"ekkert í pípunum "

Ja svei !!! Þetta fólk "harmar" svokallaða aðför að Geir en það harmar ekki aðförina að fólkinu í landinu. Það er eins víst  og 2x5 voru 10, allavega í mínu ungdæmi að þessi maður verður aldrei dæmdur.

 

Og það er ekkert í pípunum um að hann verði "borin út" Eins svo mörg hundruðir manna nú um stundir. En úr því að dæma þurfti einhvern því var ekki öll stjórnin sem bar ábyrgð á landinu fyrir hrun dæmd. Ingibjörg Sólrún hafi tromp uppí erminni sem heilög Jóhanna varaði sig ekki á.

 

Og það hlýtur að vera erfitt að reyna að vera heiðarlegur í svona gerspilltu stjórnarfari. Ég vorkennni Geir ekkert en ég vorkenni því fólki sem er að reyna það.

 

Ég held að að XD ætti að athuga það og álykta um það fólk sem er á götunni en ekki að vera vorkenna manni sem situr í fínu og öruggu húsaskjóli og hefur allt til alls. Það sjáum við borgarar þessa lands um, með ríflegum eftirlaunum. Og hann hefur sennilega engar áhyggur af framtíðinni. Kært kvödd


mbl.is Harma aðför að Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Sammála, svo sammála.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 2.10.2010 kl. 23:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bestu þakkir gamli vinur: Kjarni málsins ritaður í knöppum texta en segir allt sem máli skiptir.

Íslenska þjóðin krafðist uppgjörs við stjórnvöld sem sviku hana á vaktinni. Alþingismenn kvöddu til þingmannanefnd til að fara yfir þátt stjórnvalda í þeim skelfingaratburðum sem þjóðin sýpur nú seyðið af.

Og nú er það komið í ljós að þegar með mjúkum silkihönskum er búið að þrengja þann hóp sem óhjákvæmilega varð að draga til ábyrgðar þá ærðust alþingismenn og öll hliðareinkenni alkahólismans í afneitun og meðvirkni tóku til varna með sínum þekktu viðbrögðum.

Og meira að segja þjóðin stendur nú þétt við hlið böðla sinna.

Það rifjast meira að segja upp atburðurinn sem sagt er frá í Biblíunni: Gefðu okkur Barrabas lausan!

Nei, Geir Haarde verður ekki krossfestur né nokkur annar.

Árni Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 08:54

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ólafur boggvinur haf skal það sem sannara er þo við séum i á sömu pótiksku skoðunum skal rétt vera rétt/er það ekki,eða lastu ekki greinina til enda/Kveðja Halli gamli///=Á þinginu var einnig samþykkt ályktun um skuldavanda heimilanna. Þingið bendir á að þessi vandi sé skuldavandi þjóðarinnar. „Landssamband sjálfstæðiskvenna telur stjórnmálaflokkum skylt að vinna sameiginlega að lausnum fyrir heimilin líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir. Grípa þarf til róttækra aðgerða sem miða að raunverulegri lausn á skuldavanda heimilanna. Þegar hafa komið fram hugmyndir úr ólíkum áttum um almennar skuldaleiðréttingar. Landssamband sjálfstæðiskvenna krefst þess að þessar hugmyndir verði skoðaðar með það fyrir augum að leiðrétta nú þegar hag og stöðu heimila. “

Haraldur Haraldsson, 3.10.2010 kl. 11:51

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl öll og ég þakka innlitið. Halli minn kæri bloggvinur, Jú ég las  greinina. En nú bregð ég á mig kápu stjórnmálamannsins. Og les það út sem hentaði mér best. Mér finnst munur á orðalagi eða eins og segir" Á þinginu var einnig samþykkt ályktun um skuldavanda heimilanna.Þingið bendir á að þessi vandi sé skuldavandi þjóðarinnar." Munur á að BENDA Á eða HARMA. En við látum þetta ekki slá okkur út af laginu Verið öll ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 3.10.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband