15.6.2010 | 23:25
Síðutogarar í Halaveðrinu 1925
Ég bloggað um daginn um "síðutogara" og hlutverk þeirra í uppbyggingu landsins Mér urðu því miður á ófyrirgefanleg misstök þegar ég gleymdi því að í febr 1925 varð stærsta blóðtaka í íslenskri togarasögu.
Þegar stórviðri skall fyrirfaralítið á og fjöldi togara var á Halamiðum 2 togarar fórust, auk vélbáts. Alls fórust 61 íslenskir sjómenn og 7 enskir í þessu veðri. 16 togarar með á sjötta hundrað menn innanborðs lentu í þessu íllskeitta veðri. Að vísu var annar togarinn enskur en útgerð hans ( Hellyersbrothers) hafði aðstöðu í Hafnarfirði .
Rvíkurhöfn Sennilega um svipað leiti og Halaveðrið skall á ???
Íslenski togarinn hét Leifur Heppni. Skipstjóri hans var Gísli Oddson einn af brautryðendunum í veiðum á Halamiðum. Sem að mínu mati er ein af stærstu matarkistum Íslendinga. Gísli ásamt Guðmundi Jónssyni á Skallagrími Tryggva Ófeigssyni á Júpiter. Sigurjóni Einarsyni á Garðari Guðmundur Markússon á Tryggva gamla voru fremstir í flokki íslenskra skipstjóra sem leituðu og fundu nú þekkt togsvæði. Þessir menn þekktu t.d. manna best togsvæðið við Selvogsbankahraunið.
Leifar af 1sta togara sem kastaði trolli við Ísland Aquarius GY 214
En 1sta veiðiskipið sem kastaði "trolli" við Ísland var enski togarinn Aquarius byggður 1889 hjá Mackie & Thomson, Govan. Yard, Skipið mældist 165,0 ts Loa: 31,40 m. brd: 6.27 20.6 feet.Eigandi Grimsby & North Sea Steam Trawling Co, Grimsby.Örlög skipsins urðu að það strandaði við Withernsea 25 Desember 1904.
Hann gat verið napur á Halanum
En aftur að Halaveðrinu. Í bókinni Sigurjón á Garðari ritar Sigurjón Einarsson skipstjóri m.a.:",,Halaveðrið gekk af þeirri skoðun dauðri, sem verði hafði mjög útbreidd að togarar gætu ekki farist af völdum veðurs í rúmsjó. Þetta áhlaup breytti líka sjósókninni á togurunum í það horf, að þeir leituðu jafnan vars í vondum veðrum frekar en að áta fyrir berast úti á djúpmiðum""
Fyrstur til að kasta trolli á svokölluðum Halamiðum mun hafa verið Guðmundir Guðmundsson frá Móum á b/v Snorra Sturlusyni 1911, Síðan var frekar dræm sókn á þessi mið og þau komust ekki eiginlega á blað fyrr rn eftir 1920 en þá jókst sóknin líka og þegar þetta óveður skall á voru þau mikið sótt
Veðrið skall á 7 febrúar 1925 16 togarar voru á veiðum á Halamiðum. 13 íslenskir og 3 enskir. Meðal togarana sem lentu í veðrinu voru:
b/v Ari Stýrið bilaði og skipverjar notuðu lifur og lýsi til að verja skipið áföllum
b/v Hilmir Fékk á sig brotsjó og var fyrir skemmdum auk þess bilaði stýrið Skipstjóri var Pétur Maack sem seinna fórst með Max Pemberton
b/v Jón Forseti Varð ekki fyrir teljandi áföllum eða skemmdum
b/v Surprise. Áhöfnin notaði lýsi til að forða skipinu frá áföllum
b/v Gylfi Varði sig vel í óveðrinu, 2 stm var , hinn seinna farsæli og kunni aflamaður Sigurjón Einarsson kenndur við Garðar
b/v Gulltoppur. Lagðist á hliðia og rak þannig stjórnlaus uns áhöfninni tókst að rétta skipið. Skipstjóri var Jón Högnason. Faðir þeirra Högna skipstjóra hjá Skipaútgerðinni og Gríms stm og skipstjóra á Ingólfi Arnar. Jón var tengdafaðir Sigurjóns skipstj. á Ingólfi
b/v Tryggvi Gamli Var lagður af stað heimleiðis en varð fyrir áföllum
b/v Earl Haig. Hér háði Nikulás Kr Jónsson seinna frægur togaraskipstjóri oft kenndur við b/v Otur (eiginmaður Gróu Pétursdóttir slysavarnarfrumkvöðuls) sína frumraun sem skipstjóri. Kom með heila áhöfn að lendi en stórskemmt skip eftir óveðrið
b/v Egill Skallagrímsson Undir stjórn Snæbjörns Stefánssonar (bróðir Eggerts söngvara og Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds) fékk á sig brotsjó og munaði ekki miklu að illa færi em með hetjulegri baráttu tókst skipshöfninni að sigra
Mér finnst satt að sega að saga síðutogaranna ætti að verða fyrirferðarmeiri í sögu landa og að ég tali nú ekki um þjóðar. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.6.2010 kl. 17:23 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 536129
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er ég heldur betur farinn að þekkja skrifin þín aftur. Greinin er stórkostleg þakka þér kærlega fyrir. Ég var beðinn fyrir kveðju til þín, þú veist frá hverjum, ég vona að þú hafir það sem allra best.
Jóhann Elíasson, 16.6.2010 kl. 08:50
Úr bókinni, Sigurjón á Garðari.
,,Halaveðrið gekk af þeirri skoðun dauðri, sem verði hafði mjög útbreidd að togarar gætu ekki farist af völdum veðurs í rúmsjó. Þetta áhlaup breytti líka sjósókninni á togurunum í það horf, að þeir leituðu jafnan vars í vondum veðrum frekar en að áta fyrir berast úti á djúpmiðum. Sigurjón Einarsson. "
Vildi endir lega að þessi klásúla kæmi fram en hún varðaði öryggi sjómanna.
Þakka góða grein.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 16.6.2010 kl. 16:14
Sælir strákar og ég þakka innlitið. Já Sigurjón þessi málsgrein átti nú heima í blogginu og ég mun setja hana inn.Ég þakka þér kærlega fyrir ábendinguna Nú þeir sem lesið hafa bók "nafna" þíns og afa hafa séð að ekki hefur munað miklu að hann hefði verið á Leifi heppna með Gísla Odds. Þó að hann hafi hætt þar eiginlega upp á dag 2 árum áður. Og þá vegna meiningamunar ekki við skipstjóran heldur svika félagsskapar háseta. Nú er ég að vísa til þess að menn ílengdust yfirleitt í svona topplássum. Þau eru mörg "Efin"í íslenskri sjóferðarsögu Og Jóhann ég þakka kveðjuna og skilaðu kveðju til baka. Verið báðir ávallt kært kvaddir og gleðilegan þjóðhátíðardag
Ólafur Ragnarsson, 16.6.2010 kl. 17:16
Sæll félagi.
Góð og holl lesning ungum sjómönnum sem ,,allt'' geta. Þessi barátta við náttúruöflin var okkar stríð. Mannfórnirnar voru gífurlegar. Nú eru allar upplýsingar miklu betri og menn geta gripið í taumana miklu fyrr. Forðað sér frá hættu og auðvitað er aðbúnaðurinn allur annar eins og þú þekkir nú Óli minn.
Eigðu gleðilegan þjóðhátíðardag.
Valmundur Valmundsson, 17.6.2010 kl. 10:02
Gamli ven
Þakka þér fyrir þessi skif. Þau eru ver gerð, eins og þinn er vani og öllum þörf lesning.
Kær kveðja,
KA
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 11:17
Heill og sæll þetta er fróðleg lesnig og gaman að skoða þessar myndir, merkilegt hvað þú ert duglegur að finna allar þessar gömlu skipamyndir.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.6.2010 kl. 17:07
Gamli ven
Svona átti þetta nú að hljóma;
Þakka þér fyrir þessi skif. Þau eru vel gerð, eins og þinn er vani og öllum þörf lesning.
Kjartan Ásm. (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:28
þakka þetta meiri háttar saga og myndir/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 18.6.2010 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.