13.6.2010 | 22:30
Síðutogarar I
Það er vel við hæfi að svokallaðir"síðutogaramenn" hittist og rifji upp liðna daga Þessi tegund sjómanna er að deyja út. Og ef ég er ekki að bulla þess meira þá eru t.d. aðeins 2 menn lifandi úr áhöfn úr 1stu áhöfn 1sta "Nýsköpunartogarans" Ingólfs Arnarsonar. Og sárafáir eftir af mönnum sem voru á gömlu"kolakláfunum" Þeir ættu að vera "heiðursgestir" á komandi samkvæmi "Síðutogaramanna"
Ingólfur Arnarsson byggður 1947 1sti "Nýsköpunnartogarinn"
Kolakláfar, kannske óvirðulegt orð um þessi skip. Síðutogarararnir gömlu eiga stóran þátt í því hvað íslenska þjóðin er í dag. Þegar talað er um "síðutogara" í dag tenga menn það oftast við svokallaða "Nýsköpunartogara"
1sti íslenski síðutogarinn Coot (Blesöndin) byggður 1892
En 1sti síðutogarinn sem komst í íslenska eigu var Goot sem keyptur var notaður til landsins 1905. Ekki þætti hann mikið skip í dag með sína tæpa 30 m í lengd og með 225 ha gufuvél.154,74.ts Þótt fyrstu tilraunirnar með þessi skip gengu frekar brösulega þá þá kom hinn íslenski "sauðþrái" í veg fyrir að útgerð þessara skipa yrði hætt.
1sti íslenski togaraskipstjórinn Indriði Gottsveinsson.Þ.e.a.s.skipstjóri á íslenskum togara
1sti síðutogarinn sem smíðaður var fyrir íslendinga var Jón Forseti smíðaður í Englandi 1906.Á næstu árum eignuðust íslendingar allstóran flota togara eða um 20 skip.
Svo kom WW1,Spánskaveikin og Frostaveturinn mikli 1918. Og Kötlugosið en það virðist vera vani íslenskra eldfjalla að gjósa þegar illa stendur upp á þjóðina. 1917 voru íslenskir togaraútgerðarmenn "neyddir" til að selja Frökkum og Englendingum helming togaraflotans eða 10 skip. Landsjóði var lánað megnið af peningunum sem fengust fyrir skipin.
Átti hann svo að endurgreiða lániin þegar betur áraði. Skip sem keypt voru eftir WW1 voru miklu dýrari en þau gömlu sem seld voru, Enda um stærri skip að ræða Meðal stærð skipa stækkaði úr ca 250 ts í 350 ts og stærstu skipinvoru yfir 400 ts.
Svo kom "kreppan" og með mikilli virðingu fyrir öllum sjómönnum, verkamönnum og bændum þá vil ég halda því fram að "togarasjómenn" hafi átt mjög stóran þátt í að þjóðin lifði hana af. Allavega voru það þessar 3 stéttir sem í sameiningu hélt lifinu í henni í kreppunni
Afli úr 1 "saltfisktúr" b/v Garðars Gk dagana 21-29 apríl í "kreppunni" 1935 c.a 670 -700 ts upp úr sjó eða 280 ts af 10 daga umstöfluðum og stöðnum saltfiski. Engum nema mannlegum flatningsvélum til að dreifa
Saltfiskur af togara í kreppunni
Trollið sem notað var sennilega yfir 100 ár án mikilla breitinga
Eftir kreppuna kom svo WW2 þar var blóðtaka íslenskra togarasjómanna mikil. Minnsta kosti 7 togarar fórust,
Sumir sennilega af völdum óveðurs. Og 1 sigldur niður Bragi 30-10-1941 út af Fleedwood var 1sti togarinn sem fórst af styrjaldarástæðum. 10 menn fórust 3 björguðust.
Aflaskipið Garðar var undir stjórn hins mikla aflamanns Sigurjóns Einarssonar.
Aflaskipið Garðar sökk af ásiglingu út af V-strönd Skotlands 21-05-1943 3 menn fórust en 10 komust af. Sigurjón var í fríi þegar slysið varð. En þá er þess að geta að stöðuleika margra skipa var ógnað af styrjaldarástæðum
T.d með steypu á stýrishús breytingum og á lestum. Síðasti togarinn sem fórst í WW2 var Max Pemberton sem fórst 11-01-1944 sennilega við Malarrif og með honum 29 menn. Nýliðinn Sjómannadagur á að vera í hávegum hafður hjá þessari þjóð. En þá á að minnast þeirra manna sem t.d flöttu ca 700 tonn af þorski á 8 dögum á Garðari,
Oftast voru það sjómenn sem sköpuðu vinnuna í "Kreppunni"
Og sem fórnuðu lífi sínu við að afla þjóðinni gjaldeyris Og þessi þjóð á að skammast sín fyrir hvað hún býður þessum mönnum uppá í dag. Ef hún kann þá að skammast sín. Sem ég stórefa því alltaf skal í þann knérunn vegið.
Handaflið og hugvitið. Aflinn úr Garðari"viktaður"
Gunnar hjó aðeins tvisvar í sama en þessi "tæra" vinstristjórn heggur hvað eftir annað í hann. Og virðist aldrei sjá neitt til sparsemdar en að níðast á öryrkjum eldriborgurum og þeim sem minna mega sín þar á meðal fyrrnefndum "kolakláfakörlum" Því ekki kom Lífeyrissjóður þeim til handa fyrr en um 1958. Kært kvaddir sem það eiga skilið
Sjómenn á síðutogurum halda hátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2010 kl. 01:16 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnaðar myndir og skýringar. Ég þakka fyrir mig og sendi mínar bestu kveðjur!
Árni Gunnarsson, 13.6.2010 kl. 23:30
Sæll Ólafur, ég er hjartanlega sammála þér núna, þetta er góð grein og fínar myndir, ég tek kveðjuna til mín.
Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.6.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.