjar viku mánuð þar til menn eru komnir með sæmilega stjórn á þessu sem allsekki er til staðar í dag Fá almennilegar dæluskip grafa þetta sem er fyrir nú og fylgast svo með hvað skeður.
Sigla Herjólfi t,d, þegar lítið er umleikis morgun ferð í Þorlákshöfn en fara svo farþegalaus í Landeyjahöfn. Að kveldi æfar sig á skipinu í höfninni og kynnast hvering skip og höfn geta fungerað saman sem best. Svo er annað sem ekki má ske. Það er það að þegar fram líður ug hlutirnir farnir að skýrast að þá verði Þorlákshöfn ekki notuð sem auðveldi kosturinn heldur algerlega í neyð.
Að menn fari ekki þangað af því þeim finnst það hægara og nenni jafnvel ekki að fara í hina. Ég man vel þegar maður var búinn að semja við Hilmar á Vopnafirði eða Kjartan á Stöðvarfirði og fl um að landsetja flutninginn á þessa staði í næstu höfn á undan eða eftir til að losna við "leiðinlega" höfn. En til þessa treysti ég þeim Herjólfsmönnum til að láta ekki ske.
Því þá er Landeyjahöfn dauðadæmd Þessi hringlandaháttur með ferðirnar eins og nú er orðin að skrípaleik. Eða þessar tilraunaferðir neð fullt af farþegum eru ekki af góðu.Eyjamenn hafa beði eftir betri samgöngum í áravís og hvað gera einhverjir mánuðir til eða frá mánuðir nú.
Nota versta kafla ársins til að sjá hvernig þetta getur virkað best. Best væri að keypt yrði sandæluskip sem svo þjónaði höfnum hér við S - ströndina, Um áratuga skeið var til grafskip hér í Eyjum sem skrifaði sína sögu með stóru letri. En allt kosta þetta það sem ekki er til nú um stundir. En Bakkarfjara verður að kosta það sem með þarf ef ekki á að fleygja enn meiri peningum í súginn En nú er komið nóg af þrasinu svo ég kveð ykkur kært
Ófullnægjandi skilyrði í Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skaust um daginn út til Eyja að kíkja á trillu, eins og lesa má HÉR. Ég sagði þá að mér fyndist Herjólfur eins og fíll í postulínsbúð í Landeyjahöfn og sú skoðun mín er bjargföst. Ég hef kannski ekki mikið vit á þessum hlutum umfram aðra, minna ef eitthvað er en þetta skip er hreint alls ekki að virka þarna - höfnin er bara hálft vandamálið, skipið er ekki minna mál. Þessi ferðamáti er allsendis frábær og það hreinlega verður að fá þessa hluti til að ganga upp - ekki hengja haus með svartsýnisraus. Menn eiga eftir að leysa þessi vandamál með höfnina, ég hef enga trú á öðru en hún sé komin til að vera..
Ég segi eins og maðurinn: "Þetta finnst mér"
Gunnar Th (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 18:39
Sæll Gunnar og ég þakka innlitið. Já ég tek undir hvert orð sem þú skrifar. Og ég hef nú alltaf verið bjartsýnn ( stundum um of kannske) og held að þetta eigib eftir að smella sqaman. En menn mega varast að vera að rakka þetta niður. Það er hlaupið með minnstu atburði í fjölmiðla og hlutirnir hundraðfaldaði. Sumt eru bara bíflugur en úr fjölmiðlakjö.... úlvaldar. En þetta þarf tvennt sem virðist vera af skornum skammti nú um stundir þolinmæði og peninga. Sértu ávallt kært kvaddur.
Ps Ef þú kemur aftur í trilluskoðun láttu mig þá vita
Ólafur Ragnarsson, 21.11.2010 kl. 20:40
Já sæll aftur! Það eru allar líkur á að við félagarnir eigum leið aftur til Eyja, þó ég viti ekki nákvæmlega hvenær. Mér skilst að vinur minn, útgerðarmaðurinn verðandi sé um það bil að festa kaup á trillunni sem við skoðuðum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Með það verðum við að fara aftur og hafa hönd í bagga með flutningnum til R.víkur. Þá verður líklega meira en hálftími til stefnu, svo ég læt vita af okkur. Takk fyrir og bestu kveðjur. GTh.
Gunnar Th (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 22:22
Sæll Óli. Þetta er góð grein hjá þér og margt til í þessu sem þú setur fram.
Kveðja Heiðar Kristinsson
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.