Sjórán

 

Enn og aftur hafa sjóræningar í Sómalíu rænt skipi í danskri eigu þetta sinn dráttarbátnum"Svitzer Korsakov,með 6 manna áhöfn.Skipið sem er í eigu dótturfyrirtækis Mærsk,nýbygging frá skipasmíðastöð í St Petersburg var á leið til framtíðarbækistöðvar sinnar í Sakhalin Island sem ligga milli  Norðvestur Japan og Rússlands.Áhöfnin samanstendur af enskum skipstj,írskum yfirvélstj.rússneskum yfirstm,og 3 rússneskum undirmönnum.

 Dráttarbáturinn"Svitzer Korsakov

Samningaumleitunum við sjóræningana standa yfir. Fyrir tæpu ári var öðru dönsku skipi rænt á svipuðum slóðum með sama hætti.Þá tók það tæpa 3 mánuði að semja um lausn.Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að mestu erfiðleikarnir í þeim samningaviðræðum voru að menn vissu oft ekki hvort þeir væru að ræða við réttu mennina.Þ.e.a.s réttan hóp sjóræninga.

Dráttarbáturinn Svitzer Korsakov 

 

Og þegar skipinu var að lokum sleppt inn í landhelgi Sómalíu þá voru menn á nálum um að skipinu yrði aftur rænt og þá af einhverjum öðrum hóp,áður en það næði út fyrir hana.

 

         t.v kort af Sómalíu t.h m/t Nordtramp sem ég sigldi nokkrum sinnum á um Strait of Malacca.Frægt sjóræningasvæði

Ég taldi mig hafa lesið á danir ætluðu að senda herskip á þessar slóðir til varðgæslu en eitthvað hefur það ekki virkað sem skildi ef rétt er munað hjá mér.Svona atburði eigum við íslendingar að taka alvarlega,þó nokkuð mikill breiddarmunur sé.Eru ekki íslenskir togarasjómenn að fiska út um allan heim?.Eru ekki íslenskir sjómenn að sigla seldum skipum út um allt. Sómalíusvæðið er bara eitt af hættulegum svæðum hvað sjóræninga varðar,

 

     T.v "Strait of Malacca.Frægt sjóránasvæði þegar ég var að sigla.t.h.Malasía.Á þessu svæði eru mörg sjóræningabæli

Svæðið kring um Singapoore,út af Nigeríu,Jemen og nokkur svæði í Carrabean,voru fræg þegar ég var að sigla.Það var lítið hægt að gera þegar siglt er um vafasöm svæði.Það helsta að allir væru á vakt og vakandi og ef eitthvað hreyfðist í átt til skipsins voru skipverjar á dekkinu reiðubúnir með öflugan smúl til þess að geta dælt sjó á sjóræningjana af fullum krafti ef þeir nálguðust skipið.

 

     Nokkur þekkt sjóræningasvæði.

Ég var nokkrum sinnum með í svona"æfingum"Yfirleitt gerðu þeir árásir sínar í myrkri þess vegna fylgumst við vel með rödurunum og beindum"smúlnum"að öllum "ekkóum"sem nálguðust okkur innan vissrar fjarlægðar..Við eigum að taka svona alvarlega og siglingaryfirvöld hér á landi eiga að fylgast vel með á þessu sviði.Og ef eitthvað kemur upp sem hægt er að gera betur en nú þekkist þá að láta viðkomandi aðila fylgast vel með því.

 

T.d Slysavarnaskólann/Landhelgisgæslu.Ef menn hafa eitthvað lesið af bloggi mínu síðan í fyrra þá geta þeir séð að ýmsilegt sem ég var að vara við er að koma á daginn.Þá var ég sakaður um"hræðsluáróður"og að ala á andúð á útlendingum.Það er eins og fólk skilji ekki alvöruna í því að við erum komin í"samband"við alheiminn"

Haus hins fræga sjóræninga Svartskeggs hangandi í bugspjóti  HMS Pearl á sínum tíma

Við erum ekki lengur þessi litla saklausa afskekkta þjóð sem allir eiga að vera svo góðir við.Alvaran í heiminum blasir við okkur.Það hefur ekkert að gera með andúð á venjulegu erlendu fólki.Langt frá því.En glæpahyski eigum við að reyna eins og við getum að forðast af hvaða þjóðerni sem er.Og þá eru sjóræningar við strendur annara landa innifaldir.Þeir sem ekki hafa gefist upp á lestrinum eru kært kvaddir.

 

 

 

 


Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband