Það sem sannara reynist

Ég hef steinhaldið kja... um hríð Og sé enga ástæðu til að rífa hann mikið nú um stundir. því ekkert virðist vera að gerast að nokkru viti.Og lítið hægt að gera neitt í því. En ég ætla að leyfa mér "to have a bit of madness"Það hefur verið frekar rólegt á samkomunum í litla snyrtilega húsinu við höfn friðar í bæ úti á land. Þetta er langt nafn á litlu húsi. Menn eru að skila sér ofan af landi úr ferðalögum og flakki. En umræðan sem þar fer fram er mjög svo „kúltiveruð"

 

Og menn deila upplifun sinni með okkur þessum rótföstu eins og mér sem ekki nennir að hreifa sig spönn frá rassi. Aðalveiðigúrúin sem einnig er annar aðal jass sérfræðingur hússins var kammpakátur. http://www.youtube.com/watch?v=xotoDy5806Y&feature=related   Hafði fengið tvo silunga á ég man ekki hvort það var á  randa- eða hunangsflugu. En þetta mun heimsmet.

 

Enn eitthvað þótti honum  „Bogið" við rafmagnið í veiðihúsinu. En bara snilingar í faginu komu víst einhverju tauti við það. Þar sem ég gruna þennan góða vin minn  að vera lítið betur að sér í þessum fræðum en ég þá held ég að hann hafi bara ekki kunnað á „systemið"

 

Þannig mun hafa verið að þegar hann ætlaði í sturtu þá slökkti hann á uppáhaldsþætti frúarinnar í sjónvarpinu. Og svo þegar hún ætlaði að kveikja undir kartöflunum byrjaði Dizzy Gillespie: http://www.youtube.com/watch?v=F0Hc2EKj1Hw&feature=related að belja á grammifóninum. Og þegar vinur minn var búinn að hreiðra um sig í sínum „lazy boy"og setti Louis Armstrong á fóninn  http://www.youtube.com/watch?v=wyLjbMBpGDA  þá varð black out í húsinu. Það útheimtir víst mikið rafmagn til að spila trompetleik Louis .

 

 

Annar góður maður kominn yfit miðjan aldur sagði sínar farir ekki sléttar í sambandi við konuna sína. Hann hafði alltaf langað til að kaupa sér „cowboy" stígvél. Hann lét verða af þessu um daginn þegar hann fór einn í Kolaportið og  keypti alvöru svoddan. Þegar hann var komin heim fer hann í stígvélin og spyr svo konuna : „ Tekur þú eftir einhverju sérstöku við mig" 

„Nei" svaraði hún „ég sé að þú ert í þessum ljóta bol einusinni enn" Hálf dapur fer maðurinn inn á WC ið og klæðir sig úr öllu og kemur fram alsnakinn í stígvélunum. „Sérðu eitthvað núna" spyr hann. „Ég veit ekki hvað það ætti að vera" svaraði hún: „Hann hangir þarna niður enn eins og hann hefur gert í gær, fyrradag og margar vikur þar áður og eins og hann mun gera á morgun og hinn daginn" „Sérðu ekki afhverju hann hangir svona niður"spurði þá vinurinn "Nei svarar hún"  Vinurinn:"Hann er að horfa á nýju stígvélin mín" "Þá hefðir þú nú betur keypt þér hatt sagði þá frúin bara si svona. 

 

 

Ég veit það ekki en nokkrir íuðu nú að því, að þarna væri komin skýringin á að"sumir"gengu alltaf með hatt eða þannig. Svo var til umræðu mismunur á vinkonum og vinum. Ef t.d kona einhvers kemur ekki heim næturlangt. Hún segir manni sínum að hún hafi sofið hjá vinkonu. Hann hringir í 10 bestu vinkonur  hennar en engin þeirra vill staðfesta söguna. En ef maðurinn kemur ekki heim fyrr en um morgunin og segist hafa sofið hjá vini og konan hringir í hans tíu bestu vini. Þá geta sjö staðfest söguna og þrír haldið því meira að segja fram að hann sé þar enn.

 

 

Svo gaf aðalvélfræðingur hússins okkur upp munin á olíuskiftingu eftir kynferði. Hjá  konum 1. Renna inn á verkstæði eftir 15000 km frá síðustu skiftingu 2 Drekka kaffi meðan beðið er. 3. Eftir 15 mínútur ekið út Kosnaður 15000 kaffi innifalið. En hjá karlmönnum: 1. Kaupa olíu síu tvist pakningar og sag. 2. Uppgötgva að olíutankurinn er fullur af óhreinni olíu. 3.opna einn bjór áður en hola er grafin í bakgarðinn, 4. Leita að tjakknum.það tekur klukkutíma. 5 Drekka tvo bjóra af ánægju yfir að hafa fundið tjakkinn. 6. Setja ílát undir bílinn sem á að taka við óhreinu olíunni. Það tekur 2 tíma að finna það. 7. 1 öl út á að það finnst. 8. Finna stjörnulykil no 16. Hann finnst ekki.  9 Nota skrúflykil. 10. Losa botntappan.11 tappin týnist í ílátið og sjóðandi olían hellist yfir hendurnar. 12. Það krefst tveggja bjóra til að minnka sársaukan.13 Nábúinn kemur og  tveir sixpakk af öli tæmdir.14 Aðgerðum frestað til morguns.

 

 

 

15. Óhreina olían grafin, 16. Sagi kastað yfir oliuna á bílskúrsgólfinu. 17 Farið í „ríkið" til að kaupa meira öl.. 18 Ný olíusía sett á. 19 Finna út að botntappinn týndist. 20 Tveir bjórar drukknir til að reyna að muna hver fjan.... varð af tappanu, 21, Muna allt í einu að hann datt ofan í ílátið með óhreinu olíunni.22. Grafa þar til tappinn finnst, 23. Einn bjór afgreiddur af því tilefni. 24 Reynt að ná nýju olíunni sem hafði runnið beint á gólfið, þaðan. 25 Við að reyna að herða botntappan skreppur skiftilykillinn af og fjórir hnúar særast illilega. 26  Rekur höfuðið illilega uppundir  sem viðbrögð af nr 25. Tvinnar saman óprenthæfum orðum í smátíma. 26 Róar sig á einum bjór  27. Kastar skiptilyklinum það langt að hann finnst ekki meir.28 Fer inn til konunnar sem bindur um höfuð og hnúa. 28 Einn  bjór til kvalatstillingar á meðan á því stendur. 29 Fjórum lítrum hellt á bílvélina. 30. Bílnum slakað niður af tjakknum. 31 Þessu fagnað með einum bjór.

 

 

32 Pruvukeyrsla. 33 Lögreglan grípur inn og sektar fyrir ölvunarakstur. 34. Bílinn færður af staðnu með kranabíl. 35 Konan kemur og leysir mann og bíl út. Kostnaður alls: Olía og hlutir henni tilheyrandi 4500.00 kr Sekt fyrir ölvunakstur: 55.500 kr. Kranabíll: 20.000. kr  Öl: 30.000 kr Samtals 110.00 kr. Og svo eru konur að tala um hve mikið sé á þær lagt með barneignum og slíku. En hvað megum við karlar segja miðað við þetta

 

 

Og svo barst talið að órtrúmennsku og sannleiksást. NN hafði átt í ástarsambandi við vinnufélaga, Þegar hann var að læðast heim í kolniðamyrkri rak hann fótinn í grasþúfu og datt um hana. "Hvar í andsk...... hefur þú verið" spurði frúin æfareið þegar hann kom inn. NN ákvað nú að segja allan sannleikan,:" Ég sængaði hjá henni MM" sagi hann bljúfur. „Djöf...  lýgi er þetta alltaf í þér, heldur þú að ég sjái ekki að þú hefur verið að spila golf einu sinni enn"sagði hún þá ennþá reiðari.

 

 

Það er akkúrat sem ég hef alltaf sagt : „sannleikurinn er sagna bestur"  En  við þá staðreynd hef ég nú ekki haldið mig að neinu leiti við þessi skrif. Og enn og aftur vil ég ítreka um konur er alltaf talað með umhyggju hlýju og virðingu í litla snyrtilega húsinu við höfn friðarins í bæ úti á landi. Ég ætla að láta drottningu jassins( að mínu mati) enda þennan pistill því til sönnunnar http://www.youtube.com/watch?v=lMFIejZgJSM&feature=related  Verið ávallt kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, þessi bloggrein hjá þér er mjög góð, ég skemmti mér vel yfir henni. Hafðu góðar stundir.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Til hvers að vara að segja sannleikann ef ódýr lygi dugar og gerir sama gagn?

Árni Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 19:01

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kæri vinur, þetta er meiriháttar skemmtilegt blogg hjá þér og gaman að hlusta á þessa snillinga spila og syngja. Hlakka til að kíkja í litla hús friðarins við höfnina þegar ég kem næst til Eyja.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.10.2010 kl. 23:10

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ævinlega þökk fyrir pistla þina/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 24.10.2010 kl. 23:16

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir strákar og ég þakka innlitið. Já Sigmar Þó óg stjórni ekki neinu í húsinu þá veit ég að vel verður tekið á móti þér með rjúkandi Merrild og án efa með einni jafnvel tveim góðum sögu. Sem yfirleitt enda vel núna á síðustu og verstu tímum. Sama má segja við Árna ef hann léti verða af hingað komu. Og ekki vil ég undanskilja Harald minn gamla góða bloggvin. Um Helga þarf ekki mörg orð hann er heimapeyji. En hvað um það heima eða brottfluttir peyjar, verið allir ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 25.10.2010 kl. 17:49

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband