Aftenging

Nú ætla ég að aftengja mig gömu togurunum. Þetta byrjaði á að ég ætlaði að blogga um þetta hér:

jaxlar 001 Ég ætlaði líka að vekja athyli á togarasíðu Hafliða Óskarssonar á Húsavík en slóðin er hér:

http://www.togarar.is/  

En Hafliði er alger alfræðiorðabók um skip allavega um nýsköpunartogarana. En ég ætlaði aðeins að minnast á þá og togarana sem þeir leystu af hólmi. Nú sem sagt þegar músin tók jóðsótt fæddist fíll. Og ég bið Hafliða vin minn afsökunar ef honum  finnst ég hafa seilst inn á hans svið. Það er ekki meiningin.

 

Þorvaldur magnússon Þorvaldur Magnússon í fullum skrúða  Einn af þessum gömlu hetjum 

Hafliði á mikinn heiður skilið fyrir síðuna. En ég get hreinlega ekki slitið mig frá þessu nema að minnast aðeins á nokkur skip úr hópi þessara gömlu undanfara "Nýsköpunnartogarana" Og þau þungu högg sem þau urðu fyrir. Og nokkura frægra manna sem þessum skipum stýrðu. Ímyndið ykkur lúkarnir í gömlu togaranna tóku uppí 24 menn.

 dhoon Skemd brú eftir brotsjó.

Ekki var nú miklu vatni til að dreifa enda voru skipin kolakyntir gufutogarar. Í 2 eða 3  nýsköpunartogaranna voru 16 manna lúkar stærsta vistarveran, Og menn töluðu um hallarsalarkynni. Og vatnssalerni varð að veruleika um borð í togara  Gamli menn töluðu um að þeir (nýsköpunartogararnir) gætu mætt hvaða veðri sem væri. Og eins og í Halaveðrinu komust þeir að öðru þegar frá leið. Það liðu 12 ár frá því að sá 1sti kom til landsins þar til sá 1sti fórst í rúmsjó

Ég hef sagt frá nokkrum togurum sem týndust í WW2

Top.BMP Gullfoss fórst með allri áhöfn 19 mönnum. Skipstjóri var Finnbogi Magnússon, faðir Finnboga heitins fv skipstjóra hjá Eimskip

 

reykjaborg Reykjaborg fórst og með henni 13 menn en 2 björguðust. Skipstjóri var Ásmundur Sigurðsson bróðir hins ástsæla skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík Jónasar Sigurðssonar

Sviði Sviði fórst á stríðsárunum með allri áhöfn 25 mönnum. Skipstjóri var Guðjón Guðmundsson faðir Eyjólfs fv skipstjóra hjá Jöklum og Eimskip.Og ef ég treysti á götótt minni þá var Þorbergur Friðriksson 1sti stm faðir Guðrúnar Katrínar heitinnar fv forsetafrúar.

 

jón ólafsson Jón Ólafsson fórst með allri áhöfn 13 mönnum Skipstjóri Sigfús Ingvar Kolbeinsson

Maður getur ekki skilið við gömlu gufutogarana án þess að minnast á nokkra sem þar gerðu garðinn frægan T.d Tryggva Ófeigsson og Bjarna Ingimars á Júpiter

júpiter Júpiter

Guðmundur Jónsson á Skallagrími

Skallagrímur Skallagrímur

Sigurjón Einarsson á Garðari

 

garðar 003 Garðar

Guðmundur Markússon á Tryggva gamla

 tryggvi gamli Tryggvi gamli

Vilhjálmur Árnason á Venusi

venus Venus

Sjálfsagt gleymi ég einhverjum sem ætti að vera hér. En þetta eru þeir sem ég minnist svona í fljótu bragði. Kært kvaddir sem það eiga skilið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skemmtilegt blogg hjá þér þó það séu hörmuleg þessi sjóslys... 

Óskar Arnórsson, 20.6.2010 kl. 08:36

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Óli rétt munað  Þorbergur Friðriksson 1sti stm á Sviða var faðir Guðrúnar Katrínar heitinnar fv forsetafrúar.

Rauða Ljónið, 20.6.2010 kl. 20:32

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir strákar og ég þakka innlitið. Já Óskar þetta voru hörmuleg slys og þetta sem ég hef minnst á voru bara togararnir. Og saga íslenskra sjómanna í WW2 er þyrnum stráð. Því það má segja að manni dettur stundum í hug Dunkerque þegar talað er um flóttan þaðan. En þá var hver fleyta sem nokkurnvegin flaut notuð til ferjunar á hermönnum. Nema það var engin flótti á ferðinni hjá Íslenskum sjómönnum. En það má eiginlega segja að hver fleyta yfir 35 tonn og sem flaut nokkurnveginn hjálparlaust hafi verið notuð til fiskflutninga til Englands. Það mætti kannske minna mr David Cameron á það ef hann fer eitthvað að derra sig um skuldir íslendinga: Verið báðir ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 21.6.2010 kl. 19:50

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll 'Oli þarna er góðar myndir en hörmuleg sjóslys,Faðir minn Haraldur Guðjónsson var á B/V Jóni Ólafssyni 2 styrimaður/Þakka /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.6.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband