"einlyftu steinhúsi"

Í velhirtu einlyftur steinhúsi niður við höfn úti á landi fara fram einstakir fundir. Þar hittast menn sem sopið hafa marga fjöruna í lífsins ólgusjó. Og sem eru flestir komnir að ævikveldi. Þó fundarstjórinn sé í yngri kantinum og að inn slæðist menn sem þeir elstu gætu jafnvel verið afar, að hvað aldur varðar ef út í það er farið  Þar eru málin rædd og afgreidd á lýðræðislegan hátt.

S5030224 Komnir að ævikveldi 

Þegar menn eru ornir "hýrir" af Merrild 103 Þar er búið að afgreiða hrunið og menn jafnvel komnir að því næsta. Svona er framtíðinni gerð mikil skil. Kvótamálið afgreitt. Fjárhagsstaða heimilinna búin að fá sína afgreiðslu.

ii (1) Hýrir af 

Hér eru málin bara rædd 5 daga vikunnar en afköstin þriðjungi meir en í tvílyfta steinhúsinu við völlinn í austri þar syðra. Engin andsvör við andsvörum eða málþóf liðið. Hér er umræðum stjórnað af rökfestu. 

 

002 Bruggvélin 

Af hræðslu við að jafnréttisráð fari að skifta sér af hlutunum þá verður kyns þátttakenda ekki getið. En til huggunar fyrir feminista skal tekið fram að þar hefur engin kona tapað mannorði sínu í umræðunni. Hvað sem svo segja má um suma svokallaða saumaklúbba.

007 Stjórnar af rökfeslu 

Mestu reynsluboltarnir í hjónaböndum í þessu liði hafa sagt í mín eyru að þeir leysi allflest ágreiningsmál í sínu sambandi með orðunum:" JÁ ELSKAN". En þessir sömu menn geta svo staðið fastari en andsk..... á sínu (stundum bölvaðari vitleysu að mínu mati) í snörpum umræðum á fg stað. Þá er ekkert Já elskan hvað það varðar.

002 Drykkjarmálin 

Heldur málið kannske leyst með: "Andsk...... kjaft... getur verið í þér maður. Sumar konurnar ættu bara að heyra í þeim. Og  ég sem þekki kannske konur ekki mikið gæti þó vel trúðað að þær yrðu bara ánægðar með"SÍNA MENN" Þessa prúðu engla.

005 Hvaða vél ?

En ólíklegustu mál eru hér reyfuð og rædd. Ef einhverjum langar að vita hver ja þið viti, hverri þá fást engin svör. En ef menn langar vita hvaða vél er í hvaða bát þá fæst svar við því. Eða hvað þar var að fá "tvískift eða eða meir" á síðutogi þá fást svör við því

la gó Meir en tvískift

Ef skáld breita orðum annara skálda er það að mig minnir kallað "skáldaleyfi" En ég veit ekki hvað að er kallað ef eins óskáldlegur og ég breytir orðum mikilla skálda .En mig langar til að breyta ljóði eins af okkar bestu skálda Steins Steinars og hafa það svona. "Og mér er að sjálfsögu sama / hvert sálin að lokum fer / Í einlyftu steinhúsi við höfnina / má trúa hverju sem er/

Nokkrir þátttakendur

003 Hér hefur yfirkjaftaskurinn í horninu sagt eitthvað af viti( heldur ´ann) 

 

002 Og hefur talað af innlifun og heldur sjálfur af mikilli speki

 

004 En þessi er nú ekki alveg viss um það

001 Jæja loksins heldur hann kja... Og öðlingurinn við hliðina á honum er feginn

005 Þá er þessi ekki síður ánægður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kæri bloggvinur, þetta er skemmtileg færsla hjá þér og væri gaman að fá svona eina og eina fundagerð með myndum úr litla Steinhúsinu við Friðarhöfn.

Kærar kveðjur til fundarmanna

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.6.2010 kl. 21:49

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll vinur! Fundargerðin er bráðum tilbúin til prentunar og verður svo send velunnurunum til aflestar. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 30.6.2010 kl. 22:12

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Óli minn.

Engar athugasemdir við fundargerðina. Kvitta undir með ánægju.

Valmundur Valmundsson, 30.6.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn kæri "stúkubróðir" Valmundur! Þá er bara að fá æðstaprestinn að samþykkja hana. En eins og þið vitið báðir samþykkir hann nú ekki hvað sem er. Verið ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband