22.8.2010 | 18:10
"ekki mannlegir"
Eru prestar ekki mannlegir ?? Og er þá ekki verið að gefa þeim vopn í hendurnar ef þeir eru bundnir þagnareiði bara í sumum málum. Verður ekki erfitt fyrir safnaðatmeðlimin sem tjáir sig við prestinn að finna sig öruggan hjá honum ef hann er ekki bundinn algerri þagnarskyldu. Kært kvödd
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 536240
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er mjög viðkvæmt mál og sumar skoðanir alls ekki vinsælar. En það verður líka að hafa í huga, eins ógeðslegt og það nú er, að prestur er líka prestur barnaníðinga. En ég held að þetta sé í besta falli fræðileg spurning, vegna þess og nú vitna ég í orð Gunnars í Krossinum, að flest það sem fer á milli prests og sóknarbarns er hvort sem er innan ramma laga og velsæmis. Þannig er þetta frekar undarleg umræða um eitthvað sem að er mjög ósennilegt að eigi sér stað.
En ég fagna hugrekki þínu því að þín skoðun er alls ekki vinsæl. Það þarf hugrekki til þess að þora að setja fram óvinsæl sjónarmið og rökstyðja þau.
Jóhann Pétur Pétursson, 22.8.2010 kl. 18:31
Sæll frændi. Tetta er ordin meiri andsk. vitleysan eins og allt annad i islensku tjodfelagi. Ef svo oliklega vildi til ad eg dræpi tig frændi og færi til prestsins og segdi honum tad ætti ta presturinn ad segja vid høldum kjafti um tetta og tu skalt alltaf neita øllu um tetta mål.Tå er presturinn ordin samsekur mer og eg å hønk upp i bakid å honum. Ef eg færi sidan og giljadi konu sama prests, yrdi hann ad segja , vid høldum kjafti um tetta vinur. Tegar madur drepur mann eda sem er vidbjodslegast af øllu , barnanid, og kemur til prests sins tå å presturinn ad leida vidkomandi fyrir sjonir ad tarna hafi hann framid glæp ,og hjålpa honum ad jåta å sig verknadin tannig å prestastettin ad vinna med folki en ekki ad halda kjafti.
einar olafsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 19:18
Gott að heyra í öðrum skoðanabróður. Hélt á tímabili að ég væri einn örfárra sem finnst það skipta mjög miklu máli að trúnaður sé heill og ósnertanlegur.
Ragnar Kristján Gestsson, 22.8.2010 kl. 19:57
Sælir strákar og ég þakka innlitið. Minn kæri frændi Einar. Það er margt sem miður fer hér á landi nú um stundir. Og látum ímyndunaraflið leika sér aðeins lengur. Snúum dæminu við. Segjum nú að einhverri frænku minni yrði illa við mig einhverra hluta vegna. Og henni dytti í huga að ná sér niður á mér. Hún færi til prestsins síns og tjáði honum að ég hefði misnotað hana. Á presturinn strax að láta lögregluna vita, og ég tala nú ekki um af einhverju köldu hafi andað milli okkar prestsins. Ég fengi stimpil á mig sem ég losnaði aldrei við. Því að því miður er til fólk sem heldur áfram að trúa svona sögum þótt lýgin hafi verið afhjúpuð. Ég veit því miður dæmi um mann sem ranglega var ákærður að honum látnum Svo held ég líka að t.d barnaníðingur myndi aldrei skrifta svona mál til prests (án þess þó að vita neitt um það). Mér skilst að þeir sjái bara fegurð í þessum níðingsverkum sínum. Og ég held að það setjist ekki þungt á þeirra sál hvað þeir hafa gert. Og hvað með læknanana ? Verið allir kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 22.8.2010 kl. 22:06
Sæll frændi. Med tessari dæmisøgu var eg ad benda å ad tagnarskilda hefur sin takmørk. Menn geta ekki falid sig bakvid tagnarskildu endalaust og hid sanna kemur alltaf ( oftast ) i ljos vid nånari rannsokn. En er ekki eitthvad ad i kerfinu hjå tjodkirkunni tegar menn eru kostnir biskupar med svona åsakanir å herdunum,og tå skiftir engu måli ad madur er saklaus uns sekt er sønnud,er ekki betra ad hreinsa mannord sitt fyrst og sidan ad sækjast eftir embætti
einar olafsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 04:59
Þetta er samt spurning um hvað er best fyrir heildina. Er ekki betra að hver sem er geti skriftað og presturinn geti þá reynt að hafa áhrif á aðila að stoppa þessa hegðun?
Ef það eru takmarkanir, hvað þá þegar hver einasti prestur hefur mismunandi siðferðismörk um hvað er 'ásættanleg' synd, hver mun játa syndir sínar fyrir prestinum? Ég tel betra að halda skriftum opnum fyrir öllum og virða þagnarskylduna, því þá heldurðu enn glugganum opnum til að hafa áhrif á gerendur og getur yfir heildina hjálpað mun fleiri þolendum, jafnvel þó við múgurinn sjáum það ekki í blöðunum.
Gunnar (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 11:50
Hvernig á þá prestur að bregðast við ef að aðili játar honum að hann misnoti börn?
Mofi, 23.8.2010 kl. 11:55
Sælir strákar og ég þakka innlitið. Það má engin taka það þannig að ég sér að mæra barnaníðinga. En því miður og ég endirtek því miður eru fleiri en ein hlið á þessum málum. Og ég er ekki að vitna í þau mál sem eru nú á döfinni hér þegar ég segi að menn hafa verið rændir ærunni í svona málum Og mér finnst athyglivert að lesa orð prestsins í Reykholti sem hann skrifar í Moganum í dag Hann skrifar þetta m.a.:" Það er athyglisvert, að í nýlegum lögum um meðferð sakamála, sem tóku gildi 1. janúar 2009, er lögð ríkari trúnaðarskylda á presta, forstöðumenn trúfjelaga og verjendur en aðrar stjettir. Samkvæmt lögunum er dómara heimilt að skylda lækna, endurskoðendur, fjelagsráðgjafa, sálfræðinga og aðra til þess að upplýsa um það sem skjólstæðingur hefur trúað þeim fyrir, en sjerstakt bann lagt við því að prestar vitni um slíkt. Þannig er prestum fortakslaust bannað, jafnvel í lokuðu þinghaldi, að skýra frá því fyrir dómi sem ákærður maður hefur trúað þeim fyrir um málsatviki. Í greinargerð með lögunum eru raktar sjerstaklega ástæður þess, að trúnaðarskylda þessara stjetta skuli vera ríkari en annarra. Þær ráðstafanir hefur löggjafinn ekki gert að ástæðulausu" Tilv.lýkur., En mér finnst þessi hringekja sem biskup virðist aka í þessu máli með endemum. Og það verulega farið að volna undir honum. En hvað um það. Verið ávallt kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 23.8.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.