Sjómannadagurinn.

Eftir 7 daga er Sjómannadagurinn Hann á að halda hátíðlegan eftir lögum. Mér er alveg sama þótt menn telji sig ekki geta gert neitt sumstaðar vegna féleysis. Það getur varla kostað mikið að að halda ræður og efna til einhverslags heimatilbúna atriða.

CONVAR aus EXT10958 

Einu sinni var keppt í kappróðri reiptogi beitningu og fleirum skemmtilegum greinum. Og ekki ætti velgreindum sjómönnum að skorta ræðuefnið. Farmannastéttin í andaslitrunum og þykk óveðurský á himni fiskimanna Það hefur að mínu mati verið með endemum og hálfgerð sorgarsaga hve ósamlynd þessi þjóð hefur verið.

CONVAR aus EXT10959

Og þegnarnir oft ósanngjarnir hver í annars garð. Ég er komin af Sjómönum og Bændum. Ég hef verið sjómaður frá barnæsku og er því að af skiljanlegum ástæðum vinveittur þessum stéttum þjóðfélagsins og tel þær vera máttarstólpa þess. Við vitum að hin andlega hlið er einnig mikilvæg fyrir velferð þess.

 

CONVAR aus EXT10964 

Það er sárara en tárum taki að nú sé þannig komið fyrir þessari þrautseigu og duglegu þjóð að nokkrir smærri ófyrirleitnir spákaupmenn skulu hafa sogið sig fasta á velferð hennar atvinnumöguleika og aðrar undirstöður svo að það mun taka áratugi að bæta skaðan. Það gleymdist í útrásinni að bankarnir eru fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir bankana. Það eru óveðurský á lofti sjómannsins.

CONVAR aus EXT10981 

Nú ríður á að þeir standi saman og þjóðin styði þá í baráttunni við fyrirhugaðar skerðingar á kjörum. Hvað myndi ske ef sjómenn þreyttust á allri þessari öfund út í laun þeirra og kæmu í land. Það mætti kannske manna skipin með útlendingum en ætli stjórnvöld gæfust ekki fljótt upp á því. Að öðru. það er mikið talað um útflutning á ferskfiski.

 

CONVAR aus EXT10965 

Og hve þjóðin tapi á því,. Fullvinna aflan er sagt. En bíðum nú við. Í öllum löndum sem ég hef komið til er ferskur fiskur eftirsóttari og dýrari en frystur. Meinsemd núdagsins liggur ekki í of góðum kjörum þeirra sem vinna erfiðustu verkin. Meinsemdin liggur ekki í kjörum sjómanna. Þeir sem vilja vita það vita hvar hún liggur. Það mætti segja mér að þeir fáu farmenn sem eftir eru séu með lægri laun en starfsbræður þeirra sem sigla undir "réttum" fánum á Norðurlöndunum

 

CONVAR aus EXT10968 

Langt því frá. Þetta skrifelsi er kannske enginn stórisannleikur heldu hugleiðingar gamals "ístrubelgs" sem einu sinni var Sjómaður. En situr nú við tölvuna og bíður eftir einhverju að nöldra yfir. Myndirnar eru fengnar frá þýskum bréfavini  Dirk Bayer. Með kærri sjómannakveðju þeir sem það eiga skilið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur, gott að einhver nennir að halda uppi merki sjómanna. Gaman að skoða þessar myndir af skipum í stórsjó.

takk fyrir þessa færslu

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.5.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband